Skessuhorn - 30.10.2019, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓbER 20194
Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 3.280 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.840. Rafræn áskrift kostar 2.570 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.370 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Langsóttur
erfingjavandi
Í nýjasta tölublaði bændablaðsins er býsna áhugvert, en um leið hrein-
skiptið, viðtal við bónda norður á Tjörnesi. Sá hefur áhyggjur af fram-
tíð byggðar á sínu svæði sökum þess að hefðbundinn búskapur er að leggj-
ast af. Raunar kveður viðmælandi blaðsins nokkuð fast að orði og talar um
að ástæðan sé erfingjavandi í sveitum. Þá á hann við að unga fólkið tekur
ekki við búskap þegar fyrrum eigendur bújarðanna, oftast foreldrar þeirra,
ýmist falla frá eða flytja burt. Jarðirnar komast þá í eigu næstu kynslóð-
ar sem ætlar sér ekki að taka við búskap - hefur í raun ekki möguleika til
að skapa sér tekjur í líkindum við þau kjör sem þeim bjóðast í þéttbýlinu.
Mér finnst í besta falli hæpið að kalla þetta erfingjavanda. Þarna er skautað
yfir hina raunverulegu ástæðu, þá að bændur hafa í kjölfar breyttra neyslu-
venja almennings og ýmissa annarra þátta setið eftir í kjörum. Greinin hef-
ur ekki náð að aðlagast breyttum aðstæðum. Því hefur á liðnum árum fækk-
að í hópi bænda. Sífellt erfiðara er fyrir þá sem eftir eru að berjast á móti
straumnum. Því fylgja til dæmis félagslegar hömlur. Ekki er lengur hægt að
halda uppi starfsemi ungmennafélagsins, kvenfélagskonurnar þurfa alltaf
að standa vaktina og börn eru ekki lengur í öllum árgöngum í grunnskól-
anum. Sjálf bústörfin, svo sem smalamennskur að hausti og sauðburður að
vori, verða erfiðari. Að endingu verður eitthvað undan að láta. En þetta er
vandamál í núinu, mál atvinnugreinarinnar, en í guðanna bænum ekki kalla
það erfingjavanda!
Vissulega hafa ýmsir möguleika á að afla tekna utan bús eða jafnvel á jörð
sinni, bæta í raun einhverju við hin daglegu störf – og vona að með tíð og
tíma rætist úr svo búið geti eitt og sér staðið undir rekstri heimilisins. Vel
má vera að sú tíð komi, en í það minnsta gerist það ekki á þessu verðlagsári!
búskapur í þeirri mynd sem við þekkjum hann stendur ekki lengur undir
þeim lífskjörum sem kröfur eru gerðar um. Því er engin önnur leið fyrir
bændur, hvort sem þeir búa á Tjörnesi eða annarsstaðar á landinu, en að
sækja fram á nýjum sviðum. Margir hafa nefnt afurðavinnslu og færa auk-
inn hluta virðiskeðjunnar heim á búin. Það hefur jafnvel verið gert í mjólk-
urframleiðslu og á sama hátt hafa nokkrir sauðfjárbændur hafið heima-
vinnslu á kjöti við viðurkenndar aðstæður. Unnið úr þessu gæðahráefni og
selt án milliliða verðmætari vöru en afurðastöðin er tilbúin til að greiða
þeim fyrir heilan skrokk. Það eru því víða möguleikar hafi menn þekkingu
og bolmagn til að stíga út fyrir rammann. besta vonin til að geta haldið
áfram búsetu og búskap á jörðum er nefnilega að afla sér þekkingar og í
framhaldi þess verkefna sem hægt er að sinna til að auka tekjurnar. Flestir
sækja nú þegar tekjur út fyrir hinn hefðbundna búskap. Fjölmargir hafa t.d.
tekjur af ferðaþjónustu og nú eru víða í hinu dreifðu byggðum að skapast
tækifæri samhliða bættum samgöngum og ljósleiðaravæðingu, svo ég tali
nú ekki um þegar þrífösun rafmagns kemst betur á skrið.
Engum dylst að bestu gæslumenn landsins eru bændur. Þeir hafa hags-
muna að gæta af góðri og hófstilltri nýtingu lands. búseta sem allra víðast
í sveitum er því nauðsynlegur þáttur til dæmis ef áfram á að byggja upp
ferðaþjónustu. Öryggisþátturinn, þjónusta af ýmsu tagi, landvarsla, leið-
sögn. Allt verkefni sem íbúar í dreifbýli þurfa að sinna til að þessi nýja
atvinnugrein þroskist og dafni. Af þeim sökum er það í mínum huga ein-
göngu útfærsluatriði hvernig stjórnvöld gera þessu fólki kleift að sinna
áfram hlutverki landvarða. Hvort sem það er í gegnum beina styrki til kjöt-
framleiðslu eða með öðrum hætti, er einvörðungu útfærsluatriði. En það
er núverandi stjórnvalda að leysa þau mál í samráði við þá kynslóð sem nú
byggir landið, ekki erfingja hennar.
Magznús Magnússon
Síðastliðinn föstudagsmorgun kom
upp eldur í kísilmálmverksmiðju
Elkem Ísland á Grundartanga.
Slökkvilið Akraness og Hvalfjarð-
arsveitar var kallað út klukkan 6:45
um morguninn. Eldurinn log-
aði þá á fjórðu hæð í verksmiðju-
húsinu í skauti við einn af þrem-
ur ofnum verksmiðjunnar. Enginn
starfsmaður var nærri þegar eldur-
inn kom upp og slasaðist enginn.
Að sögn Þráins Ólafssonar slökkvi-
liðsstjóra náði eldurinn að festa sig
í pöllum og var talsverður þegar
slökkvilið kom á staðinn. Það tók
slökkviliðsmenn tæpan hálftíma að
koma búnaði upp stiga og á staðinn
en slökkvistarf gekk mjög greið-
lega eftir það, að sögn Þráins. Ný-
lega endurnýjaður Volvo dælubíll
slökkviliðsins var þarna í sínu fyrsta
útkalli en hann hefur nú verið bú-
inn One Seven froðubúnaði og
kom þar sér vel, að sögn Þráins. Til
að ná upp í þessa hæð í verksmiðju-
húsinu þurftu slökkviliðsmenn að
fara upp stiga innanhúss en auk
þess var til öryggis kallað eftir að-
stoð Slökkviliðs borgarbyggðar
sem sendi körfubíl á vettvang.
Eins og staðan er nú hjá Slökkvi-
liði Akraness og Hvalfjðarsveitar
er sveitin án körfubíls og því illa í
stakk búin til að takast á við eld í
mikilli hæð. „Körfubíl vantar okk-
ur tilfinnanlega eftir að okkar gamli
Scania bíll var dæmdur ónothæfur í
vor. En sem betur fer er gott sam-
starf við Slökkvilið borgarbyggð-
ar sem sendi okkur körfubíl. bíll-
inn getur komið körfunni upp í
32 metra hæð sem er álíka hæð og
eldurinn var laus á. Við þurftum þó
ekki að nota hann þegar til kom,
náðum að slökkva eldinn með því
að komast að honum innan frá í
byggingunni,“ sagði Þráinn.
mm
Karl og kona hafa verið ákærð fyr-
ir að ráðast á barnsmóður mannsins.
Málið gegn þeim var þingfest í Hér-
aðsdómi Vesturlands í síðustu viku.
Er þeim gefið að sök að hafa ráðist
á barnsmóðurina og sparkað í höf-
uð hennar þar sem hún lá á jörðinni.
Þrjú börn hennar og árásarmannsins,
sem og sambýlismaður hennar, urðu
vitni að árásinni sem átti sér stað ut-
andyra á ótilgreindum stað á Vestur-
landi í desember í fyrra. Vísir grein-
ir frá.
Konan er ákærð fyrir sérstaklega
hættulega líkamsárás og ólögmæta
nauðung en karlinn fyrir brot í nánu
sambandi. bæði eru ákærð fyrir brot
gegn börnum, með því að hafa veist
að barnsmóður mannsins með of-
beldi og nauðung, tekið af henni
spjaldtölvu og kýlt hana ítrekað í höf-
uðið og líkamann. Þá er þeim gefið
að sök að hafa sparkað í barnsmóður
mannsins og stappað ítrekað á henni,
sem og að hafa sparkað að minnsta
kosti einu sinni í höfuð hennar.
Með árásinni segir í ákæru að lífi,
heilsu og velferð barnsmóðurinn-
ar hafi verið ógnað með alvarlegum
hætti. Atlagan hafi verið sérstaklega
sársaukafull, meiðandi, vanvirðandi,
ógnandi og ruddaleg gagnvart þrem-
ur börnum konunnar sem urðu vitni
að atvikinu ásamt sambýlismanni
hennar.
barnsmóðirin hlaut kúlu á hnakka,
mar á upphandleggi, hrufl á vinstri
framhandlegg og bæði hné, klórför á
hægri framhandlegg, rispur víða um
líkamann, þreifieymsli í hálshrygg og
fann fyrir verkjum í brjóstkassa við
djúpa öndun.
brot fólksins varða allt að sextán
ára fangelsisvist. Sömuleiðis er gerð
krafa um eina milljón króna í miska-
bætur til barnsmóðurinnar vegna
árásarinnar.
bæði karlinn og konan neituðu
sök þegar málið var þingfest í hér-
aðsdómi í síðustu viku. kgk
Rauða kross deildir borgarfjarð-
ar og Stykkishólms hafa sameinast
í nýja deild, Vesturlandsdeild. Hún
var stofnuð formlega 22. október
síðastliðinn. „Með þessu er lagður
grunnur að öflugri deild sem leiða
munu krafta sína saman til góðra
verka, en í stefnu RKÍ er lögð
áhersla á að fækka deildum á lands-
vísu,“ segir Guðrún Vala Elísdótt-
ir sem á stofnfundinum var kosin
fyrsti formaður Vesturlandsdeildar
RKÍ. Hún var áður formaður borg-
arfjarðadeildar RKÍ. Á stofnfund-
inum voru jafnframt samþykktar
verklagsreglur fyrir deildina.
mm
Guðrún Vala Elísdóttir nýkjörinn formaður Vesturlandsdeildar, Sveinn Kristinsson
formaður RKÍ og Símon B. Hjaltalín fyrrum formaður Stykkishólmsdeildar RKÍ.
Ljósm. aðsend.
Stofnfundur Vesturlandsdeildar RKÍ
Körfubíll frá Slökkviliði Borgarbyggðar var sendur á vettvang á föstudagsmorguninn. Ljósm. sþe.
Eldur kom upp í verksmiðju Elkem
Réðust á konu fyrir framan
börnin hennar