Skessuhorn


Skessuhorn - 30.10.2019, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 30.10.2019, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓbER 2019 15 Framhaldskólakennari Fjölbrautaskóli Snæfellinga Fjölbrautaskóla Snæfellinga Grundarfirði óskar eftir að ráða framhaldskólakennara á vorönn 2020. Um er að ræða eðlisfræði 25% staða og efnafræði 25% staða. Helstu áherslupunktar í kennsluháttum skólans eru nýting upplýsingatækni í skólastarfi, fjöl- breyttar verkefnamiðaðar kennsluaðferðir og námsmat með sérstakri áherslu á leiðsagnarmat. Umsækjendur þurfa að hafa háskólamenntun í fagi og kennsluréttindi á framhaldsskólastigi. Leitað er að kennurum sem hafa frumkvæði, eru sjálfstæðir í vinnubrögðum og hafa áhuga á að taka þátt í þróunarstarfi og uppbyggingu náms í samræmi við ný lög um framhaldsskóla (nr. 92/2008). Laun greiðast samkvæmt stofnanasamningi skólans. Ráðið verður í stöðurnar frá 1. janúar 2020. Ekki þarf að sækja um á sérstökum eyðublöðum. Umsókn með ferilskrá, prófskírteinum, sakavottorði og með upplýsingum um umsagnaraðila skal senda rafrænt til skólameistara Fjölbrautaskóla Snæfellinga á netfangið hrafnhildur@fsn.is. Einnig er hægt að senda umsókn- ir í pósti: Fjölbrautaskóli Snæfellinga, Grundargötu 44, 350 Grundarfirði. Tekið skal fram að skv. 4. mgr. 8. gr. laga framhaldsskóla nr. 92/2008 er óheimilt að ráða ein- stakling til starfa við framhaldsskóla sem hlotið hefur refsidóm fyrir brot á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga. Umsóknarfrestur er til og með 26. nóvember 2019. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur. Nánari upplýsingar veitir Hrafnhildur Hallvarðsdóttir skólameistari hrafnhildur@fsn.is. Einnig er hægt að hafa samband í síma 430-8400. Á vef skólans www.fsn.is má auk þess finna ýmsar upplýsingar um skólann. Skólameistari Fulltrúar bændasamtaka Íslands og stjórnvalda hafa skrifað und- ir samkomulag um endurskoðun á samningi um starfsskilyrði naut- griparæktar. Markmið samkomu- lagsins er að stuðla að framþró- un og nýsköpun í nautgriparækt. Áhersla verður lögð á rannsóknir og menntun ásamt sjálfbærari og umhverfisvænni framleiðslu. Sam- komulagið er liður í endurskoðun samnings um starfsskilyrði naut- griparæktar frá 19. febrúar 2016. Fallið verður frá niðurfellingu heildargreiðslumarks sem átti að taka gildi 1. janúar 2021 og mun því greiðslumark gilda áfram út samningstímann. Greiðslumark heldur sér þar af leiðandi sem kvóti sem tryggir forgang að inn- anlandsmarkaði og sem viðmiðun fyrir beingreiðslur. Viðskipti með greiðslumark verða leyfð að nýju frá og með árinu 2020 og munu þau byggja á tilboðsmarkaði sem er sama markaðsfyrirkomulag og gilti á árunum 2011-2016. Vissar takmarkanir verða á viðskiptum með greiðslumark sem verða út- færðar nánar í reglugerð. Kristján Þór Júlíusson, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að með þessu samkomulagi sé verið að stíga mikilvæg skref fyrir frekari framþróun íslenskr- ar nautgriparæktar, m.a. með því að viðhalda kvótakerfi í mjólkur- framleiðslu sem hefur ýtt undir þá miklu hagræðingu sem orðið hefur í greininni til hagsbóta fyrir bænd- ur og neytendur. „Þá er ekki síð- ur mikilvægt fyrir hagsmuni neyt- enda að samstaða er um að efla og tryggja forsendur til samkeppni við vinnslu mjólkurafurða og því verður gerð greining á tækifærum til frekari aðskilnaðar milli söfnun- ar og sölu á hrámjólk frá vinnslu mjólkurafurða og öðrum rekstri. Samhliða er stefnt að því að stýri- tæki við verðlagningu mjólkuraf- urða verði þróuð til meira frjáls- ræðis með því að taka upp nýtt fyr- irkomulag í stað Verðlagsnefndar búvöru, enda er núverandi fyrir- komulag að mörgu leyti tíma- skekkja. Loks er rétt að fagna sér- staklega þeirri sterku og metnað- arfullu stefnumörkun sem bændur og stjórnvöld sameinast um að ís- lensk nautgriparækt verði að fullu kolefnisjöfnuð eigi síðar en árið 2040,“ segir Kristján Þór. Arnar Árnason, formaður Lands- sambands kúabænda, segist telja að með þessu samkomulagi sé komið með samning sem er greininni til mikilla heilla. „Við erum að festa greiðslumark í sessi og tryggja stýringu á framleiðslu mjólkur, sem hefur sýnt sig að er markaðs- lega afar mikilvægt og er auk þess samkvæmt vilja 90% greinarinnar. Einnig erum við kúabændur hér að leggja okkar af mörkum í lofts- lagsmálum með metnaðarfullum markmiðum um kolefnisjöfnun á næstu árum,“ segir Arnar. mm Greiðslumark í mjólkurframleiðslu fest í sessi Kvígur í haga á bænum Vestra-Reyni við Akrafjall.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.