Læknablaðið - Aug 2019, Page 36
344 LÆKNAblaðið 2019/105
Alls 88 útskrifast úr læknisfræði á þessu vori, 46
úr læknadeild Háskóla Íslands en 42 úr erlend-
um skólum. Stærsti hópurinn erlendis frá nam í
Slóvakíu, eða 22. Ellefu útskrifast í Ungverjalandi,
fimm í Danmörku og einn frá Noregi, Svíþjóð,
Eistlandi og Bandaríkjunum.
„Þetta hefur einkennt íslenska læknastétt í
langan tíma. Fólk hefur sótt menntun sína erlend-
is,” sagði Reynir Arngrímsson, formaður Lækna-
félags Íslands við læknana sem komu
í húsakynni félagsins til að undirrita
læknaeiðinn. Í fyrsta skipti væru yfir
1.700 læknar á Íslandi.
Reynir benti á að nú stækkaði
sá hópur óðum sem sækti grunn-
menntunina ytra. „Þess vegna höfum
við það besta úr læknaþjónustunni og
þekkingu úr heiminum bæði austan-
og vestanhafs hér á Íslandi,“ sagði
Reynir við þessa hátíðarstund.
Alma Möller landlæknir hvatti
ungu læknana til þess að efla lýð-
heilsu landsmanna. Fyrirbyggja þyrfti
sjúkdóma vegna lengri ævi lands-
manna. Þau þyrftu einnig að hlúa að eigin heilsu
og líðan. „Mikilvægt meðal á kulnun og streitu,
bæði fyrir skjólstæðinga ykkar og ykkur sjálf, er
svefn.“
Vel á sjötta tug mætti og ritaði undir
læknaeiðinn á þessum sólríka eftirmiðdegi í júní
í ár. Læknablaðið óskar læknunum sem nú stíga
sín fyrstu skref eftir útskrift innilega til hamingju
með áfangann.
■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Anna María Toma, HÍ, og kærasti hennar Daði Halldórsson, Eydís Ósk Jónasdóttir, HÍ, og kærasti
hennar Atli Valur Jóhannsson.
Frá vinstri: Hildur Inga Einarsdóttir og Una Egilsdóttir (th.) sem báðar út-
skrifast frá Danmörku. Hér ásamt kærustum sínum.
Frá vinstri: Sigmar Atli Guðmundsson úr HÍ , Jón Bjarnason, HÍ, og kærasta hans
Adéla Stehlíková, Gunnar Bollason, HÍ, og Daníel Björn Yngvason, HÍ.
Runólfur Pálsson læknir hélt utan
um undirritun læknaeiðsins.
Unnsteinn Júlíusson læknir á
Húsavík fór yfir kosti þess að starfa
úti á landi.
Alma Möller landlæknir flutti hvatn-
ingu til læknanna.
Ragnheiður Úlfarsdóttir, Slóvakíu, ritar undir læknaeiðinn. Bjarni Rúnar Jóhannsson, HÍ, ritar undir læknaeiðinn.
Aldrei fleiri útskrifast sem læknar