Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1975, Blaðsíða 31

Hugur og hönd - 01.06.1975, Blaðsíða 31
Sigurhnútur: Tveir vinna saman, hnýtir annar hnút- inn í þremur atrennum, aðstoðarmaður heldur þétt í bandendann á móti. Vinstri hönd er lögð flöt ofan á bandið, það dregið upp um þumalfingursgreip og þvert yfir handarbakið að handjaðri, þar sem það er lagt hægra megin við endann, sem í er haldið. Dregið í lykkju með því að slá lausa endanum undir þann fasta, til vinstri og síðan inn og frarn með handarjaðrinum. Lausa endanum slegið til baka utan um bandið, til vinstri, ofan frá. Þetta er endurtekið tvisvar að öðru en því, að í þriðja skiptið er látið ógert að slá lausa endanum til baka utan um þann, sem haldið er í. Lausa endanum er síðan brugðið upp urn lófann, undir vafningana þrjá. Nú er tekið í bandendana, sitt frá hvorri hlið, og raknar hnúturinn þá sjálfkrafa hafi verið staðið rétt að verki. Verkið allt við að ríða á skiptist í þrjá áfanga eða þætti, og koma þar eigi færri en tvö sokkabönd við sögu. I fyrsta áfanga gerðist það, að sigurlykkja var brugðin yfir mölum skepnunnar og síðan lögð ofan á þær. Þar lá hún meðan sigurhnútur var hnýttur og rakinn þrisvar undir kvið skepnunnar. I öðrum áfanga var skipt um. gengið frá sigurlykkjunni undir kviðnum, rneðan sigurhnútur var hnýttur og rakinn þrisvar yfir mölum. Konurnar, sem að þessu unnu, stóðu eða bogruðu sitt við hvora hlið skepnunnar. I þriðja áfanga var gerð nokkurskonar gjörð um skepn- una af sigurlykkju og sigurhnút með því að hnýta enda bandanna saman, utan á nárum. Lá þá sigurlykkja ofan á mölunum, en sigurhnúturinn hékk undir kviðnum. þessi umbúnaður var hafður drykklanga stund. Vert er að gefa því gaum, að sigurhnútur er hnýttur og rakinn þrisvar undir og yfir gripnum, sem lækna skal. I rakuingu hnútsins felst það, að hinn veiki skuli leysast frá því, sem hnjáir honum. Talan 3 er í seinni tið vafa- laust tengd heilagri þrenningu. Orðið sigur, sem tengist þessum bandhnútum, á sér hliðstæður í ýmsum samsett- um orðum svo sem sigurrúnir, sigurkufl og sigurnagli. Ragnhildur Guðbrandsdóttir man eftir viðleitni til að lækna nautgripi um burð, einna helst af þvagstemmu, með því að ríða á. Pálína Stefánsdóttir vann a því með móð- ur sinni að lækna hrút af vatnssótt (þvagstemmu) með sömu athöfn. Rétt er þá að geta þess, að hrútnum batn- aði án annarra ráða. Gerðist þetta skömmu eftir síðustu aldamót. Elín Runólfsdóttir var á æskualdri fengin til þess á aðra bæi að hnýta sigurlykkju og sigurhnút yfir veikum mönnum. Nefndi hún ákveðið dæmi um mann, sem þjáð- ist af þvagstemmu og leitaði þessara bóta. Var það 1889. Jón Arnason gerir ráð fyrir því, að sigurlykkja og sig- urhnútur greiði fyrir fæðingu hjá mönnum og dýrum. Eggert Ólafsson lýsir, hvernig sigurlykkja var notuð við lækningu á undirflogi, og er það eftirtektarvert, að henni er brugðið í kross yfir malir skepnunnar. Sjálf myndar sigurlykkjan einnig kross með lykkjunum þremur og bandendunum, sem ganga niður frá þeim. Þorkell Bjarna- son og Guðmundur J. Hoffell greina frá þeirri trú, að bandhnútarnir bægi brottu ásókn drauga. Til Jónasar Rafnars o. fl. eru sóttar heimildir um not þeirra til að lækna þvagstemmu. Jónas hefur frétt af þessu eða séð það, er hann var læknir í Síðuhéraði. Tengt fæðingarhjálp er það að losa um fylgju eða hildir með fulltingi hnútanna. Má af öllu þessu ráða nokkuð um ákveðin hlutverk sigur- lykkju og sigurhnúts til lækninga. Eina heimild hef ég um það, að sigurlykkja var jafnan hnýtt á skírnarkjól barna í ákveðinni fjölskyldu (Akra- nes). Viska þessarar aldar mun heimfæra lækningar með sig- urlykkju og sigurhnút til hjátrúar. Réttara væri þó víst að skipa þeim í flokk með huglækningum, en furðu margir íslendingar leita nú ásjár þeirra, er önnur úrræði þrýtur. Enginn efi er á því, að gömlu konurnar riðuðu á í þeirri góðu trú, að máttur fylgdi athöfn, og seilist sú trú í átt til hins mikla spaknrælis, að trú geti flutt fjöll úr stað. Hér hefur slitnað merkur þáttur gamallar þjóðmenn- ingar, þáttur, sem aldrei verður upp tekinn eða saman hnýttur að nýju.

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.