Skessuhorn


Skessuhorn - 30.10.2019, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 30.10.2019, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓbER 201918 Söngleikurinn Litla hryllingsbúð- in verður frumsýndur í bíóhöllinni á Akranesi föstudagskvöldið 8. nóvem- ber næstkomandi. Það er Skagaleik- flokkurinn sem stendur í ströngu þessa dagana við æfingar og undir- búning fyrir sýninguna og af því til- efni kíkti blaðamaður Skessuhorns á æfingu síðastliðið föstudagskvöld. Litla hryllingsbúðin er verk sem sló í gegn snemma á níunda áratugnum og hefur margoft verið sett upp um allan heim. Um er að ræða sögu af baldri sem finnur plöntu af óþekktum stofni. baldur er mikill plöntuáhuga- maður og í fyrstu telur hann að um nýtt afbrygði sé að ræða en svo áttar hann sig á að um mjög sérstök planta á í hlut. Í kjölfarið á hann í hálfgerðu ástarsambandi við plöntuna. Þá er hann einnig skotinn í Auði vinkonu sinni og nefnir plöntuna eftir henni, Auði II. Plantan tekur alltaf meira og meira pláss í lífi baldurs og yfir- tekur líf hans á endanum. Með aðal- hlutverk fara Heiðmar Eyjólfsson og Lára Magnúsdóttir en leikstjórn er í höndum Valgeirs Skagfjörð. Umgjörðin helmingurinn af sýningunni Áður en blaðamaður kíkti á æfinguna kom hann við á neðstu hæð gömlu Sementsverksmiðjunnar við Mána- braut, þar sem Sara blöndal, Auð- ur Líndal, Kolbrún Sigurðardóttir, Hafdís bergsdóttir og Eygló Gunn- arsdóttir vinna að leikmynd og bún- ingum. Þær hafa nóg á sinni könnu en búningar og leikmynd skipta miklu máli í leiksýningu eins og þess- ari. „Það væri nú lítil sýning án okk- ar,“ segja þær og hlæja. „Að öllu gríni slepptu þá er umgjörðin helmingur- inn af svona sýningu, hún gerir sýn- inguna í raun,“ segir Kolbrún og hin- ar taka heilshugar undir. „Hún er svo stór partur af heildarmyndinni,“ segja þær. Hafdís og Eygló sjá um búninga á meðan hinar gera leikmyndina og að sögn brynhildar Stefánsdóttur að- stoðarleikstjóra er ekkert sem þær geta ekki reddað. „Við gerum okk- ar besta að finna allt sem þarf. Það er margt sem leynist í skápum hjá fólki, í búkollu og svo hér í búningasafni leikflokksins,“ segir Hafdís og bros- ir. Það sem þær finna ekki búa þær til. Aðspurðar segja þær undirbúninginn ganga vel en eru þó vissar um að þær verði fram á síðustu mínútu að redda því sem þarf. „Það er alltaf svoleiðis, alveg sama hversu mikinn tíma mað- ur hefur,“ segir Kolbrún. Stærðarinnar planta Eitt stærsta verkefni þeirra fyrir sýn- inguna er að útbúa svo stóra plöntu að nokkra leikara þarf til að stjórna henni. „Það var nú sagt blákalt við mig fyrir þremur vikum að það væri ekki séns að gera þessa plöntu á þess- um tíma en við göngum hreint til verks og náum þessu alveg,“ segir Auður og brosir. Þær hafa allar ólíka reynslu af búninga- og sviðsmynda- gerð en Sara er með háskólagráðu í leikmynda- og búningahönnun og hefur hannað fjölmörg verkefni síð- an. „Mitt hlutverk er að hanna leik- myndina og ég teiknaði upp sviðs- mynd sem Óli Óla er að smíða,“ segir Sara. „Hún kom með frekar óraun- hæfa hugmynd að sviðsmynd,“ bætir Kolbrún þá við og Sara hlær og seg- ir; „Óli sagði bara „já, ekkert mál.“ Hann getur allt.“ Eygló og Haf- dís eru kennarar í Grundaskóla og brekkubæjarskóla þar sem þær hafa báðar tekið þátt í að setja upp ýmis leikverk. Þá hefur Hafdís leikið með Skagaleikflokknum tvisvar en ákvað að halda sig við búningagerð í þetta skipti. Kolbrún hefur tekið þátt í uppsetningu leikrita í framhaldsskóla og Auður hefur aðstoðað sem foreldri við uppsetningu á sýningum. „Leiklistin er í raun list endurtekningarinnar, sem er þó aldrei eins“ Að sögn Valgeirs ganga æfingar vel þegar tvær vikur eru í frumsýningu. „Við byrjuðum að æfa fyrir mánuði svo þetta hefur gengið hratt. Í sept- ember héldum við prufur og niður- staðan var allt mjög vel skipaðir leik- arar í hvert hlutverk, svo ég get ekki verið annað en ánægður, þó vissulega sé smá titringur komin í leikstjórann núna,“ segir Valgeir og horfir glott- andi á þau Heiðmar og Láru sem segjast enn vera mjög róleg. „Það er jákvætt að það sé ekki komið stress í leikarana strax. Það er dásamlegt að þau séu bara að njóta,“ segir Valgeir. Aðspurður segir hann eitt og ann- að vera frábrugðið við þessa sýningu miðað við aðrar uppsetningar á verk- inu. „Við erum ekki með atvinnuleik- hús og höfum ekki sömu tækni og þar svo við verðum bara að nýta það sem við höfum. Það kemur skemmtilega út enda eru svona sýningar aldrei al- veg eins í hverri uppsetningu. Leik- listin er í raun list endurtekningarinn- ar, sem er þó aldrei eins. Það eru leik- ararnir sem túlka verkið og þeir gera það allir á sinn hátt, svo er ég sem leikstjóri hér til að hjálpa þeim að ná fram því sem býr innra með hverjum og einum,“ segir Valgeir. „Ég ákvað til dæmis að horfa ekki á myndina og lesa bara textann og túlka baldur eft- ir mínu höfði,“ bætir Heiðmar við. Aðspurð segist Lára hafa ákveðið að horfa á myndina. „Ég fann líka að það hafði áhrif á hvernig ég túlkaði Auði fyrst á eftir en ég held ég sé laus við þau áhrif núna,“ segir hún. Auður frekar ólík Láru Lára hefur lokið námi í leiklist og hefur því leikið áður en þó ekki á sviði frá því hún krakki. Spurð hvern- ig karakter Auður er í hennar huga hugsar hún sig um í smá stund og segir svo; „hún er hvatvís, talar án þess að ritskoða sig, sem er mjög ólíkt mér sem hugsa allt margoft áður en ég segi það,“ svarar hún og hlær. „Auður er með lágt sjálfsálit og vinn- ur mikið út frá útlitinu sínu og leggur mesta áherslu á það.“ Aðspurð segist hún reyna að finna Auði innra með sér til að geta túlkað hana sem best. „Mér þykir gott að finna hvernig hún hreyfir sig og reyna að finna þannig út hvernig hún er. Ég er búin að fara í marga hringi með það en held ég sé búin að finna hana. Það er marg ólíkt með okkur Auði en samt er margt sem ég tengi við líka,“ segir hún. Baldur ómótaður og ástríðufullur Heiðmar tók þátt í nokkrum upp- setningum í bíóhöllinni þegar hann var í Fjölbrautaskóla Vestur- lands. Þar hefur hann leikið ýmis ólík hlutverk. „Ég hef fengið að leika lúða, nörd, töffara og alls kon- ar fjölbreytt hlutverk. Ég myndi segja að mín túlkun á baldri væri að hann er mikið í sínum eigin heimi, hann sér hlutina í öðru ljósi en aðr- ir myndu gera og lætur sig ekki aðra varða,“ segir Heiðmar. Spurð- ur hvort hann og baldur eigi margt sameiginlegt segir hann svo ekki vera. „Jú, ég er kannski smá lúði eins og hann,“ segir hann og hlær en bætir því svo við að kannski sé lúði eða nörd ekki beint réttu orð- in yfir baldur og Valgeir tekur und- ir það. „baldur er kannski klædd- ur eins og nörd eða lúði en hann er líka ástríðufullur og af hverju ætli plantan hafi valið hann? Jú, vegna þess að hann er hjartahlýr og ómót- aður einstaklingur,“ segir Valgeir. Það á að vera gaman í leikhúsi Spurð hvort sýningin sé fjölskyldu- sýning horfa þau hvort á annað og segja svo að skiptar skoðanir séu á því. „Það eru vissulega atriði í sýn- ingunni sem eru ekki við hæfi við- kæmra barna. Í sýningunni er til dæmis ofbeldisfullur tannlæknir. Foreldrar verða í raun að meta það sjálfir hvort þeim þyki sýningin í lagi fyrir þeirra börn, það fer nefnilega alveg eftir börnunum sjálfum. Fyrst og fremst er þessi sýning skemmtun, maður er manns gaman og það á að vera gaman í leikhúsi,“ segir Valgeir. „Það er fádæma hæfileikaríkt fólk sem við eigum hér á Skaganum og ég hvet alla til að koma og sjá sýn- inguna. Þetta er engin smá söngleik- ur, það eru sungin 20 lög. Þetta er flókið verk en leikararnir koma því vel frá sér. Við erum með stóra og virkilega góða hljómsveit. Eins og flestir vita sem hafa séð Liltu hryll- ingsbúðina er tríó sem spilar stórt hlutverk í sýningunni en við ákváð- um að hafa það kvartett, við bara eig- um svo margar hæfileikaríkar söng- konur og urðum að bæta við einni,“ segir Valgeir. Í þessari sýningu verð- ur sá sem syngur fyrir plöntuna sýni- legur en hann mun standa á hljóm- sveitarpallinum með hljómsveitinni. „Ég veit ekki til þess að það hafi ver- ið gert áður í uppsetningu á þessu verki,“ segir Valgeir. „Þetta er allt að smella hjá okkur og við höfum náð að vinna vel úr því sem við höfum. Eins og ég segi erum við áhugaleik- hús og eins og gefur að skilja höf- um við ekki allan búnað og þá er það hlutverk mitt sem leikstjóra að sníða stakk sem passar okkur öllum og ég held það hafi tekist vel,“ bætir hann við að endingu. arg Valgeir Skagfjörð er leikstjóri. Ljósm. kgk. Kíkt á æfingu á Litlu hryllingsbúðinni á Akranesi Auður Líndal, Eygló Gunnarsdóttir, Sara Blöndal, Kolbrún Sigurðardóttir og Hafdís Bergsdóttir. „Það er fádæma hæfileikaríkt fólk sem við eigum hér á Skaganum,“ segir Valgeir Skagfjörð leikstjóri. Ljósm. kgk. Leiktaktar tannlæknisins. Lára Magnúsdóttir leikur Auði. Ljósm. kgk. Heiðmar Eyjólfsson leikur Baldur. Ljósm. kgk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.