Skessuhorn


Skessuhorn - 30.10.2019, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 30.10.2019, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓbER 2019 23 Pstiill - Geir Konráð Theódórsson Um miðjan október hófst sam- söngur að nýju í Félagsbæ í borgar- nesi, að frumkvæði Halldórs Hólm Kristjánssonar, en einnig var sung- ið síðasta vetur. Samsöngurinn verður eftirleiðis alla miðvikudaga kl. 21:00, alveg fram á sumar. Hall- dór tekur fram að ekki er um kóra- starf að ræða, heldur samsöng sem stendur öllum opinn og án endur- gjalds. „Ef fólk vill syngja í rödd- um þá má það gera það, en ég stend ekki og segi fólki hvernig það á að bera sig að. Þarna syngur hver með sínu nefi, enda hugmyndin fyrst og síðast að hittast og njóta þess að syngja saman,“ segir Halldór í sam- tali við Skessuhorn. Halldór stóð einnig fyrir sam- söng síðasta vetur og segir hann framtakið hafa heppnast vel. Fólk frá 14-75 ára hafi komið saman og sungið og vonast hann til að söng- urinn nái sömu hæðum í vetur og síðasta vetur. En hvernig kom það til að hann ákvað að hleypa sam- söngnum af stokkunum í upphafi? „Ýmislegt félagsstarf er í boði hér í borgarbyggð fyrir börn og ung- linga og síðan eldri borgara. En mér fannst vanta eitthvað fyrir aldurs- hópinn þar á milli og hvað er betra en að hittast og syngja saman,“ seg- ir Halldór, en tekur þó skýrt fram að auðvitað séu allir aldurshópar velkomnir í samsönginn. „Þannig að ég ákvað að grípa í taumana og gera eitthvað. Allt er þetta unnið í sjálfboðavinnu og með gleðina í forgrunni,“ segir hann. Í tengslum við verkefnið held- ur Halldór úti Facebookhópnum „Samsöngur í borgarnesi“. Þar birt- ir hann ýmsar hagnýtar upplýsingar sem tengjast samverunni, til dæmis ef eitthvað þema verður á döfinni tiltekna kvöldstund. „Síðasta mið- vikudag vorum við til dæmis með Eyjalög í bland við íslensk dægur- lög, þjóðhátíðarstemning svona korter í jólin,“ segir Halldór létt- ur í bragði og hvetur alla sem hafa áhuga á að mæta í næsta samsöng í Félagsbæ í kvöld kl. 21:00. „bara drífa sig af stað, njóta þess að hittast og syngja saman. Þetta snýst bara um að koma saman og hafa gam- an. Það er ekkert sem gleður eins og söngurinn,“ segir Halldór Hólm Kristjánsson að endingu. kgk Tíminn líður hratt hérna hjá mér í Niamey í Níger. Ég er að kynn- ast borginni og lífinu hérna betur og þökk sé tengslaneti kærustunn- ar hef ég verið að hitta mjög áhuga- vert fólk úr öllum áttum. Einn dag- inn er ég að drekka ískaldan ananas- safa með vinalegasta meindýraeyði borgarinnar í tæpum 40°C gráðu hita, annan daginn er ég klæddur sem Pétur Pan á hrekkjavöku há- tíð hjá sérsveitarmönnum banda- ríska hersins og þann þriðja er ég farþegi í jeppa hjá nígerskum of- ursta á leið í grillveislu uppi á sand- hæð. Ég lofa að segja frá þeirri ferð í öðrum pistli. Ástandið hérna er flókið og þá sérstaklega munurinn á lífi heima- fólks og utanaðkomandi aðila. Flest erlent fólk eins og ég býr við að- stæður sem eru að mestu aðskil- in frá hinum almenna borgara. Ég hef enga menntun eða bak- grunn til að fara í djúpa greiningu á þessu en efnahagslega misskipting- in er auðsjáanleg. Þetta land á sér flókna sögu og eins og í mörgum fyrrum nýlenduríkjum þá eru dag- leg vandamál hjá venjulegu fólki hérna meiri en ég gat nokkru sinni ímyndað mér. Erlendir hjálpar- starfsmenn og hermenn eru hérna í nafni aðstoðar og nær allir sem ég hef rætt við eru hér af góðum hug og að gera sitt allra besta, en auðvi- tað eru svona mál flókin og margt umdeilt í hjálparstarfi og hvað þá hernaði. Kannski hef ég einfalda sýn á þetta og lítinn skilning á öllum þessum flóknu málum, en ég dáist að fólkinu sem er hérna í landinu til að aðstoða. Samt verð ég þó að segja að það er heimafólkið sem ég hef rætt við sem gefur mér mestu vonina um bjarta framtíð þessa lands. Hvort sem það er að ræða við vinalegasta meindýraeyðinn í borg- inni, húshjálpina okkar sem hætti við að opna sinn eigin veitingastað eða stórkostlegu ungu frumkvöðla- konuna sem leigir okkur húsið sitt, þá eiga þau það öll sameiginlegt að horfa raunsæ á vandamálin en trúa á að hægt sé að gera betur og vinna af metnaði til að gera líf sitt og sinna betra. besta dæmið sem ég hef rekist á er þó hann Tanimoune baissa og hans bjartsýni og vinna. Hann er góður vinur kærustunnar minnar og vann með henni um tíma, en á vinnustaðnum náðu hæfileikar hans og menntun ekki beint að njóta sín. Hún sagði mér hve leitt það væri að sjá hann vinna bara einhver einföld ritarastörf á skrifstofunni, hann væri háskólamenntaður í umhverf- isfræðum og verkfræði og gæti gert svo miklu meira. En í þessu landi er stundum vel menntuðu heimafólki beinlínis sóað í skrifstofustörfum hjá alþjóðlegum samtökum vegna þess að fyrir þau er það því mið- ur hreinlega best launaða vinnan sem völ er á. Sum samtök vilja síð- an frekar erlenda aðila í ábyrgðar- stöður, en þetta eru flókin mál sem eru ofar minni hæfni til að útskýra betur. Sem betur fer lét baissa ekki deigan síga. Hann fékk tækifæri til að sýna hvað í honum bjó þeg- ar hann sótti um vinnu fyrir alþjóð- lega ræktunarrannsóknarstofnun, skammstöfuð ICRISAT. Hann fékk til að byrja með vinnu sem milli- stjórnandi, en eldklár og hörkudug- legur vann hann sig upp innan sam- takanna og var á nokkrum mánuð- um orðinn forstjóri stofnunarinnar í Níger. Fyrsti heimamaðurinn til að sinna þeirri stöðu. Einn morguninn bauð baissa kærustunni og mér að koma og heimsækja rannsóknarbýlið. Þetta var frábært boð og mitt fyrsta tæki- færi til að fara út fyrir borgina, en það getur stundum verið hættu- legt og óráðlegt nema í fylgd með réttum aðilum. Hann kom á jeppa og sótti okkur heim, við keyrðum yfir brúnna yfir ánna Níger og svo suður út úr borginni. Að keyra frá borginni var að einhverju leyti eins og að keyra aftur í tímann, húsin urðu einfaldari þar til að strákofar og akrar í bland við sandöldur tóku við í landslaginu. Þetta er kannski ofureinföld ljóðræn lýsing sem á ekki við því ég gat líka séð smala haldandi í eyrað á asna með annarri hendi en snjallsíma í hinni. Þegar við komum að rannsókn- arbýlinu áttaði ég mig á að þetta var ekki neinn sveitabær eins ég hafði ímyndað mér og kannski misskil- ið vegna skorts á frönskukunnáttu. Þess í stað starði ég á gríðarstórt tæknivætt rannsóknarsetur sem ég held að jafnvel fólkið í Landbúnað- arháskólanum á Hvanneyri myndi öfunda. Gróðurhús, rannsókna- stofur, mötuneyti, sjúkrahús, fisk- eldisstöð, skrifstofur, vélsmiðja og svo miklu meira var þarna innan um akra og ávaxtatré. Þessu öllu var komið af stað af alþjóðlegu samtökunum en þarna vann heima- fólk úr þorpunum í kring að því að rækta og þróa plöntur fyrir þessar sérstöku aðstæður sem eru hérna í jaðri Sahara eyðimerkurinnar. Við gengum um svæðið með ba- issa og með stolti sagði hann okkur frá vísindalegu rannsóknunum og afrekunum í ræktuninni á svæðinu. „Við breyttum þessum trjám til að hægt sé að uppskera tvisvar á ári í staðinn fyrir bara einu sinni og fólk er þegar farið að rækta þau hér og í nágrannalöndunum,“ sagði hann og benti okkur á röð af trjám, „ég sá að það var alltaf smá vatn sem fór til spillis við vökvun og stakk því upp á að rækta melónur inn á milli trjánna. Því miður var ein ormateg- und alltaf að grafa sig upp úr sand- inum og inn í þær en ég leysti það með því að endurnýta plast og búa til upphækkaða fleti fyrir melón- urnar.“ Vatninu til að vökva plönt- urnar er fyrst pumpað með sólar- orku úr djúpum brunnum og svo kemur ríkt af næringarefnum á akr- ana sem affall úr fiskeldistjörnum. Þegar hann sýndi okkur þær spurði ég út í stóra apparatið fyrir ofan tjörnina. „Já þetta, það er auðvitað fullt af skordýrum hérna á ökrun- um sem valda okkur vandræðum og það er getur verið kostnaðarsamt að fóðra fiska, þessvegna datt mér í hug að búa til þessi risastóru ljós og svo trektir sem laða að sér skordýr- in sem síðan falla ofan í tjörnina, frítt próteinríkt fiskafóður!“ Þetta er bara brot af því sem snillingurinn baissa sagði okkur frá og það er svo margt sem ég vil segja ykkur, það má þó bíða til næsta pistils. En ég held að þið skiljið kannski betur núna af hverju ég dá- ist að honum og af hverju ég held að það sé fólk eins og hann sem geri framtíð þessa lands bjarta. Ég bendi á síðuna þeirra icrisat. org fyrir ykkur sem viljið fræðast meira um starfið. Geir Konráð Theódórsson. Höf. er Borgnesingur á framandi slóðum í Níger. „Ekkert gleður eins og söngurinn“ Halldór Hólm stendur fyrir samsöng í Félagsbæ öll miðvikudagskvöld Halldór Hólm Kristjánsson tón- listarmaður. Ljósm. úr einkasafni. Björt framtíð leynist í Sahara eyðimörkinni

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.