Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - ágú. 2019, Blaðsíða 21

Læknablaðið - ágú. 2019, Blaðsíða 21
LÆKNAblaðið 2019/105 329 Y F I R L I T S G R E I N skaðinn er skeður, hafa heilbrigðisyfirvöld í fjöldamörgum lönd- um tekið þá ákvörðun að banna notkun asbests þegar líklegt þykir að það valdi auknu asbestryki í andrúmslofti. Notkun í bremsu- borðum í bílum var hins vegar leyfð til skamms tíma en þar er um að ræða mjög lítið magn. Frá 1. janúar 2005 var slíkt einnig bannað. Reykingar eru mikilvægur áhættuþáttur. Reykingamenn án asbestútsetningar höfðu 11-falda áhættu á lungnakrabbameini en reykingar og asbestútsetning juku áhættuna 59-falt.20 Gildir þetta væntanlega einnig um samspil annarra krabbameinsvalda og asbests þó slíku sé ekki eins vel lýst. Notkun asbests á Íslandi Byggingar Mikið magn af asbesti var notað í ýmsar byggingar á Keflavíkur- flugvelli eins og stór flugskýli sem byggð voru fyrir bandaríska herinn. Þá var asbest einnig notað í útihús hjá bændum eins og fjárhús og fjós. Skip Vegna eiginleika asbests sem eldvarnarefni, hitaeinangrun og hljóðeinangrun var það mikið notað í íslenskum skipum sem smíðuð voru allt frá 1945 og fram til 1980. Það var sérstaklega mik- ið notað í vélarrúmum skipa og því voru margir íslenskir vélstjór- ar útsettir fyrir asbesti. Hitaveitulagnir Margar hitaveitur á Íslandi voru stofnaðar eða efldar mikið á ár- unum milli 1970 og 1980. Asbest var mikið notað til einangrunar á hitaveitulögnum. Búið er að skipta út mörgum af þessum lögn- um nú. Þeir sem unnu við uppsetningu þessara hitaveitukerfa og viðhald þeirra urðu fyrir umtalsverðri asbestútsetningu. Staðan í dag Í dag er öll vinna við asbest bönnuð nema vegna viðhaldsverkefna þar sem verið er að fjarlægja asbest. Umfang þessarar vinnu er mikið en allir sem koma að slíkri vinnu þurfa að sækja námskeið um hvernig þetta er gert með öruggum hætti. Flestir þeirra sem sótt hafa slík námskeið hafa gert það í tengslum við tiltekin verk. Í dag hafa fleiri en 900 einstaklingar sótt slík námskeið, sem veit- ir rétt til að fjarlægja asbesteiningar, en gera má ráð fyrir að um sé að ræða yfir 200 verk á síðastliðnum 20 árum. Þessi verkefni hafa verið alls staðar á landinu, í öllum tegundum bygginga og mannvirkja, opinberum sem einkaheimilum sem flest hver hafa verið reist á árunum eftir stríð fram til 1980. Fjöldi verka er ekki að minnka en á árinu 2018 hafa verið veitt 35 leyfi til slíks niðurrifs og gera verður ráð fyrir að fjöldi þessara verkefna muni aukast þegar kemur að stórviðhaldi mannvirkja eftirstríðsáranna fram til 1980. Grundvallaratriði við þessa vinnu er að tryggja réttan hlífðarbún- að og notkun á réttum öndunargrímum við verkið. Verkefni vegna lauss asbests eru fá og hafa flest tengst veru Bandaríkjahers hér á landi. Vinna vegna slíks krefst mjög sér- hæfðrar þjálfunar vegna mikillar hættu á rykmengun. Asbesti ber að farga á viðurkenndum förgunarstöðum. Asbesttengdir sjúkdómar Asbestveiki/Asbestosis Um er að ræða dreifða lungnatrefjun með hægri framþróun sem stafar af innöndun á asbestþráðum.21 Hún er yfirleitt staðsett í neðri blöðum lungnanna og rétt undir fleiðrunni eins og sést á mynd 2. Í vefjasýnum frá lungum sjást asbestþræðir í tengslum við svæði með bandvefsmyndun í millivef. Vefjamynstrið sam- ræmist mynstri venjulegrar millivefslungnabólgu en ekki sjást mörg trefjafrumuknippi og það sést bandvefsmyndun í fleiðru.22 Einkenni koma oftast fram 20-30 árum eftir asbestútsetningu. Ein- kennin grundvallast á því að örvefsmyndunin eyðileggur teygj- anleika lungnanna. Algengust er vaxandi mæði við áreynslu og brakhljóð geta heyrst við lungnahlustun.23 Við lungnarannsóknir kemur fram herpa með skertum rúmmálum og skerðing á loft- dreifiprófi fyrir kolmónoxíði.21,24 Háskerputölvusneiðmynd af lungum sýnir línulegar þéttingar af mismunandi lengd sem liggja rétt undir fleiðru og eru samsíða fleiðrunni.24 Einnig sést í neðri- og afturhlutum lungna bandvefsmyndun með trefjun.25 Það geta verið grófir strengir í lungnavef sem eru 2-5 cm að lengd og tengj- ast fleiðrunni. Í langt gengnum sjúkdómi sést býkúpumynstur.26 Fleiðruskellur geta sést og eru mikilvægar til að greina frá öðrum gerðum millivefslungnasjúkdóma. Þegar fleiðruvökvi fer saman við millivefslungnasjúkdóm er ástæða til að gruna asbestútsetn- ingu.27 Þrátt fyrir að við greiningu á asbestveiki þá liggi fyrir röntgengreinanlegar breytingar þarf að hafa í huga að starfrænar breytingar geta verið komnar fyrr.28 Hjá sumum leiðir sjúkdómurinn til öndunarbilunar. Engin sér- hæfð meðferðarúrræði eru til en almenn stuðningsmeðferð eins Mynd 2. Tölvusneiðmynd af asbestbreytingum í brjóstkassa. Það sjást kalkaðar fleiðruskellur, fleiðruvökvi og bandvefsbreytingar í lunga.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.