Skessuhorn


Skessuhorn - 30.10.2019, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 30.10.2019, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓbER 201922 Einn af viðburðum Northern Wave International Film Festival, alþjóð- legu kvikmyndahátíðarinnar sem fram fór í Frystiklefanum um síð- ustu helgi, var fiskiréttasamkeppn- in. Á þessum viðburði gátu bæði heimamenn og gestir keppt um verðlaun fyrir besta fiskréttinn. Reynt er að útvega þátttakendum þann fisk sem þeir þurftu í rétt- ina sem og annað hráefni. Rétt- inn útbúa þeir svo heima og full- elda og eru bæði heitir og kaldir réttir gjaldgengir. bjóða keppendur þeim sem mæta á viðburðinn upp á að smakka og eru gestirnir um leið dómarar og velja vinningshafana. Vegleg verðlaun voru í boði og fékk hver keppandi flösku af íslenska gininu Himbrima að gjöf. Fimm aðilar tóku þátt með rétti sem voru hver öðrum betri. Veitt voru verðlaun fyrir fyrstu tvö sætin. Það var Kolbrún Ósk Pálsdóttir frá Hellissandi sem varð í fyrsta sæti. Fékk hún sérhannaðan verðlauna- grip frá Lavalandi í Grundarfirði og gjafabréf fyrir næsturgistingu fyrir tvo á Hótel búðum ásamt þriggja rétta kvöldverði og óvænta gjöf að auki. Í öðru sæti var björgvin Lárusson úr Grundarfirði og fékk hann gjafabréf að upphæð þrjátíu þúsund krónur á Fiskmarkaðinn eða Grillmarkaðinn í Reykjavík. Kvöldinu var þó langt frá því lok- ið í Frystiklefanum þetta kvöld, en að fiskiréttakeppninni lokinni tóku við tónleikar. Á þeim komu fram þungarokkshljómsveitin Óværa og AAIIEENN. þa Landsmót Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar, ÆSKÞ, var hald- ið í Snæfellsbæ um síðustu helgi. Heppnaðist mótið vel enda mik- il og góð dagskrá alla helgina. Á mótið mættu um 240 manns, bæði unglingar og leiðtogar þeirra, frá hinum ýmsu æskulýðsfélögum á landinu. Fjölgaði því heldur betur í Ólafsvík þessa helgi. Ungmenn- in gistu í húsnæði grunnskólans og konur í Kvenfélagi Ólafsvíkur sáu um matinn. Mótið var sett á föstudagskvöld- inu í félagsheimilinu Klifi af frú Ag- nesi M. Sigurðardóttur, biskupi Ís- lands. Fyrr um daginn höfðu krakk- arnir tekið forskot á sæluna og farið í ratleik um Ólafsvík. Að setningu lokinni var farið í sundlaugarpartý í sundlaug Snæfellsbæjar áður en farið var að hvíla sig. Krakkarnir vöknuðu svo snemma á laugardeg- inum og fengu sér morgunmat áður en þeir fóru í fræðslu sem fram fór í Klifi. Eftir hádegi var svo hópastarf þar sem krakkarnir gátu valið úr hinum ýmsu hópum sem voru hver öðrum skemmtilegri. Seinni part- inn var svo hæfileikakeppni þar sem fulltrúar æskulýðsfélaganna sýndu hæfileika sína og voru atriðin hvert öðru betra. Að þessu sinni var það æskulýðsfélagið í Snæfellsbæ sem vann keppnina. Að loknum kvöld- verði tók svo við kvöldvaka sem endaði með balli þar sem hljóm- sveitin Melophobia og DJ Víðir og Dýrið sáu um fjörið. Lauk mótinu svo á helgistund í Ólafsvíkurkirkju þar sem séra Kristján björnsson vígslubiskup í Skálholti prédikaði og félagar úr Melophobia sáu um tónlistina. Það voru því þreyttir en glaðir unglingar sem héldu af stað heim á leið eftir vel heppnað mót þar sem þeir voru sjálfum sér og öðrum til mikils sóma. Næsta landsmót verður á Sauðárkróki á næsta ári. þa Kvimyndahátíðin Northern Wave International Film Festival fór fram um síðustu helgi. Var þetta í tólfta sinn sem Dögg Mósesdótt- ir stendur fyrir hátíðinni, sem nú var í þriðja sinn í Frystiklefanum í Rifi. Á hátíðinni var fjölbreytt úr- val alþjóðlegra stuttmynda, hreyfi- mynda og videóverka ásamt ís- lenskum tónlistarmyndbönd- um. Hátíðin hófst með setningu á föstudagskvöldinu ásamt því að fjórar skemmtilegar og mjög ólíkar stuttmyndir voru sýndar. Margir fleiri viðburðir en sýning- ar á myndum voru á hátíðinni og má þar nefna vinnustofur, fyrir- lestra, tónleika, fiskréttakeppni og fleira. Heiðursgestur á hátíðinni að þessu sinni var einn af fremstu kvikmyndatökumönnum lands- ins; bergsteinn björgúlfsson. Tók hann meðal annars upp myndir eins og Hross í oss, Kona fer í stríð og Ófærð og var hann með meist- araspjall sem stýrt var af Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur leikkonu en þau voru bæði hluti af dómnefnd hátíðarinnar. Northen Wave IFF hátíðin hef- ur alltaf lagt áherslu á jafnrétti og kynjahlutföll og ekki var nein breyt- ing á því að þessu sinni. Má þar nefna að síðustu þrjú ár hafa kon- ur verið í meirihluta í dómnefnd á hátíðinni auk þess að vera heið- ursgestir og hafa einnig á hátíðinni verið haldnar pallborðsumræður um stöðu kvenna í kvikmyndagerð. Hátíð sem þessi er frábær viðbót við menningar og skemmtanalíf bæjar eins og Snæfellsbæjar og var dagskrá frá morgni til kvölds. Há- tíðin endaði svo á því að veitt voru verðlaun hátíðarinnar og verð- launamyndirnar og myndböndin svo sýnd. Mynd hátíðarinnar var valin Móðurást eftir Ara Allansson, besta alþjóðlega stuttmyndin var Provence eftir Kato De boeck og besta íslenska tónlistarmyndband- ið var Come Closer eftir borg- ar Magnason í leikstjórn Hrundar Atladóttur. þa Dögg Mósesdóttir ávarpar hér gesti á hátíðinni. Móðurást var valin besta mynd Northern Wave Keppt um besta fiskrétt- inn á Northern Wave Óværa spilaði í lok dagskrár. Verðlaunahafar í fiskréttakeppninni. Landsmót Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar var í Snæfellsbæ

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.