Hugur og hönd - 01.06.1975, Blaðsíða 5
hvoru megin. Baðstofan var ætíð veglegasta húsið og
oftast skift í þrennt. Fjós og fjárhús voru byggð í grennd
við bæinn og svo kom girðing í kring um túnið. I þessum
heimi undu börnin glöð við sitt, þau notuðu hverja stund
sem gafst til að stunda búskapinn sinn. Nú komu leik-
föngin í góðar þarfir, hrútshorn voru hrútar, önnur kinda-
horn voru sauðir, ær og lömb, fór það eftir stærð hornanna
hvernig þau voru flokkuð. Kjálkar voru kýr, völur kind-
ur og kjúkur hundar. A bænum þar sem ég sleit barns-
skónum var stór hóll, gamall öskuhargur grasi gróinn,
rétt vestan við bæinn. Þessi hóll var sannkallaður unaðs-
reitur okkar barnanna. Þangað var búsmalinn rekinn
snemma á vorin og þar dvaldi hann til hausts að smalað
var og réttað á haustin. Leggir voru í mjög miklu uppá-
haldi hjá börnum, þeir voru reiðskjótar okkar, framfóta-
leggir voru reiðhestar og dekrað var við þá. Afturfóta-
leggir voru áburðarhestar. Heyjað var á hólnum og bundn-
ir baggar, sem áburðarjálkarnir báru heim í tóft í langri
lest. Allt varð að vera eins og hjá fullorðna fólkinu. — Oft
fengu börnin að dýfa leggjum í lit ef litað var band eða
plögg að vetrinum. Til tilbreytingar var stundum vafið
með ýmsu móti bandi um leggina, urðu þeir þá skjóttir
eða höttóttir. Það var svo gaman að hafa fjölbreytni í
hrossahópnum og nefna hrossin fallegum nöfnum eins og
hrossin í sveitinni. Litlir lambsleggir voru folöld og trippi.
Völur voru hafðar fyrir kindur, var þeim líka oft difið
í lit. Völur voru mikið notaðar til að vefja á dýrmætu
fínu bandi. Og þá hafði valan þá náttúru að geta sagt
fyrir um ýmsa hluti, hún var eins konar spákona, svo
það var ekki að undra þótt völunni væri sómi sýndur.
Þegar leitað var til spákonunnar, var hún sett á höfuð
þeim, er hún spáði fyrir. Var nú spurt og hafður yfir
formáli, sem hljóðaði á þessa leið:
Segðu mér nú spákona mín það sem ég s'pyr þig að.
Ég skal með gullinu gleðja þig,
silfrinu seðja þig,
silkinu vefja þig,
gefa þér kongsson og allt hans ríki,
ef þií segir mér satt.
„En í eldinum brenna þig,
og í ko'ppnum kœfa þig,
ef þú lýgur að mér.“
Að lokinni ,.romsunni“ var lotið höfði og valan féll nið-
ur. Ef oddarnir sneru upp sagði valan já, en nei, ef hún
sneri öfugt. Félli hún á hliðina, þýddi það: „Veit ekki“.
Oft var leitað svara hjá spákonunni og hent gaman að.
Börn sem voru svo lánsöm að eiga skeljar höfðu kú-
skeljar fyrir kýr, smærri skeljar voru kálfar. Kussarnir
voru kindur og smákussar lömb. Krákuskeljar voru uxar
og geldneyti. Stórir hörpudiskar voru hafðir sem naut,
væru hrúðurkarlar á þeim voru þeir hreinustu verðlauna-
gripir og mjög eftirsóttir. Kuðunga notuðu börnin sem
hunda og smákuðunga sem hvolpa og ketti, ekki mátti
vanta kött á bæinn. Ef hagur maður var á heimilinu, skar
hann fugla úr ýsubeini, voru þeir mjög vinsælir og þótti
mikið til þeirra koma, ekki síst, ef þeir voru með unga
á bakinu. Svntu þeir á lygnri bæjartjörninni. — Falleg
glerbrot voru mjög eftirsóknarverð. Voru þau notuð til alls
konar búsýslu og skrauts í búri og eldhúsi. Þá þótti feng-
ur í að eignast pottbrot eða lítinn bauk til að elda í á
hlóðunum.
Oft eignuðust börn litla kassa eða stokka undir gullin
sín, voru þeir nefndir gullastokkar eða völuskrín:
„Mamma geymir gullin þín
gamla leggi og völuskrín“,
söng Halla við litlu stúlkuna sína. Þegar vetur gekk í
garð var búið um hornin úti í tóftarbroti, eða öðrum
góðum stað, en gullastokkurinn fylgdi börnunum í bæinn.
I honum voru öll srnærri leikföng, leggir, völur, kjúkur
o. s. frv. Ekki þýddi að hafa fyrirferðarmikil gull á bað-
stofugólfinu. Gullastokkarnir voru ýmist með renniloki
eða loki á hjörum. Við þessi einföldu leikföng undu íslensk
börn sér í aldaraðir. Þau gættu gullanna vel og þótti vænt
um þau. Eftir að bylting varð hér á landi í öllum atvinnu-
háttum, breyttust leikir barnanna. Nú undu þau ekki
lengur við búskapinn og heimafengin gull. Verslanir fyllt-
ust af bílum, flugvélum og alls konar morðtólum, byss-
urn spjótum, skriðdrekum o. fl. Nú eiga börnin ekki leng-
ur lítinn gullastokk, sem þeim þykir vænt um. Ennþá
lifir þó hjá gömlu fólki minningin um gamla völuskrínið,
sem geymdi fallega reiðhesta, spákonur, fugla og fleiri
dýrmæt gull. Efast ég um að nútímabörn unni rneira
gullum sínum, þó þau séu keypt í búð og kosti offjár.
Hidda Stefánsdóttir.
Fuglar skornir úr ýsubeini.