Skessuhorn


Skessuhorn - 30.10.2019, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 30.10.2019, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓbER 2019 5 Auglýsing um skipulag á Akranesi Deiliskipulag Skógarhverfis 2. áfangi, breyting á skipulagsmörkum Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti á fundi 24. september 2019 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Skógarhverfis 2. áfanga skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að norðurhluti 2. áfanga deiliskipulags Skógarhverfis er felldur úr gildi. Mörk niðurfellingarinnar eru norðan Akralundar 41, Fjólulundar 9-13 og Álfalundar 26. Deiliskipulag Skógarhverfis áfangi 3B, skólalóð Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti á fundi 24. september að auglýsa nýtt deiliskipulag Skógar- hverfis áfangi 3B, sem er stofnanalóð fyrir leik- og grunnskóla í Skógarhverfi, í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða þriggja hektara skólalóð við Asparskóga. Gert er ráð fyrir ýmsum stofnunum s.s. leikskóla, grunnskóla og íþróttahúsi. Aðalaðkoma að lóðinni verður frá torgi í norðurhorni Asparskóga. Afmarkaður er stór byggingareitur fyrir einnar til þriggja hæða byggingar, ásamt kjallara. Nýtingahlutfall miðast við allt að 10.000 m² heildarbyggingar magn. Deiliskipulag Skógarhverfis 4. áfangi Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti á fundi 24. september að auglýsa nýtt deiliskipulag Skógarhverfis 4. áfanga, sem nær yfir svæði milli Þjóðbrautar og Asparskóga, í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í fjórða áfanga er gert ráð fyrir lágri en þéttri byggð fjölbýlishúsa. Meginhluti húsanna verður tveggja hæða án bílakjallara og lyftu. Fimm hæða hús verður nyrst á skipulagssvæðinu. Fjöldi íbúða verði á bilinu 89-126. Tillögurnar verða til kynninga í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18, Akranesi og á heimasíðu Akraneskaupstaðar www.akranes.is frá og með 31. október til og með 15.desember 2019. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sé tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar þarf að skila skriflega eigi síðar en 15. desember 2019. Skila skal ábendingum og athugasemdum í þjónustuver Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18 eða á netfangið skipulag@akranes.is Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Akraneskaupstaðar SK ES SU H O R N 2 01 9 Hunda- og kattaeigendur athugið Seinni hunda- og kattahreinsun verður laugardaginn 2. nóvember í þjónustumiðstöð Akraness að Laugarbraut 6 (gamla slökkvistöðin) Samkvæmt 15. kafla reglugerðar um hollustuhætti nr. 941/2002 er hunda- og kattaeigendum skylt að láta ormahreinsa dýr sín árlega og er það innifalið í leyfisgjaldi. Gunnar Gauti Gunnarsson dýralæknir annast hreinsunina. Kattahreinsun verður frá kl. 9.00 til 12.00 Hundahreinsun verður frá kl. 13.00 til 15.00 Dýralæknir býður einnig upp á bólusetningar (ath. greiða þarf með peningum): Smáveirusótt (Parvo), lifrarbólga, hótelhósti og • hundafár, verð kr. 3.000. Örmerking hunda og katta, verð kr. 4.500.• Perlutex ófrjósemistöflur í hunda og ketti, verð kr. 1.500 (uppselt)• Bólusetning gegn kattafári, verð kr. 3.000.• Óskráðir hundar og kettir eru velkomnir og geta eigendur þeirra nálgast skráningargögn á staðnum. Nánari upplýsingar veitir dýraeftirlitsmaður í síma 898-9478 eða dýralæknir í síma 892-3230. SK ES SU H O R N 2 01 9 Dalabyggð, fráveita í Búðardal - Landlagnir Dalabyggð óskar eftir tilboðum í verkið „Fráveita í Búðar- dal – Landlagnir“ sem felur í sér lagningu um 380 m af skólplögnum, ásamt tveimur brunnum og tengingar við eldri útrásir. Kynningarfundur verður haldinn 6. nóvember kl. 13:00 á skrifstofu Dalabyggðar. Útboðsgögn verða send rafrænt í tölvupósti. Senda skal ósk um útboðsgögn á netfangið kristjan@dalir.is. Gögnin verða tilbúin til afhendingar föstudaginn 1. nóvember og skulu fyrirspurnir berast í síðasta lagi 8. nóvember. Tilboðum skal skila á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11, 370 Búðardal, fyrir kl. 11:00 þriðjudaginn 12. nóvember n.k., en þá verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Laugardaginn 2. nóvember kl. 13 verður þess minnst í Safnahúsinu í borgarnesi að 110 ár eru liðin frá fæðingu Páls Jónssonar bókavarð- ar. Páll arfleiddi Héraðsbókasafn borgarfjarðar að bókasafni sínu sem þykir eitt merkasta einkabóka- safn landsins. bókhlaða Páls verður opin og þar verða sýndar nokkrar fágætar bækur úr safni hans í sér- stökum sýningarskápum. Einnig verða sýndar bækur sem hann batt inn. Stutt dagskrá verður við opn- un sýningarinnar kl. 13 þar sem sagt verður frá Páli og bókasöfnun hans. Sýningarstjórn annast Sverr- ir Kristinsson. Páll Jónsson var fæddur 1909 að Lundum í Stafholtstungum en ólst upp lengst af í Örnólfsdal í Þver- árhlíð. Átján ára fluttist hann til Reykjavíkur þar sem hann lagði stund á verslunarstörf og blaða- mennsku þangað til hann hóf störf hjá borgarbókasafni Reykjavík- ur árið 1953 sem bókavörður. Því starfi sinnti hann þangað til hann lét af störfum árið 1980 vegna aldurs. Auk áhuga síns á bókum og bókasöfnun hafði Páll mikinn áhuga á ljósmyndun, en mynd- ir hans hafa birst víða í bókum og tímaritum. Tengt ljósmyndaáhuga Páls, var áhugi hans á ferðalögum og útivist. Páll var virkur félags- maður í Ferðafélagi Íslands og sat í stjórn þess frá 1947 til 1978 er hann baðst undan endurkosningu. Páll var ritstjóri Árbókar Ferða- félagsins frá 1968- 1982 er hann lét af starfi að eigin ósk. Árið 1980 var Páll gerður að heiðursfélaga Ferðafélagsins. Í Pálssafni eru margar afar fágæt- ar bækur, svo sem biblia laicorum eða Leikmannabiblía eftir Johann Auman, sem prentuð var 1599 í þýðingu Guðbrands biskups. Páll lagði á það mikla áherslu að safna íslenskum bókum frá fyrri öldum. Í safninu eru alls 29 íslenskar bækur frá 17.öld og elst áritaðra bóka er erlend latínubók úr eigu brynjólfs biskups Sveinssonar. Þess skal einnig getið að margar af sínum bókum batt Páll inn sjálf- ur, enda þótti hann meðal bestu bókbindara landsins. Opið verður til kl. 16 á opnun- ardag sýningarinnar og eftir það 13-18 virka daga. Sýningin stendur fram til 19. nóvember. -fréttatilkynning Opnuð sýning í Safnahúsi úr safni Páls Jónssonar Ökumaður var stöðvaður þar sem hann ók um Grundarbraut í Grund- arfirði laust fyrir kl. 16 síðastliðinn miðvikudag, grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Strokpróf sem tekið var á mannin- um svaraði jákvætt og var maður- inn því handtekinn, færður til blóð- töku og látinn gefa skýrslu. Að svo búnu var honum sleppt en hann var kærður fyrir athæfið. Á fimmtudag var ökumaður stöðvaður til móts við Hraunsás í Hálsasveit, grunaður um ölvun við akstur. Strokpróf sem tekið var af manninum gaf einnig merki um neyslu fíkniefna. Maður- inn var handtekinn og fluttur á lög- reglustöðina í borgarnesi þar sem tekið var af honum blóð. Maðurinn var kærður fyrir akstur undir áhrif- um ávana- og fíkniefna og ölvun- arakstur. Á sunnudaginn var öku- maður stöðvaður á borgarbraut í borgarnesi, grunaður um akstur Ökumenn undir áhrifum í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Hann var sömuleiðis prófaður með strokuprófi, sem svaraði jákvætt fyrir neyslu tveggja efna. Ökumað- urinn var handtekinn og heimilaði leit í bíl sínum. Þar fundust ætluð fíkniefni sem maðurinn sagði vera kókaín og marijúana. Maðurinn var handtekinn, gert að gefa blóð- sýni og færður í fangaklefa en síð- an sleppt. beðið er eftir niðurstöðu blóðprufu og einnig rannsóknar á efnunum. Málið er til rannsóknar. Á sunnudagsmorgun var ökumað- ur stöðvaður við N1 í borgarnesi, grunaður um ölvun við akstur. Var hann látinn blása og vínandamagn í útblæstri mældist 0,62 prómill, en saknæmismörk liggja við 0,50 pró- mill. kgk

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.