Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - feb. 2019, Side 13

Læknablaðið - feb. 2019, Side 13
LÆKNAblaðið 2019/105 65 upplýsinga um fjölda tilfella af Lyme-sjúkdómi sem greind eru hérlendis og skoða nánar faraldsfræði sjúkdómsins. Sérstaklega var reynt að svara því hvort Lyme-sjúkdómur sé orðinn landlægur á Íslandi með því að finna tilfelli sem gætu átt uppruna sinn hér. Efni og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra sjúklinga á Íslandi sem áttu mælingu á mótefnum í sermi gegn Borrelia burgdorferi sl. eða fengu ICD-10 greininguna Lyme-sjúkdómur (A69.2) sam- kvæmt sjúkraskrárkerfi Landspítalans (Saga) á tímabilinu frá 1. janúar 2011 til 31. desember 2015. Fenginn var listi yfir sjúklinga sem áttu mælingu á mótefnum í sermi gegn B. burgdorferi sl. á ofangreindu tímabili úr rafrænum gagnagrunni sýkla- og veirufræðideildar Landspítala (GLIMS) en þangað eru send sýni frá öllum heilbrigðisstofnunum á landinu. Sýnin eru svo send áfram til rannsóknarstofu í Þýskalandi (MVZ Labor Volkmann, Karlsruhe) þar sem mótefnamælingarnar fara fram. Þar er notað hefðbundið tveggja þrepa greiningarpróf þar sem fyrst er framkvæmt skimpróf (Enzyme-linked immu- nosorbent assay, ELISA) fyrir IgM- og IgG-mótefnum gegn B. burgdorferi sl. og svo staðfestingarpróf (Western blot) á jákvæðum niðurstöðum.29 Staðfestingarprófinu er svo svarað sem jákvæðu, óræðu (vægt jákvætt, á mörkunum) eða neikvæðu. Með niðurstöð- unni kemur einnig túlkun lækna rannsóknarstofunnar á því hvort það mynstur banda sem kom fram á staðfestingarprófinu bendi til virkrar Borrelia-sýkingar eða ekki. Sjúkraskrárkerfi Landspítala (Saga og Heilsugátt), auk gagna- grunns sýkla- og veirufræðideildar, var notað til að afla frekari upplýsinga um rannsóknarþýðið. Upplýsingum um aldur, kyn, ástæðu sýnatöku, dagsetningu og niðurstöðu mælingar á mótefn- um gegn B. burgdorferi sl. auk upplýsinga um sýklalyfjameðferð var safnað fyrir alla einstaklinga. Til að finna tilfelli Lyme-sjúk- dóms voru einstaklingar sem áttu jákvæða eða óræða mótefna- mælingu fyrir B. burgdorferi sl. teknir til frekari skoðunar og um þá safnað ítarlegum klínískum upplýsingum, svo sem aðdraganda mótefnamælingar, ítarlegra lýsinga á einkennum, sögu um ferða- lög og mítilbit eins og hægt var. Þessum upplýsingum var einnig safnað um þá einstaklinga sem áttu neikvæða mótefnamælingu gegn B. burgdorferi sl. ef ástæða sýnatöku gaf til kynna að Lyme- sjúkdómur hefði verið greindur á klínískum forsendum. Til að reyna að finna fleiri tilfelli af Lyme-sjúkdómi var einnig leitað í sjúkraskrárkerfi Landspítala (Saga, Origo) að einstak- lingum sem höfðu fengið greininguna Lyme-sjúkdómur á rann- sóknartímabilinu (ICD-10, A69.2). Ítarlegum upplýsingum um þá einstaklinga var safnað á sambærilegan hátt og lýst er að ofan. Tilfelli af Lyme-sjúkdómi voru skilgreind út frá tilfellalýsing- um sem Stanek og félagar settu fram 2010.14 Staðfest tilfelli af Lyme-sjúkdómi: • Einstaklingar með erythema migrans og sögu um útsetningu fyrir Lyme-sjúkdómi (ferðalög til áhættusvæða og/eða stað- fest mítilbit). Mat meðhöndlandi læknis þurfti að hafa verið að um væri að ræða erythema migrans og ekki fannst síðar önn- ur líklegri skýring á einkennum viðkomandi. Ekki er krafist staðfestingar með mótefnamælingu gegn B. burdorferi sl. en finnist IgM-mótefni styður það greininguna. • Einstaklingar með einkenni frá taugakerfi og sögu um út- setningu fyrir Lyme-sjúkdómi (ferðalög til áhættusvæða og/ eða staðfest mítilbit). Krafist er staðfestingar með hækkun á hvítum blóðkornum og mótefnum gegn B. burgdorferi sl. í mænuvökva. Einkenni þurfa einnig að samrýmast þekktri birtingarmynd sjúkdómsins og ekki hafa fundist önnur lík- legri skýring á einkennum viðkomandi. • Einstaklingar með aðrar birtingarmyndir sjúkdómsins og sögu um útsetningu fyrir Lyme-sjúkdómi (ferðalög til áhættusvæða og/eða staðfest mítilbit). Einkenni þurfa einnig að samræmast þekktri birtingarmynd sjúkdómsins og ekki hafa fundist önnur líklegri skýring á einkennum viðkom- andi. Krafist er staðfestingar með mótefnamælingu gegn B. burgdorferi sl. Safnað var þegar skráðum upplýsingum um ferðalög og mítil- bit á 12 mánaða tímabilinu áður en einkenni gerðu vart við sig. Þó var tekið tillit til þess hve langur tími leið frá útsetningu að byrjun einkenna við ákvörðun á staðfestum tilfellum. Snemmkomin ein- kenni eins og erythema migrans og taugaeinkenni koma að jafnaði fram innan 4-6 vikna frá útsetningu en síðkomin einkenni geta hins vegar komið fram mánuðum og jafnvel árum eftir útsetningu. Tilfelli voru skilgreind sem innlend ef fram kom í sjúkrasögu að viðkomandi hefði ekki ferðast erlendis á því tímabili sem lík- legt var að smit hefði átt sér stað miðað við lýsingu einkenna. Ef viðkomandi hafði hins vegar sögu um ferðalög á líklegu tímabili smits var tilfellið talið vera af erlendum uppruna. Forritið Microsoft Excel (Microsoft) var notað við skráningu og geymslu gagna en forritið Stata (StataCorp) var notað við tölfræði- úrvinnslu. Tölfræði var að mestu lýsandi en þegar marktæki var reiknað var notast við Fishers exact próf og miðað við p<0,05. Rannsóknin var framkvæmd með leyfi siðanefndar Landspítala (leyfisnúmer 38/2011), Persónuverndar (tilvísun 2011080858AMK) og framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala. Rannsóknin hlaut styrk úr Vísindasjóði Landspítala. Niðurstöður Á tímabilinu frá 1. janúar 2011 til 31. desember 2015 voru 552 blóð- sýni frá 501 einstaklingi send til mælingar á mótefnum gegn B. burgdorferi sl. 45 einstaklingar áttu fleiri en eitt sýni á rannsóknar- tímabilinu. Skimpróf (ELISA) reyndist jákvætt á 238 sýnum (41,3%) og staðfestingarpróf var túlkað af rannsóknarstofu sem jákvætt á 33 þessara sýna (13,9%), órætt á 116 (48,7%) sýnum og neikvætt á 89 (37,4%) sýnum. Frá 72 einstaklingum (14,4%) var einnig sent mænuvökvasýni í mælingu á mótefnum gegn B. burgdorferi sl. Þau reyndust öll neikvæð nema eitt sýni sem var jákvætt fyrir IgM- og IgG-mótefnum og var frá 13 ára gamalli stúlku með stað- festan Lyme-sjúkdóm í taugakerfi. Kjarnsýrumögnun (PCR) fyrir B. burgdorferi sl. var framkvæmd á einu mænuvökvasýni en var neikvæð. R A N N S Ó K N

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.