Hugur og hönd - 01.06.1975, Blaðsíða 10
Því miður veit ég ekki hve gömul né hve útbreidd
þyrilgerð var á Islandi, en forn hygg ég að hún hljóti að
vera, og vitanlega sprottin af þeirri hvöt mannsins að
vinna úr heimafengnu efni hentug áhöld til hjálpar við
bústörfin.
Klápar, sem notaðir voru við mjaltir, mjólkurgeymslu,
skyrgerð, undir saltket, súrmat og yfirleitt flesta geymslu
voru allir úr tré, s. s. mjólkurfötur, bakkar, trog, kollur,
strokkar, ámur, tunnur o. fl. Þurfti að þvo þetta og hirða
vel. Gat því verið gott, meðan burstar í búð voru senni-
lega ekki til, að gera sinn bursta sjálfur, úr sterku end-
ingargóðu efni. Þessvegna var notað hrosshár, helst tagl-
hár í þyrilinn.
Hrosshárið var spunnið á halasnældu fremur gróft, eða
þá fínt og tvinnað svo. Snúður þurfti að vera góður á
bandinu.
Byrjað var á að gera uppistöðu úr snöggu sterku bandi
eða hörþræði nákvæmlega eins og þegar slyngja átti gömlu
rósaleppana (sem góð mynd og frásögn er af í 1. tbl. af
„Hugur og Hönd“ 1966), nema uppistaðan að þyrilvefn-
um var einlit og helst sem líkust hrosshársbandinu.
Uppistaðan var rakin milli tveggja stuðla eða stólbaka
og þurfti að vera 2 metrar á lengd. „Höföldin“ voru sett
í og þess gætt að skilin rugluðust ekki. Vefja þurfti uppi-
stöðuna upp á kefli eða legg öðru megin frá og festa vel,
bregða svo yfir rúmstuðul eða eitthvert öruggt hald, ég
hef aldrei ofið við fót mér. Síðan er hrosshársbandinu ofið
þannig inn í skilin beint af halasnældunni, að hert er á
snúð bandsins á fremur stuttu bili, og síðan látinn tvinn-
ast í hendi sér rúmlega 5 sm. stúfur af bandinu, honum
stungið gegnum skilið og það dregið að. Þá er næst band-
stúfur tvinnaður eins og stungið í næsta skil frá sömu
hlið og skilið dregið að með fingri.
Þetta er endurtekið áfram, þannig að vefurinn verður
eins og kögur, allir tvinnuðu endarnir standa út úr uppi-
stöðunni öðru megin, en annar jaðarinn er svo sléttur
sem unnt er með svo grófu ívafi. Vefa verður þannig í
alla uppistöðuna. Verður þetta all óþjált kögur og snýr
rösklega upp á sig þegar vefurinn er búinn.
Nú er tekið rúmlega 40 cm. langt prik, eins og sópskaft
eða hrífuskaft, það tálgað laglega ávallt fyrir endana, og
boruð göt með grönnum nafri gegnum prikið u. þ. b. einn
cm. frá enda og 2 önnur með tæplega 3ja cm. bili í beina
línu upp skaftið, en 2 önnur þvert á skaftið milli þeirra.
1 gat er líka sett á efri enda skaftsins fyrir hanka til að
hengja þyrilinn upp.
Þá er hrosshárskögrið vafið um gataenda skaftsins og
saumað og fest vel með sterkum þræði. Byrjað á að
strengja enda vefjarjaðarins yfir neðsta gatið og festa vel
í gegn, síðan er vafið áfram og saurnað saman í kantin-
um — snúningurinn vafinn af svo skilið liggi rétt — þessu
þokað upp skaftið og er fest vel gegnum öll götin á prik-
inu. Síðari endi vefjarins á að koma yfir efsta gatið í
þessu þétta gata munstri skaftsins.
Er þá kominn snotur þyrill og verður það vitanlega æf-
ingin, sem lagar þyrilhausinn best.
Síðan er þyrillinn þveginn úr sápuvatni og síðast skol-
aður i sjóðandi vatni, og ætíð látinn hanga á hlýjum stað,
svo hann þorni sem fyrst eftir notkun.
Þessir þyrlar voru mjög sterkir og entust svo árum
skipti til þvotta á mjólkurílátum.
Ég lærði þyrilgerð ung af roskinni konu á næsta bæ
við mig, Rósu Tómasdóttur á Litluvöllum í Bárðardal.
Vissi ég ekki um aðra, sem kunni þessa handavinnu þá,
en hef seinna heyrt að fleiri konur þar um slóðir hafi
kunnað þetta á þeim árum.
Ingibjörg Tryggvadóttir.
10
HUGUR OG HÖND