Hugur og hönd - 01.06.1975, Blaðsíða 29
ur, að sé sama sem ajbendishnútur og sankti Péturs hnút-
ur. Hann segir, að í honum séu fjórir krossar, en lýsir hon-
um ekki að öðru leyti. . . . Annars hefir sigurhnútur eða
afbendishnútur verið hafður til annars en leikfangs. J. Ól.
segir, að „fáfróður almúgi setji hann á bak cður limi sjúkra
skepna í því skyni, að þeim batni.“ Neðanmáls segir m. a.:
• jFyrir 12 árum síðan var enn hnýtt sigurlykkja yfir veikri
kú, í Gullbringusýslu, skammt frá Reykjavík.“ Ætti það
að hafa verið um 1890.
Endursögn Ólafs úr Orðabókinni er heldur losaraleg. Að
upphafi greinargerðar segir Jón Grunnvíkingur: „Sigur-
lykkia alias Sigurhnútr“, sem gerir hvortveggja að sama
hnútnum (alias: öðru nafni). Jón hefur dregið hann upp
í handrit sitt, og á hann nokkra samstöðu með þeirri sig-
urlvkkju sem hér verður um fjallað. Jón tengir sigur-
lykkju Péturshnúti, með nokkurri óvissu þó. Skyldleiki
er víst þar á milli, en réttara mun þó, að Péturshnútur sé
sama og bandhnútur Sankti Jóhannesar, sem áður var í
miklum metum á Norðurlöndum og enn prýðir finnskar
myntir, en í honum eru fjórir krossar. Feril þess hnúts
má rekja langt aftur í aldir, til forn-grikkja og annarra
menningarþjóða í fornöld. Á Norðurlöndum var hann al-
gengur í vefnaði og hannyrðum. í Noregi var hann mál-
aður til verndar á stofudyr í inngöngu jóla, og í Svíþjóð
hafður að verndartákni við búsýslu.
Þessi bandhnútur kemur allur til skila í svokölluðum
íslenskum hnúti, sem algengur er í hannyrðum og auð-
vitað ekki fremur íslenskur en flest annað í listum og
menningu fyrri tíma. í gömlum íslenskum tréskurði er
áþekkur hnútur vel þekktur og gengur undir nafninu
sigurlykkja. Snældusnúðar skornir með sigurlykkju eru
fremur algengir hjá árnesingum og rangæingum. Fer
skrautið vel, og er ekki úr vegi að ætla, að snældur með
sigurlykkju hafi verið fallnar til heilla, enda er halasnæld-
an vel þekkt sem töfragripur í gamalli þjóðtrú. Afbrigði
þessarar sigurlykkju er að finna í sumum gömlum bóka-
hnútum.
Heimild uni sigurlykkju og sigurhnút, sem oftast hefur
verið vitnað í, er í Þjóðsögum Jóns Árnasonar (II. bls.
530, útg. 1961) og er á þessa leið: „Ef kona eða skepna
getur ekki komist frá fóstri sínu, þarf ekki annað en hnýta
sigurhnút og sigurlykkju upp yfir henni, það skal gera
þrisvar sinnum. Fæðir þá móðirin fljótt og þjáningar-
lítið.“
I ritgerð séra Þorkels Bjarnasonar, Þjóðhættir um mið-
bik nítjándu aldar, sem fyrst birtist í Tímariti Hins ís-
lenska bókmenntafélags og síðar í bókinni Þjóðlífsmynd-
ir (útg. 1949), er sagt frá sigurlykkju: „Á kvíaból kom ég
14 eða 15 ára gamall á næsta bæ. Þar stóð húsfreyja með
vinnukonu sinni yfir á fyrir utan kvíavegginn, og virtist
mér ærin dauð eða því nær. Hafði hún fengið flog allt
í einu og dottð niður með froðufalli, og var orsökin sú,
að maður, er Þorgeirsboli fylgdi, fór um veginn. Höfðu
þær á milli sín sokkaband og lögðu í lykkju yfir ánni á
Snœldusnúður með sigurlykkju
ýmsa vegu, og er það í eina sinn, sem ég hefi séð svokall-
aða sigurlykkju riðna, en hún á að lækna skepnur þær,
sem draugar slasa, en ekki dugði hún þó í þetta sinn.“
Þessi heimild sýnir, að sigurlykkja var vel kunn í Skaga-
firði um 1850.
Frú Anna Thorlacius í Stykkishólmi skráði merka rit-
gerð um þjóðhætti á Snæfellsnesi, er birtist í Eimreiðinni
1914—16 undir heitinu Æskuminningar. Þar segir: „Ein
trúin var sú, ef eitthvað gekk að skepnum, þá skyldi taka
sokkaband og ríða á sigurhnút yfir bakinu á skepnunni
eða sigurlykkju. Hvorttveggja þetta kann ég enn. en enga
trú hefi ég á því og heldur ekki höfðu foreldrar mínir
það.“
Þessar tvær heimildir nota orðið að riða eða riða á um
verknaðinn, sem fram fer, og kann það að upphafi vera
tengt gildi athafnar.
Um sigurlykkju og sigurhnút getur á fjórum stöðum í
bókinni Islenskir þjóðhættir, eftir séra Jónas Jónasson frá
Hrafnagili, en ekki hafa nema tveir þeirra sjálfstætt
heimildargildi. Önnur heimildin hcfur þetta að segja, og
á við hesta: „Við þvagstemmu var hnýtt „sigurlykkja“ og
„sigurhnútur“. Var lykkjan lögð undir hestinn en hnút-
urinn yfir.“ (Útg. 1945, bls. 153). Neðanmáls er vísað til
heimildarmanns: „Jónas Jónasson (Rafnar), úr Vestur-
Skaftafellssýslu.“
Hin heimildin er á þessa leið: „Engin kerlingarráð hefi
ég heldur fundið, sem höfð voru, þegar illa gekk með burð,
nema að hnýta sigurlykkju eða sigurhnút yfir kúnni.“
Neðanmáls (bls. 156) segir: „Sást gert í Hörgárdal litlu
fyrir eða um 1900.“
I Islenskum þjóðháttum er óglöggur greinarmunur gerð-
ur á sigurlykkju og sigurhnút, enda hefur höfundur séð
til þeirra úr fjarska, svo sem ráða má af orðum hans um
HUGUR OG HÖND
29