Skessuhorn


Skessuhorn - 30.10.2019, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 30.10.2019, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓbER 2019 21 SK ES SU H O R N 2 01 9 Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum þann 22. október sl. reglur um styrki vegna hleðslustöðva fyrir rafbíla við fjöleignarhús. Um er að ræða samstarfsverkefni Akraneskaupstaðar og Orkuveitu Reykjavíkur um að veita styrki til húsfélaga fjöleignarhúsa á Akranesi til kaupa, uppsetningar og tengingar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla á sameiginlegum bílastæðum á lóð viðkomandi fjöleignarhúss. Styrkhæfir þættir samkvæmt reglunum eru eftirfarandi: Kostnað vegna ráðgjafar sérfræðinga um hönnun hleðsluaðstöðu fyrir rafbíla a. við viðkomandi fjöleignarhús. Allan efniskostnað við að koma upp hleðslubúnaði fyrir rafbíla á lóð viðkom-b. andi fjöleignarhúss þ.m.t. hleðslustöð, raflagnaefni og festingar. Vinnu jarðvinnuverktaka og iðnaðarmanna við að koma fyrir raflögnum, setja c. upp hleðslustöðvar, tengingar raflagna og yfirborðsfrágang. Kostnaður við leyfisveitingar og heimtaugagjald.d. Styrkur er einungis veittur til miðlægrar hleðslustöðvar þar sem allir íbúar e. viðkomandi fjöleignahús geta notið. Húsfélagi viðkomandi fjöleignahús er heimilt að opna hleðslustöðina fyrir öðrum viðskiptavinum en íbúum við- komandi fjöleignahús. Umsóknareyðublöð er aðgengileg á heimasíðu Akraneskaupstaðar undir Mínar síður. Umsóknarfrestur til og með 1. desember. Með umsókn skal skila lýsingu á framkvæmdinni, fjölda og staðsetningu hleðslustöðva sem áætlað er að setja upp, kostnaðaráætlun, tilboðum verktaka og hversu háan styrk sótt er um. Jafn- framt skal fylgja lýsing á því hvernig gjaldfærslu fyrir notkun hleðslustöðvanna er háttað. Umsókn skal fylgja samþykki húsfélags fyrir framkvæmdinni og breyttri notkun bílastæða sem ætluð eru til hleðslu rafbíla. Umsækjendur skulu kynna sér úthlutunarreglur vel áður en umsókn er skilað inn en þær eru aðgengilegar á www.akranes.is Opnað fyrir umsóknir í styrktarsjóð fyrir byggingu hleðslustöðva við fjöleignarhús Föstudaginn 18. október síðastlið- inn hófust Rökkurdagar í Grundar- firði og stóðu þeir yfir í rúma viku en þeim lauk með dansleik í Sam- komuhúsi Grundarfjarðar laug- ardagskvöldið 26. október. Allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi á hátíðinni en nóg var um að vera þessa viku. Ðe Lónlí blú bojs tróð upp, Dr. Margaret E. Willson var með fyrirlestur um sjókonur, bleik messa var í Grundarfjarðarkirkju, borðspilakvöld, myndasýningar og svo mætti lengi telja. Rökkurdagar hafa verið haldnir undanfarin ár og eru alltaf að eignast stærri sess hjá bæjarbúum. Kærkomin tilbreyting er daginn tekur að stytta. tfk Ðe Lónlí Blú Bojs fluttu frábæran söngleik í Samkomuhúsi Grundarfjarðar. Ljósm. bá. Rökkurdagar í Grundarfirði Karlakórinn Kári og Kirkjukór Grundarfjarðarkirkju héldu opna æfingu í Samkomuhúsinu sem lukkaðist vel. Ljósm. khh. Kvenfélagskonur í Kvenfélaginu Gleym mér ei stóðu fyrir markaði í Samkomuhús- inu. F.v. Laufey Gísladóttir, Agnes Sif Eyþórsdóttir og Ingibjörg Anna Hinriksdóttir. Ljósm. tfk. Grundfirskar konur stilltu sér upp með Dr. Margaret E. Willson eftir fyrirlestur hennar um sjókonur. Ljósm. bá.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.