Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1975, Blaðsíða 12

Hugur og hönd - 01.06.1975, Blaðsíða 12
Horf in tiandbrögð Neyðin kennir naktri konu að spinna, segir gamalt mál- tæki. Við fátt á þetta máltæki betur, en forfeður okkar. Þeir hafa barist harðri baráttu fyrir tilveru sinni í ellefu hundruð ár, í okkar elskulega landi, gróandi þjóðlífs og menningar, minnugir hinnar óblíðu veðráttu elds og ísa. Að bera virðingu fyrir sinni samtíð og nýta hlutina til hins ýtrasta var sjálfsögð skylda. Til þess að sjá gott dæmi um þetta, þá nægir okkur að fara um fjörutíu ár aftur í tímann. Kaffibollinn, sem myndin er af, hefur brotnað. Hann hefur verið saumaður saman af miklum hagleik, og var svo notaður í nokkur ár. Hér er ekki um neitt einsdæmi að ræða. Viðgerð á leirtaui mun hafa tíðk- ast all víða á landinu. Að sauma leirtau var nokkuð vandasamt verk. Fengust ekki við það nema laghentir menn og konur. Verkið var unnið í höndum. Verkfæri sem notuð voru, var alur, nál og þráður. Alurinn var heimasmíðaður, hertur í eldi og brýndur þannig að hann virkaði sem bor, er honum var núið við leirinn. Nálin var sívöl, einnig innlend srníði. Þráðurinn, spunn- inn úr kembum, var einnig heimatilbúinn. Nálin var venjulega þrædd á þann hátt, að þráðurinn var dreginn tvöfaldur í nálina og afmörkuð ákveðin lengd, sem þótti þægilegt að sauma með og þverhnútur settur á endann. Þessi aðferð við að þræða nálina, gerði það að verkum, að þráðurinn varð fjórfaldur í saumnum, eftir að tekið hafði verið eitt spor. Nálinni var sjaldan brugðið nema tvisvar. Var það gert til þess að saumurinn skærist síður í götunum. Hvert spor var sjálfstæður saumur. Stundum var leirtau er búið var að sauma, soðið í mjólk. Var það gert til þess að fá sauminn þéttan. Bollinn, sem hér er sýndur, er saumaður af hagleiks- manninum, Sveini Jónssyni, fyrrum bónda á Sellátranesi við Patreksfjörð. Sveinn smíðaði einnig alin, sem myndin er af. Egill Olafsson. 12 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.