Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - aug. 2019, Síða 47

Læknablaðið - aug. 2019, Síða 47
LÆKNAblaðið 2019/105 355 F R Á E M B Æ T T I L A N D L Æ K N I S 3 0 . P I S T I L L Ávísanir flogaveiki- lyfja á Íslandi Árið 2015 fóru Íslendingar fram úr Finn- um í sölu flogaveikilyfja og eru þar með komnir í efsta sætið á Norðurlöndum varð- andi sölu þessara lyfja, sjá mynd 1. Sala flogaveikilyfja hefur aukist jafnt og þétt á öllum Norðurlöndunum frá árinu 2004 samkvæmt tölum frá Nomesco. Ávísanir gabapentíns og pregabalíns hafa aukist mikið á Íslandi frá árinu 2007, sjá mynd 2. Ávísanir pragabalíns náðu hámarki 2010 en eftir það dró úr þeim við breytingu á greiðsluþátttöku Sjúkra- trygginga Íslands. Flogaveikilyf eru iðulega tekin reglu- lega árum saman. Árið 2018 fengu rúmlega 15 þúsund Íslendingar ávísað flogaveiki- lyfjum. eða um 4% landsmanna. Auk ábendinga við flogaveiki er lyfjunum ávísað við taugaverkjum, kvíða, geðhvarfa- sýki o.fl. Gabapentín er mun meira notað en önnur flogaveikilyf. Árið 2018 var gabapentíni ávísað handa 8.500 einstak- lingum og hefur fjöldinn tvöfaldast frá ár- inu 2011. Árið 2018 fengu 13 einstaklingar lyfinu ávísað frá 8 eða fleiri læknum. Til samanburðar fengu rúmlega 14 þúsund einstaklingar ávísað háþrýstingslyfinu amlódipíni árið 2018 en enginn frá 8 eða fleiri læknum. Árið 2018 greindist gabapentín í einhverju magni í sýnum 13 látinna einstaklinga af þeim 55 sem voru til skoðunar hjá lyfjateymi embættis landlæknis. Tvö dauðsföll voru á Íslandi af völdum flogaveikilyfja árið 2018, eitt vegna gabapentíns og eitt vegna pregabalíns og zopiclons. Gabapentín hefur verið álitið mjög öruggt lyf (sjá t.d. Sérlyfjaskrá). Töluvert er ritað um misnotkun prega- balíns, en gabapentín er einnig misnotað þótt það gefi ekki eins mikla vímu og pregabalín (www.who.int/medicines/ access/controlled-substances/Pregabalin_ FINAL.pdf?ua=1). Þessi lyf eru fyrst og fremst misnotuð af einstaklingum sem eru að misnota önnur lyf og ættu læknar að vera meðvitaðir um þessa áhættu. Heimildir nowbase.org Lyfjagagnagrunnur Embættis landlæknis. Lyfjateymi Embættis landlæknis: Ólafur B. Einarsson sérfræðingur, Andrés Magnússon fíknigeðlæknir

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.