Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1975, Blaðsíða 27

Hugur og hönd - 01.06.1975, Blaðsíða 27
Pr/ónuð peysa Lopapeysa sem sýnir hvernig nota má höfðaletur til gagns og prýði, en í bak og fyrir er prjónað ANNA. Peysan er mórauð, sauðsvört og hvít, prjónuð af Önnu Þórarins- dóttur. Hekluð peysa og háfa Peysan hekluð úr ísl. kambgarni eftir sniði. Var heklað ýmist stuðlar, hálfstuðlar eða fastahekl og nálinni brugðið ýmist undir bæði eða aftara bandið og oftast byrjað frá sömu hlið. Notaðir voru margir samstæðir rauðir litir. Húfan er í sama dúr. Á sniðörk er fylgir blaðinu er ungbarnatreyja hekluð á sama hátt í gulum litum eftir sniði II a á sömu síðu. Sigrún Guðmundsdóttir hannaði peysurnar. HUGUR OG HOND 27

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.