Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1975, Blaðsíða 6

Hugur og hönd - 01.06.1975, Blaðsíða 6
Bœ.rinn séður frá n. a. Baðstofan lengst til vinstri. Baðstofan Greinarkorni þessu er ætlað að vera stuttleg lýsing á bað- stofunni íslensku sem byggingarhluta og hvernig og etv. hvers vegna hún hefur þróast sem skjólgjafi gegnum tím- ana. Baðstofan á sér að vísu ekki sjálfstæða þróun að baki, saga hennar er aðeins hluti af sögu bæjarins í heild, — en þróun hans aftur nátengd landgæðum og búskaparhátt- um á hverjum tíma. — Þeir sem þessa bæi byggðu voru fyrst og fremst bænd- ur, í þeim skilningi, að búskapurinn, skepnuhöld og hey- öflun, var lífsundirstaðan, — býlið (jörð og hús) því fyrst og fremst framleiðslutæki til lífsviðurværis. Fæðuöflun mannanna háð fóðuröflun handa dýrunum. — Af þessu leiðir tvennt, í fyrsta lagi, að t.d. fjósið, fjárhúsin og hlaðan eru jafn snar þáttur í byggingarsögu okkar og baðstofan, og í öðru lagi verður skiljanlegt hvers vegna baðstofa, stofa eða skáli, þ. e. íveruherbergin, eru oftast aðeins um 10—20% af heildarflatarmáli allra jarðarhúsanna. Má segja, að þetta hlutfall mannsins af byggðu bóli sé í samræmi við hlutfall byggðar af landinu í heild eða u. þ. b. tíundi hluti. — Annað, sem benda má á í framhaldi af býlinu sem fram- leiðslutæki, — er að nauðsyn beitilands fyrir búpening dreifði byggðinni mjög, gerði samgöngur litlar og oft erfiðar, og ól af sér aðra nauðsyn, eða þörfina fyrir búr, geymslur, smiðjur o. s. frv. Býlið varð að vera sem næst sjálfstæð framleiðsluein- ing, og hefur þurft náttúruhamfarir til þess að breyta þessu búsetuskipulagi og þétta byggðina, sbr. torfurnar i Oræfum. Beitiland, gæði þess og beitarþol, veðurfars- breytingar o. þ. h. hafa meira en annað stjórnað búsetu 6 í landinu, skorið henni stakk, — og þó oft hafi hann verið þröngur, má einnig sjá dæmi þess, að landgæði hafi verið betri áður fyrr, — kotbæir í afdölum og á heiðum uppi bera um það nokkum vott. — Orðið baðstofa er þekkt frá því á tólftu öld, og senni- legast þykir, að þá sé átt við lítið hús, sambyggt öðrum, sem notað sé til baða — þar hafi verið grjótofn og stökkt vatni á hellurnar, eða gufubað eins og það þekkist enn. Ovíst þykir hins vegar, hvort orðið baðstofa færist síðan yfir á annað hús, sem öðru hlutverki gegnir og etv. sjálft myndast utan um það hlutverk eða tekur við því af enn öðru húsi, skála, — eða hvort baðstofan sjálf breyt- ir um hlutverk, þ. e. a. s. baðið hverfur, en eftir verður stofan sem íveruhús. — Etv. er hér aðeins um túlkunar- atriði að ræða og því best að láta því ósvarað, — en hitt má víst teljast, að það er rýrnun landgæða, sem veldur þessari þróun. Ágangur á skóg og kjarrlendi, til beitar, cldiviðar og kolagerðar, hefur þá þegar á miðöld- um verið orðinn svo mikill, að langeldarnir hafa smám saman stytst og orðið að engu og baðofninn utan hlóð- anna verið eina eldstæðið í húsinu. — Rýrnun eða sam- dráttur í landgæðum veldur samdrætti í búsetu eða dreif- ingu byggðar og samdrætti í húsaskipan og híbýlum manna. — Byggingarefnin, torfið, grjótið og timbrið, eru þess eðlis, að ekki hefur þurft langan tíma til þess ýmist að taka upp breytt byggingarform eða, eins og algengara hefur verið, að aðhæfa gamlan bæ smám saman breyttum að- stæðum eða réttara breyttum forsendum. Efniviðurinn og handverkið sjálft var það sama og náið samband þar á milli. Torfið og timbrið mótaði handverkið HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.