Skessuhorn


Skessuhorn - 30.10.2019, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 30.10.2019, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓbER 2019 25 Gleðifundur  Húsið opnar: 20:00  Borðhald hefst: 20:45  Matur: lambalæri og meðlæti  Heimabrugguð skemmtiatriði  Happdrætti  Bjartmar á Norður-Reykjum Gleðifundur Ball Laugardaginn 16. nóvember í Logalandi Hljómsveitin leika fyrir dansi Ballið Hleypt verður inn á ballið eftir kl. 23:00 Aldurstakmark 16 ára Miðapantanir Miðapantanir á Gleðifund eru hjá Bjarnfríði í Ásgarði í síma: 8657550 eða bjaddam@gmail.com. Síðasti dagur til að panta er miðvikudagskvöldið 13. nóvember. Ekki þarf að panta miða á ballið. Miðaverð Gleðifundur og ball: 6000 kr Ball: 3000 kr Gleðifundarnefnd Ungmennafélags Reykdæla Eftir að hafa starfað við trygging- ar í rúm tuttugu ár og aðstoðað íbúa borgarbyggðar og nærsveita með sín tryggingamál, hefur Sólrún Fjóla Káradóttir skipt um starfsvettvang. Hún tók algjöra U-beygju í þeim efn- um og sér nú um að næra nemend- ur og starfsfólk Menntaskóla borgar- fjarðar með hollum og góðum mat en þar starfar hún í mötuneytinu. blaða- maður Skessuhorns kíkti í heimsókn í eldhúsið hennar Sólrúnar í mennta- skólanum í borgarnesi í liðinni viku og ræddi við hana um breytinguna og þau jákvæðu áhrif sem hún hefur haft. Hrædd við óvissuna Sólrún hóf störf hjá Menntaskóla borgarfjarðar í byrjun janúar á þessu ári og er því núna langt komin með sína aðra önn og leynir sér ekki ánægj- an hjá henni á nýja vinnustaðnum. „Ég er stöðugt að segja við sjálfa mig hvað þetta var góð ákvörðun hjá mér, mér finnst þetta alveg æðislegt,“ segir Sólrún brosandi við blaðamann. „Ég starfaði hjá VÍS áður en ég kom hing- að og það kom upp sú staða hjá fyrir- tækinu að það var ákveðið að loka níu skrifstofum á landinu og þar á með- al skrifstofunni hér í borgarnesi,“ út- skýrir Sólrún. Tíu dögum frá tilkynningu Vá- tryggingafélags Íslands um lokun útibúa á landsbyggðinni, þar á með- al skrifstofunnar hennar Sólrúnar í borgarnesi, byrjaði hún að keyra til Reykjavíkur þar sem hún fékk áfram- haldandi vinnu hjá tryggingafélaginu. „Ég áttaði mig fljótt á því að þessi akstur á milli væri ekki fyrir mig. Ég var að leggja af stað um klukkan sjö á hverjum morgni og komin heim um hálf sex á kvöldin. Þessi breyt- ing lengdi vinnudaginn minn um tvo klukkutíma. Eftir um sex vikur af þessu ákvað ég að hætta hjá VÍS,“ útskýrir Sólrún og spyr blaðamaður í kjölfarið hvort að það hafi verið auð- veld ákvörðun? „Í rauninni já. Þessi ákvörðun var mjög skýr fyrir mér og lá í loftinu en þetta var hins vegar mjög stór ákvörðun og stórt skref að taka. Ég var svolítið hrædd við breyt- inguna og óvissuna sem fylgdi því að sleppa takinu á því sem ég þekkti orðið mjög vel, var góð í og fannst skemmtileg vinna,“ segir Sólrún um fyrri vinnu sína hjá VÍS en sjálf hafði hún unnið einnig fyrir Trygginga- miðstöðina, og svo aðeins við trygg- ingar hjá Sparisjóði Mýrasýslu á sín- um tíma. „Ég hætti þarna eftir 20 ár á þessum starfsvettvangi og hugsaði að þetta myndi reddast, sem það svo gerði,“ bætir hún glöð við. Fór úr sparifötunum í strigaskóna Sólrún var ekki farin að velta fyrir sér við hvað hún vildi starfa við eftir að hafa hætt hjá VÍS en vissi að hún vildi finna sér eitthvað í borgarnesi þar sem hún býr ásamt fjölskyldu sinni. „Ég hætti þarna án þess að hafa eitt- hvað fast í hendi, en eins og ég segi, þá vissi ég að þetta myndi blessast allt saman einhvern veginn.“ segir Sólrún sem var með góðan stuðning frá fjöl- skyldunni sinni allan tímann. Starf- ið hjá Menntaskóla borgarfjarðar var auglýst mánuði eftir að Sólrún hætti sinni fyrri vinnu og mætti segja að það hafi einhvern veginn legið í loft- inu hjá Skagfirðingnum sem stökk á tækifærið þegar það bauðst og sótti um starfið. „Ég stökk af stað um leið og ég sá starfið auglýst og var í raun mjög kröfuhörð að fá það, sem bless- unarlega gekk eftir,“ útskýrir Sólrún og brosir. „Ég fór nefnilega í Hót- el- og matvælaskólann í Kópavogi og lærði mötuneytismatreiðslu á sín- um tíma svo ég er með rétta menntun fyrir þetta starf. Ég þurfti bara aðeins að dusta rykið af svuntunni,“ bætir hún við og hlær og sagðist strax hafa farið að fletta upp í gömlum bókum og rifja upp þekkinguna sem var þeg- ar til staðar. „Mér finnst æðislegt að hafa breytt um starf og ég finn fyrir því ennþá meira í dag hvað þetta var góð ákvörðun hjá mér. Ég spyr mig oft af hverju ég var ekki löngu búin að þessu, að fara úr sparifötunum, í strigaskóna, setja á mig svuntuna og vera á hreyfingu. Ég er búin að sitja á rassinum í 20 ár sem er svo svaka- lega óheilbrigt, svo er maður hissa að maður sé stöðugt með vöðvabólgu. Þetta er ekki flókið dæmi. Nú er ég farin að finna fyrir vöðvum sem ég var búin að gleyma að ég væri með og það er yndislegt tilfinning alveg hreint,“ segir Sólrún hæstánægð með hlutskipti sitt. Nemendurnir nýju viðskiptavinirnir Nú lítur Sólrún á nemendur mennta- skólans sem sína viðskiptavini og segir það ávallt sitt markmið að útbúa góð- an og næringarríkan mat fyrir þessa nýju viðskiptavini sína. „Ég er mjög meðvituð um að maturinn sem ég geri sé að færa nemendum og starfs- fólki skólans orku fyrir daginn. Ég er ekki mikill rjóma- og smjörkökkur ef svo má segja. Hérna fá þau hafragraut og lýsi á morgnanna og svo góðan og næringarríkan hádegismat,“ útskýr- ir Sólrún sem hefur fengið góð við- brögð frá nemendum og starfsfólki frá því hún hóf störf. „Það er kúnst að hafa fjölbreytni í máltíðunum þar sem maður er með hádegismat á hverj- um virkum degi stóran hluta af árinu. Aðal atriðið er að hlusta á hvað nem- endurnir vilja og finnst gott. Vissulega get ég ekki haft kjúkling í hverri mál- tíð eins og margir myndu óska eftir, en ég er alltaf opin fyrir nýjum hug- myndum. Svo lengi sem þau fá stað- góðan mat sem þeim finnst gott að borða, þá er ég glöð,“ bætir hún við. Auk þess að vera á meiri hreyfingu í nýja starfinu er Sólrún himinlifandi með að vera komin með samstarfs- fólk eftir að hafa starfað tvo áratugi nokkurn veginn ein fyrir utan nokk- ur ár hjá sparisjóðnum sem hún lýs- ir sem dásamlegum tíma. „Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem ég er með vinnufélaga, sem er æðisleg til- breyting. Ég var meira og minna ein í vinnunni en núna allt í einu er ég búin að fara í vinnuferðir, fara á jóla- hlaðborð og svona. Það er æðislegt að vera hluti af hópi,“ segir Sólrún glöð að endingu. glh Dustaði rykið af svuntunni eftir 20 ár í tryggingum Sólrún Fjóla Káradóttir skipti um starfsvettvang og er himinlifandi yfir breytingunum Sólrún Fjóla er glöð með nýju vinnuna hjá Menntaskóla Borgarfjarðar. Það leynir sér ekki ánægjan í vinnunni hjá Sólrúnu. Hér má sjá Marinó Þór, nemanda MB og leikmann Skallagríms í körfubolta, fá sér hádegismat hjá Sólrúnu. Sólrún að störfum en hún er afar þakklát fyrir hreyfinguna sem fylgir nýju vinnunni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.