Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1975, Blaðsíða 13

Hugur og hönd - 01.06.1975, Blaðsíða 13
Sortulyngstitab skinn Flest það fólk hér á íslandi, sem komið er yfir 60 ára aldur, hefir að líkindum, sem börn og unglingar, séð eða notað heimagerða sortulyngslita skó með hvítum elti- skinnsbryddingum til að bregða á sig sem spari — og inniskóm á hátíðum og tyllidögum. Sjálf átti ég og not- aði mína síðustu heimalituðu skó árið 1935—1936. Sjálfsagt hefir sortulyngslitun á skinni verið eitthvað misjöfn eftir landshlutum, en þar sem ég býst við að nú séu fáir, sem vita gjörla hvernig þetta verk var unnið, ætla ég að reyna að lýsa þessum vinnubrögðum eins og ég man að móðir mín og flestar eða allar húsmæður í minni sveit gerðu þetta fyrstu áratugi 20. aldarinnar. Skinn af öllum heimaslátruðum kindum voru rökuð ný, með þar til gerðum svokölluðum gæru'hnífum. Var það venjulega karlmannsverk, og vel þurfti að raka ullina af, en hvergi að særa hárhaminn. Næst var blásteini nuddað vel innan í holdrásina, skinnið brotið saman og látið bíða í 1—2 sólarhringa. Sumir munu hafa leyst blástein upp í vatni og lagt skinnin þar í. Þá var það „spýtt“ á vegg eða þil, það er, skinnið var teygt vel og fest á öllum könt- um meðan það þornaði. Næsti áfanginn var sortulyngslitunin. Stærsti pottur- inn á heimilinu, sem venjulega var ullarþvottapottur, um það bil 60 1. mál eða vel það, var troðfylltur af sortulyngi, þar í var líka sett allt brúnspónstálg — en þá var brún- spónn notaður í alla hrífutinda — potturinn fylltur af vatni og lyngið soðið í 5—6 klst. yfir hlóðaeldi. Þá var öllu hellt í stóran trébala eða stamp, og endurtekin ný lyngsuða ef þurfa þótti. Þegar lögurinn var orðinn kaldmy var 2—3 blásteins- lituðum skinnum troðið niður í lynggrautinn, og var þess gætt að hafa jafnan lyng milli skinnanna. Man ég að móðir mín hreyfði skinnin og lyngið alla vega til meðan á litun stóð, sem mig minnir að tæki 2—3 vikur. Þá voru skinnin tekin upp úr, hrist og strokin, teygð og spýtt til þurrkunar, en ný blásteinslituð skinn sett í stampinn aftur. Oft voru skór gerðir úr blásteinslitu skinni, en venju- lega voru þeir þá verptir með þveng en ekki kostað til þeirra bryddingu, enda notaðir til útivinnu. I eltiskinn voru notuð lítil þunn skinn, gjarna föruskinn, þ. e. skinn af lömbum, sem fundust dauð í haga eða lækj- um síðla sumars. Voru skinnin rökuð eða rotuð af þeim ullin í keytu, þvegin vel í læk og lögð í vatn, sem nokkuð af álúni hafði verið leyst upp í. Þess var gætt að hvergi stæði skinn upp úr álúnsvatninu, — hreyft í af og til og látið liggja í leginum 3 daga eða meira. Þá var skinnið dregið upp úr og hengt upp, t. d. yfir 2 spýtur með svo- litlu millibili, og látið þorna, mátti gjarna vera krumpað. Vel þurrt og hart var það hnoðað og teygt milli handa, þar til það var orðið hvítt og mjúkt. Góð þvengjaskinn voru held ég ætíð úr föruskinnum. Var ullin af þeim rotuð í keytu, þau svo þvegin vel, teygð og spýtt til þurrkunar, áður en þvengir voru skomir af þeim. Ingibjörg Tryggvadóttir. HUGUR OG HÖND 13

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.