Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - feb. 2019, Síða 36

Læknablaðið - feb. 2019, Síða 36
88 LÆKNAblaðið 2019/105 LÆKNADAGAR 2019 Ein af eftirminnilegum spurningum úr Glímunni, - þar voru nýir stjórnendur við völd í þetta sinn: Sigríður Sveinsdóttir, Gunnar Tómasson og Halla Fróðadóttir. Hrafnkell Stefánsson sérnámslæknir vann eina lotu í Glímunni, þar sem áhorfendur í sal gátu svarað 10 spurningum í smá- forriti, og allir tóku þátt. Við setningu Læknadaga, þeir eru einsog Litlu jólin fyrir lækna. Ármann Jakobsson prófessor í íslenskum bókmenntum, Ólöf Garðarsdóttir sagn- fræðingur, Torfi Tulinius miðaldafræðingur, Ingibjörg Eyþórsdóttir íslenskufræðing- ur og Óttar Guðmundsson geðlæknir ræddu streituröskun Sturlunga og samtalsmeðferð við hirð Noregskonunga. Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar stóð fyrir þessu málþingi og sannaði að það er líka næst nútím- anum. Í pallborðsumræðum og spurningum úr sal komu bæði klaustur og stjórnmál við sögu og niðurstaðan var sú að mannlegt eðli hefði ekki breyst vitund frá Sturlungaöld og fram á þennan dag. Matthías Örn Halldórsson, læknanemi á sjötta ári, rakti þau lögmál sem læknanemar hafa sett sér til að forðast kulnun. Haraldur Erlendsson, Allan D. Peterkin geðlæknir í Toronto, Stein Nilsen heimilislæknir í Noregi, Gerður Aagot Árnadóttir, Matthías Örn Halldórsson og Ólafur Þór Ævarsson - ræddu heilsu lækna. Fyrsta kulnunar- boðorð: lesa góðar bækur og fá leiðsögn um listasöfn, - hætta að hugsa bara um sjálfan sig. Annað boðorð: vera úti í náttúrunni, fara á fjöll. Þriðja boðorð: tala saman. Þyngsta áhersla Læknadaganna var heilsa og kulnun sem hlustendur ríkisútvarpsins völdu orð ársins 2018, spurning hvaða orð hefði orðið fyrir valinu frostaveturinn mikla fyrir 100 árum? Myndir/Védís.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.