Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - febr 2019, Qupperneq 34

Læknablaðið - febr 2019, Qupperneq 34
86 LÆKNAblaðið 2019/105 „Sláandi tölur,“ segir landlæknir um þá niðurstöðu að 7% kvenna hafi á haust- mánuðum síðustu orðið fyrir kynbundu ofbeldi eða kynferðislegu áreiti. „Þetta finnst mér með ólíkindum miðað við alla umræðuna sem er í gangi. Þetta er eitt- hvað sem þarf að skoða strax,“ segir Alma Möller landlæknir. Tölurnar eru í nýrri skýrslu sem Ólafur Þór Ævarsson vann fyrir Læknafélag Íslands. Hún var kynnt á Læknadögum í Hörpu. Þar sést að 29% hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað einhvern tímann á ævinni; 47% kvenna en 13% karla. Læknablaðið greip landlækni glóðvolga strax eftir kynninguna, þar sem hún sá tölurnar í fyrsta sinn. Alma nefndi að það sem hafi gripið athygli hennar væri hve stór hluti af þessari mikilvægu stétt finni fyrir einkennum eins og skertri einbeitingu eða minni, eða 48%. 47% hafi fundið fyrir pirringi og viðkvæmni. 25% hafi fundið fyrir depurð samfleytt í tvær vikur og 21% kvíði vinnunni. 44% eigi í erfiðleikum með svefn. „Bregðast þarf við þessu,“ sagði hún. „Þetta hefur svo víðtæk áhrif. Fyrst og fremst á einstaklinginn, í öðru lagi á vinnustaðinn. Svo getur þetta líka komið niður á gæðum meðferðar og öryggi sjúklinga ef svona er komið,“ segir landlæknir. Úttaugaðir, óttaslegnir læknar? Samkvæmt könnuninni telja einungis 46% læknanna sig hafa fengið nægileg tækifæri til að hvílast. 41% þeirra óttast að gera mistök í starfi og 53% þeirra hafi fundið fyrir líkamlegu þrekleysi eða að þeir yrðu fljótari að þreytast. 13% lækna hafa mjög oft hugleitt á síðustu 12 mánuðum að hætta störfum, 24% stundum. Samkvæmt niðurstöðunni telja tveir þriðju lækna álag of mikið. „Auðvitað vit- um við að ekki er nógu vel mannað víða í heilbrigðiskerfinu og það þarf að bregðast við því, en það þarf líka að skoða aðra þætti sem lúta að vinnustaðnum sjálfum,“ segir Alma. Alma sagði jákvætt að menn séu al- mennt ánægðir með næsta yfirmann. Rannsóknir hafi sýnt að samskipti við næsta yfirmann er oft mikill streituvaldur. Alma nefndi mikilvægi þess að einbeita sér að gleði í vinnunni. „Þarna er ábyrgð stjórnenda mikil en ég held að allir þurfi að taka höndum saman og hjálpast að,“ segir Alma en benti einnig á að kulnun og streita væri ekki aðeins vandi lækna heldur víða í samfélaginu. Setja sjálfa sig í fyrsta sæti „Læknar þurfa að huga að eigin heilsu til þess að geta hugað að öðrum,“ benti Alma Möller að lokum á leggur enn áherslu á gleðina með því að vitna til boðskapar forkólfa IHI (Institute for Healthcare Im- provement) í Bandaríkjunum um mikil- vægi gleði í vinnunni. „Við sinnum okkur störfum með því að nota gagnreynd vísindi, en líka með því að gefa af okkur. Við þurfum að miðla von. Við þurfum að geisla af öryggi og trausti,“ segir hún. Ekki sé hægt að gefa það sem maður eigi ekki sjálfur. „Við þurfum því að hugsa fyrst um okkur,” segir landlæknir. Alls bárust svör frá 728 læknum, eða ríflega helmingi allra lækna á Íslandi. Landlæknir vill að kynferðis- áreitið verði skoðað strax Landlæknir segir að strax þurfi að bregðast við því að 7% kvenlækna telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á haustmánuðum. Sláandi tölur, segir landlæknir um niður- stöður könnunar Læknafélagsins á líðan og starfsumhverfi lækna. Alma Möller segir að bregðast þurfi strax við vegna kynferðis- legs ofbeldis og áreitni. Tölur í nýrri skýrslu Læknafélagsins á líðan og starfsumhverfi lækna séu sláandi. Mynd/Védís. ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Ýmsar áhugaverðar tölur úr skýrslu Læknafélagsins • 19% telja að einhver starfsfélagi hafi orðið fyrir kynferðislegu áreiti á vinnustað síðustu þrjá mánuði • 65% hafa fundið fyrir streitueinkennum síðustu 6 mánuði eða lengur; 71% kvenna fann fyrir þessu og 60% karla • 58% hefur fundist að þeir geti ekki uppfyllt kröfur eða ráðið við tímaþröng í starfi • 13% hafa hugleitt mjög oft að hætta störfum síðustu 12 mánuði, 12% oft, 24% stundum, 24% sjaldan en 27% aldrei • 7% telja sig hafa orðið fyrir einelti síðustu þrjá mánuði ÍSLENSKI LÆKNIRINN – KÖNNUN Á LÍÐAN OG STARFSUMHVERFI

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.