Skessuhorn


Skessuhorn - 30.10.2019, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 30.10.2019, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓbER 201912 Fagráð í hrossarækt hefur valið þau hrossaræktarbú sem tilnefnd eru til árlegrar heið- ursviðurkenningar bænda- samtaka Íslands sem ræktun- arbú ársins. Frá því er greint á eidfaxi.is að valið hafi staðið á milli 30 búa sem náð hafa at- hyglisverðum árangri á árinu. Tilnefnd eru tólf efstu bú árs- ins að loknum útreikningi. Í ár voru þrjú bú jöfn í tólfta sæti og eru búin því 14 í ár. Tilnefnd bú munu hljóta við- urkenningu á ráðstefnunni Hrossarækt 2019 sem haldin verður á Hótel Sögu laugar- daginn 2. nóvember næst- komandi. Ræktunarbú árs- ins verður svo verðlaunað á Uppskeruhátíð hestamanna sem einnig verður hald- in á Hótel Sögu sama dag. Að þessu sinni er eitt vestlenskt bú tilnefnd, Skipaskagi, bú þeirra Jóns Árnasonar og Sigurbjargar Stefáns- dóttur á Litlu-Fellsöxl í Hvalfjarð- arsveit í hópi ræktenda. Auk þeirra eru nokkur bú þar sem fyrrum Vest- lendingar koma við sögu, eins og sjá má í meðfylgjandi lista Í stafrófsröð eru til- nefnd bú að þessu sinni: Fet, Karl Wernersson Garðshorn á Þelamörk, Agnar Þór Magnússon og birna Tryggvadóttir Thorlacius Hafsteinsstaðir, Hildur Claessen og Skapti Steinbjörnsson Hlemmiskeið 3, Árni Svavarsson og Inga birna Ingólfsdóttir Hólabak, björn Magn- ússon Höfðabakki, Sigrún Kristín Þórðardóttir og Sverrir Sigurðsson Ket i l s s tað i r /Syðr i - Gegnishólar, bergur Jónsson og Olil Amble Rauðalækur, Eva Dy- röy, Guðmundur Friðrik björgvinsson og Kristján G. Ríkharðsson Stóra-Hof, bæring Sig- urbjörnsson og Kolbrún Jónsdóttir Skipaskagi, Jón Árna- son og Sigurveig Stefáns- dóttir Strandarhjáleiga, Sigurlín Óskardóttir, Þormar Andr- ésson og fjölskylda Stuðlar, Edda björk Ólafsdóttir og Páll Stefánsson Torfunes, baldvin Kr. baldvinsson Þúfur, Gísli Gíslason og Mette Mannseth. mm Eins og greint var frá í síðasta Skessuhorni hefur Orkusjóður út- hlutað styrkjum til uppsetningar hleðslustöðva við gististaði um land allt þar sem hægt verður að hlaða ríflega 110 rafbíla á hverjum tíma. Verkefnið er hluti af aðgerðaáætl- un stjórnvalda í loftslagsmálum og uppbyggingu innviða vegna orku- skipta í samgöngum. Meðal þess- ara gististaða hér á Vesturlandi eru Farfuglar ses. á Akranesi og borg- arnesi, Hótel Hamar borgarnesi, Fosshótel Reykholti, Nes í Reyk- holtsdal, Fosshótel Hellnum á Snæ- fellsnesi, Fosshótel Stykkishólmi, Dísarbyggð ehf á Þórdísarstöðum í Eyrarsveit og Vogur sveitasetur á Heyá 371 búðardal. mm Síðastliðinn miðvikudag var hald- inn árlegur Nýsköpunardagur á Vesturlandi og fór hann fram í Landnámssetri Íslands í borgar- nesi. Það eru Samtök sveitarfé- laga á Vesturlandi sem standa fyr- ir viðburðinum, en við það tæki- færi fer einnig fram árleg úthlutun styrkja til nýsköpunar- og sprota- fyrirtækja úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Alls fengu níu verk- efni styrki að þessu sinni, en um- sóknir voru 23. Fram kom í máli Ólafs Sveinssonar, forstöðumanns Atvinnuráðgjafar SSV, að frá upp- hafi árið 2015 hefur 285 milljón- um króna verið úthlutað úr sjóðn- um til fjölmargra sprotaverkefna. Mörg þeirra hafa í dag náð fótfestu og leggja lóð á vogarskál atvinnu- lífs og verðmætasköpunar í lands- hlutanum. Á Nýsköpunardegi voru tvö verkefni kynnt með fyrirlestr- um. Eva Karen Þórðardóttir ráð- gjafi hjá Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi sagði frá verkefninu Fræðslustjóri að láni og þá kynnti Heiðar Mar björnsson kvikmynda- gerðarmaður starfsemi Coworking nýsköpunarseturs á Akranesi. Styrkir 2019 Til nýsköpunar á Vesturlandi var að þessu sinni úthlutað 9,35 millj- ónum króna. Hæsta styrkinn hlaut Íslensk bláskel og sjávargróður ehf. í Stykkishólmi fyrir verkefnið full- vinnsla sjávargróðurs, 2,6 milljónir króna. Fyrirtækið er að þurrka og mala sjávargróður, söl, bóluþang og hrossaþara. Sjávargróðurinn verður í pilluformi og blandaður með salti frá Norðurverki. Afurð- in verður með lífræna vottun frá Túni. Pilluframleiðslan og þara- saltið er einungis upphafið af ferli að gera verðmæti úr þessari miklu auðlind sem þaragróður breiða- fjarðar er. Iceland Protein (Akraborg) fékk 1,4 milljón króna úthlutað til að skapa verðmæti úr vannýttu hrá- efni, svo sem svili sem til fellur við veiðar og vinnslu á þorski. Stefnt er að verðmætasköpun og nýjum atvinnutækifærum. Óstofnað fyrirtæki í Dölum, sem Skúli Hreinn Guðbjartsson veitir forystu, fékk 1,2 milljónir króna til að ýta úr vör starfsemi til heima- vinnslu landbúnaðarvara í Dölum. Fyrirhugað er að opna matvæla- vinnslu í Stórholti sem gæti nýst til framleiðslu á kjötvörum en einnig öðru, þar sem til staðar yrði frysti-, kæli- og reykaðstaða fyrir kjöt, auk öllum helstu véla sem þarf til að fullvinna kjöt og aðra matvöru. Tvö verkefni fengu eina milljón króna í styrk. Í fyrsta lagi brugghús Steðja ehf. í borgarfirði til þróunar á Collagen drykkjum. Nú er fyrir- tækið að þróa hliðarvöru og gera tilraunir með að gera Gúrku-colla- gen drykk. Notast verður við hrá- efni úr héraðinu og er markmiðið að drykkurinn verði fluttur út. Líndal ehf. og InnoLegal, fengu eina milljón króna til þróunar á skjalabrunni í lögfræðiþjónustu. InnoLegal er fyrirtæki sem sér- hæfir sig í að veita lögfræðiþjón- ustu í gegnum þjónustugátt sem aðgengileg er í gegnum Internetið og snjallforrit. Tvö verkefni fengu 600 þúsund króna styrki. Í fyrsta lagi Hesta- land - Saga and Trail til þróunar á hestaferðum þar sem sögð yrði saga af landi og þjóð í ferðunum. Sögusviðið verður borgarfjörður. Matís fékk 600 þúsund krón- ur til vöruþróunar á matvörum úr folaldakjöti, svo sem folaldaham- borgurum, bjúgum og hráverkuðu kjöti. Anna Lára Steindal á Akranesi fékk 500 þúsund króna styrk út á verkefnið Hamingjuráðuneytið - Sjálfbærnisetur á grundvelli The Earth Charter (Jarðarsáttmálans). Veita á ráðgjöf um sjálfbærni sem grunnforsendu ákvarðanatöku í stefnumótun. Loks fékk Magnús björn Jó- hannsson 450 þúsund króna styrk út á Útivistar- og afþreyingarmið- stöð á Vesturlandi, með áherslu á jökla, heitar laugar, hella, sögulega staði og fjallasýn. Verkefnið snýr að þróun ferða. mm Fulltrúar sjö af níu styrkhafa sem fengu nýsköpunarstyrki að þessu sinni. Nýsköpunarstyrkjum úthlutað á Vesturlandi Gististaðir fá styrki til upp- setningar hleðslustöðva Skaginn frá Skipaskaga og Daníel á LM Hólum 2016. Ljósm. úr safni. Fjórtán bú tilnefnd sem hrossaræktarbú ársins

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.