Hugur og hönd - 01.06.1975, Blaðsíða 30
sigurhnút (bls. 176): „ekki hefi ég enn getað fengið að vita,
hvernig sá hnútui' er brugðinn.“
í Veraldarsögu Sveins frá Mælifellsá í Skagafirði (útg.
1921, bls. 277) er sagt frá silfursnúru úr dularheimum:
„Hún var snúin saman úr granngerðum silfurvír, 12-þætt-
um, með sigurlykkjuhnút í miðju, mjög haglega hnýtt-
um . . . Margir hafa reynt hnýta hnút eins gerðan og
þann, sem á snúrunni er, en engum tekist.“ Svo vel vill
til, að snúran er varðveitt með hnútnum og hefur mynd
verið tekin af henni, m. a. vegna þessarar samantektar.
Snúran á samstöðu með þeirri sigurlykkju, sem ég þekki,
í því, að hún er með þremur lykkjum, en „sigurlykkju-
hnútur“ hennar er riðaður eða brugðinn með öðrum
hætti.
í bókinni Skaftfellskar þjóðsögur og sagnir, eftir Guð-
mund Jónsson Hoffell (Ak. 1946, bls. 222), er sagt frá
sigurhnút og sigurlykkju; „Þegar kýr gat ekki fætt, skyldi
hnýta sigurhnút eða sigurlykkju eða jafnvel hvort tveggja
yfir kúnni. Vel reyndist að leggja hvort tveggja ofan á
skepnuna.
Onnur aðferð var þríhnýttur sigurhnútur þrisvar yfir
kúnni, en leggja skyldi sigurlykkjuna við kviðinn.
Einnig verndaði sigurhnúturinn og sigurlykkjan skepn-
ur frá óhreinum öndum. Var hvort tveggja oft notað, þeg-
ar álitið var, að skepna væri undir þess konar áhrifum.“
Guðmundur Guðnason frá Hælavik á Hornströndum
sagði mér frá notum sigurlykkju til að hjálpa sauðfé, sem
ekki gat fætt í heimabyggð hans sem alþekktu, gömlu
ráði.
Móðir mín, Kristín Magnúsdóttir (f. 1887), ólst upp á
Ystaskála undir Eyjafjöllum. Um 10 ára aldur sá hún
Steinunni Jónsdóttur vinnukonu í miðbænum á Skála
leggja sigurlykkju á malir á kú, sem ekki hildgaðist með
eðlilegum hætti. Steinunn hafði aðstoð við verkið, en
ekki man móðir mín nánar að greina frá athöfn.
Allar prentaðar heimildir um sigurlykkju og sigurhnút
eiga það sameiginlegt að skilja við lesandann með öllu
ófróðan um verklag við hnýtingu og eru að öðru nokkuð
þokukenndar. Enn þann dag í dag eru þó konur ofan
moldar, sem kunna á þessu glögg skil. Þrjár konur úr
Vestur-Skaftafellssýslu hafa orðið mér notadrýgstar með
fróðleik á þessu sviði, þær Ragnhildur Guðbrandsdóttir
frá Hraunbóli á Brunasandi (f. 1878), frænka hennar,
Pálína Stefánsdóttir á Dalshöfða í Fljótshverfi (f. 1887)
og Elín Runólfsdóttir frá Ketilsstöðum í Mýrdal (f. 1873),
en hana hitti ég háaldraða í Unnarholti í Hrunamanna-
hreppi.
Ragnhildur kenndi mér að hnýta sigurlykkju og sigur-
hnút, og hét verkið á hennar máli, er notað var til lækn-
inga, að ríða á. Heimildarkonum mínum bar saman um
að við verkið hefðu jafnan verið notuð sokkabönd kvenna.
Hef ég ástæðu til að ætla útfrá öðru hlutverki sokka-
banda í samskiptum kvenna og dýra, að þau hafi átt að
flytja nokkra orku eða magn frá þeim, sem bar, til þess
Silfursnúran á Sauðárkróki
sem var hjálparþurfi. Kynni það þá að vera að nokkru
tengt skreytingu eða áletrunum hinna fornu fótofnu eða
spjaldofnu banda.
Ég hef reynt að gera forsögn að því að hnýta sigur-
lykkju og sigurhnút, nægilega skýra til þess, að læra
megi verkið með fulltingi ljósmynda.
Sigurlykkja: I. Sokkabandið er dregið í sa. 5 sm löngum
lykkjum upp úr greipum vinstri handar og verða úr lykkja
1, 2, 3 og 4, talið frá þumalfingri til litlafingurs. II. Lykkja
2 er dregin gegnum lykkju 1, lykkja 3 er dregin gegnum
lykkju 2, lykkja 4 er dregin gegnum lykkju 3. III. Lykkja
4 er dregin upp úr lykkju 3, til enda bandsins. Endinn er
síðan dreginn undir lykkju 1, upp eftir vísifingri og það-
an áfram gegnum lykkju 3. IV. Sigurlykkjan er fullmynd-
uð. Lykkjurnar 3 eru teknar með gát fram af hendinni
og tekið í bandendana tvo til hagræðingar. Lykkjurnar
mætast í fjórum samföstum, ferhyrndum reitum, er ekki
dragast sjálfkrafa sundur, þótt tekið sé í endana.
30
HUGUB OG HÖND