Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1975, Blaðsíða 9

Hugur og hönd - 01.06.1975, Blaðsíða 9
og jafnvel verkfærin og verkfærin aftur efnið, — og vegna skyldleika þess aftur við landið og staðhætti umhverfis, má nánast segja, að erfitt hafi verið að reisa bæ eða byggja hús, sem illa hafi farið í landinu, verið ljótt eða til lýta fyrir umhverfi sitt langt fram eftir öldum. Þetta er auðvitað sjónarmið, sem vart fer að gæta fyrr en á okkar öld, eða um það leyti, sem fyrrgreindir erfið- leikar eru svo að segja úr sögunni. — Enda þótt baðstofan hafi breytt um hlutverk, hefur hún þó haklið ýmsum sérkennum, sem sennilegast er að megi rekja til upprunalegs eðlis hennar sem „hitahúss“. Baðstofugólfið hefur t. d. oftast legið öðrum gólfum ofar, til að hindra að hiti leitaði þaðan út, og til þess að „akkúmúlera“ eða safna saman heitu lofti, sem kom frá eldhúsi, fjósi o. s. frv. Baðstofan var eins konar „hitaslúsa“, þaðan komst hit- inn ekki út, heldur aðeins inn. Þegar byggt er í brekku, er því eðlilegast að leggja bað- stofuna upp í brekkuna, — eða efst á lítinn hól, sem oft hefur verið valinn sem bæjarstæði, — eins konar sjálf- hreinsandi bæjarstæði. — Sennilegt er því, að baðstofan hafi oft snúið til norðurs eða austurs en sjaldnar til hinna áttanna, hafi bærinn staðið vel, ofan túns, er hallaði til suðurs eða vesturs. Ekki eru þetta þó nein algild rök, og eiga t. d. alls ekki við um suðurland, þar sem baðstofan var oftast eitt af framhúsunum eða á lofti framhúss. Þegar hitagjafinn er með öllu horfinn úr baðstofunni í lok 17. aldar, er farið að leitast við að nýta aðra orkugjafa, sem innanbæjar finnast, eldhúsið og fjósið eins og áður nefnt. A kotbýlum hefur þó sennilega ekki verið öðru til að dreifa löngu áður en hér er komið sögu. Af þessu leiddi m. a. ýmsar gerðir fjósbaðstofa, sem enn eru til á nokkrum stöðurn og aðrar, sem horfnar eru þ. á m. götubaðstofuna. Stundum hefur verið sérgangur beint út úr fjósi, — en oftar hafa þó kýrnar notað bæjar- göngin vor og haust, og jafnvel dæmi þess, að mykja hafi verið borin út göngin og jafnvel gegnum eldhúsið. Að framan var minnst á býlið sem framleiðslutæki — og má segja, að sama hafi gilt um baðstofuna — hér var unnið engu síður en annars staðar í bænum eða utan hans og af engu minna kappi. — Hér fór fram fínni hluti ull- arvinnunnar og annar heimilisiðnaður, sem óþarft er að rekja á þessum blöðum. Etv. verður síðar gerð betur grein fyrir þessu efni og ýtarlegri á þessum stað, — en þessu spjalli er þá lokið að sinni. St. 0. Stefánsson. Ytra-Fjall í Aðaldal

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.