Hugur og hönd - 01.06.1975, Blaðsíða 44
Karólína Guðmimdsdóttir vefkona
Karólína Guðmundsdóttir vefkona lærði iðn sína í
Kaupmannahöfn á árunum 1920—-1923. Stundaði hún
fyrst nám í skólanum Dansk kunstlivsforening, sem þá
var alþekktur þar í borg fyrir góða kennslu og fjölhæfa
kennara. Þaðan hvarf hún til starfs og náms til vefstofu
frk. Siegumfelt, sem alþekkt var fyrir vandaðan vefnað
sinn og hina kröfuhörðustu viðskiptavini. Var til þess
tekið, hve oft hún skipti um vefara, því fáir bjuggu yfir
þeirri verkhæfni og dugnaði, er þar var krafist. Dæmi má
nefna, að þar óf Karólína á 20 skafta vefstól, er hafði 5080
þræði á 1 m. og talar það sínu máli til þeirra er til
þekkja.
A þessum árum sátu vinnugleðin, námsáhuginn og
starfsþrekið í fyrirrúmi langa vinnudaga, en hvorki
greindar sundur stundir náms né vinnu sem nú vill svo
oft heyrast. Fullyrða má að þessi harði skóli ásamt henn-
ar eigin hæfileikum og viljakrafti hefur orðið Karólínu
það veganesti, er dugði henni vel í vandasömu og erfiðu
brautryðjendastarfi hérlendis.
Árið 1923 kemur Karólína til landsins fullnuma í iðn
sinni. Hélt hún fljótlega sýningu á verkum sínum í húsi
Listvinafélagsins, sem vakti verðskuldaða athygli fyrir
vandaða og fallega muni, og mun jafnvel mega fullyrða,
að hún hafi markað tímamót í íslenskri verkmenningu á
sviði vefnaðar.
Vefstofuna að Ásvallagötu 10A stofnaði hún síðan árið
1938. Var af henni mikill fengur, þar sem hún var sá
eini staður, sem vann handofna muni eftir óskum og eig-
in vali viðskiptavinanna. Sérstök áhersla var lögð á vöru-
vöndun og ekkert sparað til endingar voðanna.
Með tilkomu nýrra stílbrigða í húsbúnaði komust ofin
ullaráklæði og gluggatjöld almennt meira í notkun, enda
fóru þau einkar vel við hinn nýja stíl. Var þá ekki aðeins
leitað til Karólínu af einstaklingum, heldur einnig af ýms-
um opinberum stofnunum. Þannig má enn í dag sjá ofin
áklæði og gluggatjöld hennar frá árunum um 1940 í Há-
skólanum, Búnaðar- og Landsbankanum og fleiri stöðum.
Karólína kom strax auga á kosti ullar til vefnaðar ýmiss
44
HUGTJR OG HÖND