Skessuhorn


Skessuhorn - 30.10.2019, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 30.10.2019, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓbER 201928 Fréttaveita Vesturlandswww.sk ssuhorn.is Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 8 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Pennagrein Í maímánuði síðastliðnum var Sturlufélag stofnað, en því er ætlað að halda á lofti minningum um verk sagnaritarans Sturlu Þórðarsonar á Staðarhóli. Í samþykktum Sturlu- félagsins segir: „Tilgangur félags- ins er að halda á lofti nafni Sturlu Þórðarsonar sagnaritara á Staðar- hóli og að heiðra á allan hátt fram- lag hans til íslenskrar menningar. Félagið hefur samstarf við aðra að- ila sem á einhvern hátt tengjast eða geta tengst verkum Sturlu Þórðar- sonar. Tilgangi sínum hyggst fé- lagið ná með fundum, útgáfustarf- semi, sýningum og öðrum þeim hætti sem er talinn heppilegur til að stuðla að markmiðum félagsins. Þá mun félagið stuðla að stofnun, opnun og starfrækslu minningar- reits um Sturlu Þórðarson að Stað- arhóli í Dalabyggð.“ Á stofnfundi Sturlufélagsins síð- astliðið vor var ákveðið að þeir sem gerast félagar til áramóta verði taldir stofnfélagar. Þeir sem hafa áhuga á að verða stofnfélagar eru beðnir að senda nafn, heimilisfang og kenni- tölu á tölvupóstfangið sturla1214@ gmail.com. Tölvupósturinn þarf að berast fyrir áramót. -fréttatilkynning Nú hefur forsætisráðherrann kvatt til umræðu um endurskoðun á stjórnarskrá Íslands. Það er virð- ingarvert og langar mig til að leggja mínar hugmyndir fram að framtíð- ar stjórnarskrá fyrir þjóðina. Eins og allir vita er svonefnt full- trúalýðræði gengið sér til húðar hér sem og víða annars staðar. Það sást best hér á síðasta þingi þegar þingmenn, eftir drykkju á bjórkrá í vinnutíma sínum, voru reknir úr sínum flokki, en sátu áfram á þingi, ekki sem utanþingsmenn, heldur fóru þeir í annan stjórnmálaflokk og sviku þannig kjósendur sína. Þetta komust þeir upp með í skjóli þess að þingmenn eru friðhelgir á milli alþingiskosninga. Svo til allar þjóðir Evrópu kenna stjórnskipun sína við lýðræði með því að þjóðin kjósi fulltrúa til valda- stofnana. Yfirleitt er aðeins kosið til tveggja helstu valdastofnana, þ.e. löggjafarvaldsins og forsetavalds- ins. Allar þessar Evrópuþjóðir að undaskyldum bretum hafa stjórn- arskrá, sem byggist fyrst og fremst á hinu þrískipta valdi landsstjórna (löggjafarvaldi, framkvæmdavaldi og dómsvaldi) sem til varð eft- ir frönsku stjórarbyltingunni árið 1789. En þar sem þjóðin kýs aðeins til tveggja valdastofnana hér á landi þá verður annað hvort forsetinn eða löggjafarvaldið að skipa að- ila í dómsvaldið og framkvæmda- valdið. Hér á landi er það lög- gjafarvaldið (Alþingi), sem skipar í framkvæmdavaldið, þ.e. ráðherra í ríkisstjórn landsins. Þegar tveir til þrír flokkar eða fleiri hafa náð sam- komulagi um stjórnarsáttmála hjá meirihluti fulltrúa Alþingis þá skipa þeir oftast úr sínum röðum forystu- menn þeirra flokka sem að sáttmál- anum stóðu í framkvæmdavaldið, það er ráðherra í ríkisstjórn lands- ins. Ekki nóg með það því fram- kvæmdavaldið þ.e. einhver ráð- herranna skipar svo í dómsvaldið þ.e. alla dómara landsins. Hér er því ekki um þrískipt sjálfstætt vald- svið að ræða heldur einveldi fram- kvæmdavaldsins, þ.e. ráðherraræði. Í komandi stjórnarskrá þarf því eftirfarandi að vera til staðar: Í fyrsta lagi. Að þjóðin kjósi sér- staklega, til löggjafarvalds (Alþing- is), framkvæmdavalds (ríkisstjórn- ar) og dómsvaldsins (í alla dómstóla landsins). Þá þarf skýrt að koma fram að sérhver kjörinn fulltrúi í þessar valdastofanir megi aðeins starfa í einni þeirra. Í öðru lagi. Um eignarrétt stjórn- arskrárinnar þurfa að vera skýr og glögg ákvæði sem eru; að öll mann- anna verk eru séreign einstaklings, samtaka eða annarra manna sem skópu þau. T.d. í listum, bygging- um og öðru sem hugur og hönd hafa skapað. Þau ganga kaupum og sölum eins og lög leyfa. En allar náttúruauðlindir landsins eru sam- eign þjóðarinnar. Allt vatn, kyrr- stætt, rennandi, hreint eða óhreint og kalt eða heitt. Allt land frá stór- straumsfjöru til hæstu fjallatoppa og allar auðlindir sjávar á og í botni hans í 200 sjómílna lögsögu þjóð- arinnar. Í þriðja lagi. Að þjóðin fái að kjósa um málefni er varða almenn- ing hvenær sem er ef 2% eða fleiri kosningabærra kjósenda óska þess. Í næstu grein minni ætla ég að rökstyðja og skýra frekar þessar hugmyndir og nefna fleiri, til dæm- is öldungaráð. Hafsteinn Sigurbjörnsson Höf. er eldri borgari búsettur á Akranesi. Geta gerst stofnfélagar Sturlufélags Stjórnarskrár umræðan Pennagrein Nú er kjörtímabilið hálfnað og tvö ár frá því ég var kjörin fyrst á Alþingi. Fyrst og fremst er ég þakklát fyrir að fá þetta tækifæri og hafa þessi tvö ár verið bæði skemmtileg og fjölbreytt. Ég hef fengið tækifæri til að vinna með frábæru fólki, kynnst málefnum og fengið að vinna að mikilvægum málum inn á þingi og úti í kjördæm- inu. Ekki síst hefur verið frábært að vinna með ríkistjórn sem komið var á eftir kosningar. Þetta er sú ríkisstjórn sem þurfti að koma á til ná fram félagslegum, efnahagslegum og póli- tískum stöðugleika í landinu. Þegar kjörtímabilið er hálfnað má þegar sjá að ríkisstjórnin sem spannar hið póli- tíska litróf allt frá vinstri til hægri hef- ur náð að slá nýjan tón, eins og segir í markmiði í stjórnarsáttmála hennar og náð að setja á fót lykilverkefni sem þjóðinni var mikilvægt eftir óreiðu síðasta ártugar. Öflug liðsheild Framsóknarflokkurinn kom átta þingmönnum að í síðustu kosning- um, þar af fimm konum. Þessi hóp- ur hefur staðið þétt saman og liðs- heildin er sterk. Ráðherrar okkar hafa unnið að mikilvægum málum og ekki bara staðið í embættum, heldur bætt og blásið í seglin svo tekið hefur verið eftir. Lífskjara- samningarnir sem náðust síðasta vetur voru skýrt merki um sam- vinnu milli verkalýðsfélaganna og ríkistjórnarinnar. Þáttur Ásmund- ar Einars félagsmálaráðherra var þar mikilvægur en hann vann öt- ullega að sátt og niðurstöðum sem allir aðilar gátu skrifað undir. Vinna Ásmundar Einars í húsnæðis-, fjöl- skyldu- og barnamálum hefur einn- ig vakið athygli og þar hafa litið dagsins ljós hugmyndir sem skipta máli. Í mennta- og menningarmálaráðu- neytinu hefur Lilja Dögg lyft grett- istaki og boðað stórsókn í mennta- málum. Unnið er að viðurkenn- ingu á störfum kennara, eflingu á faglegu sjálfstæði þeirra og áhersla lögð á skólaþróun á öllum skólastig- um. Einnig hefur verið unnið að því að fjölga nemendum í kennslufræði, t.d. með tillögum um launað starfs- nám, námsstyrki og styrki til starfandi kennara til náms í starfstengdri leið- sögn. Lilja Dögg hófst þegar handa við að endurskoða námslánakerfið þar sem áherslan er lögð á jafnrétti til náms, skilvirkni og námsstyrkjakerfi að norrænni fyrirmynd. Í samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðuneytinu hefur Sigurður Ingi unnið að samgönguáætlun sem lögð var fram á síðasta þingi og verð- ur hún lögð fram endurbætt á Al- þingi um miðjan nóvember. Þetta er í fyrsta sinn sem samgönguáætlun er í samræmi við samþykkta fjármála- áætlun. Það ber vott um ný vinnu- brögð sem sýnir í verki raunveruleg- an vilja stjórnvalda til að efla sam- göngur um allt land. Ávinningur af samgönguáætluninni er aukið öryggi, stytting vegalengda og efling at- vinnusvæða. Auk þess var mikilvæg- um áfanga náð þegar sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu náðu að koma sér saman um stórsókn í samgöngu- bótum í samvinnu við ráðuneytið nú í haust. Þingsályktunartillaga um efl- ingu sveitarstjórnarstigsins hefur ver- ið lögð fram en þar má finna stórtæk- ar tillögur í átt að sameiningu sveit- arfélaga í landinu. Þó sumar þeirra séu umdeildar er ég sannfærð um að Sigurður Ingi muni vinna að farsælli lausn með víð- tækri samvinnu. Samvinna að leiðarljósi Þingflokkur Framsóknarflokksins hefur unnið að mikilvægum málum í þeim nefndum sem hann starfar í. Við höfum unnið eftir þeirri sann- færingu að best sé að horfa fram á veginn í samvinnu við samstarfs- flokka okkar og leita lausna sem all- ir geta sætt sig við. Má þar nefna nokkur mál eins og afgreiðslu fisk- eldisfrumvarps á síðasta þingi og svo ekki sé minnst á hrákjötsmál- ið sem skilaði sameiginlegri niður- stöðu sem allir flokkar unnu að fyr- ir utan Miðflokkinn, svo var einnig um afgreiðslu á heilbrigðisstefnu. Í þeirri vegferð einblíndum við á lausnir en ekki vandamál. Í síðustu kosningabaráttu hafði Framsóknar- flokkurinn samvinnu að leiðarljósi, en ekki sundrung sem fráfarandi flokksmenn virðast hafa tekið með sér í baráttuna um framtíðina í nýj- um flokki. Á miðri leið er gott að líta yfir far- inn veg og gleðjast yfir þeim árangri sem náðst hefur – hlaða sig af end- urnýjanlegri orku sem skilar okkur áfram veginn. Geta ekki allir verið sammála um það? Halla Signý Kristjánsdóttir Höf. er 7. þingmaður NV kjör- dæmis Áfram veginn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.