Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1975, Blaðsíða 45

Hugur og hönd - 01.06.1975, Blaðsíða 45
HUGUR OG HÖND konar hluta til heimilisgagns og prýði. Á þeim árum, er íslenska ullin þótti tæplega nothæf til fínni handíða, og lít- ið sem ekkert var unnið úr henni í skólum landsins komu þó flestir frá Karólínu með bjargfasta trú á íslenskri ull og ullariðnaði. Ullarjafi var þar ofinn frá 1938 og í efnis- leysi stríðsáranna var oft löng biðröð við vefstofuna. Við handavinnukennslu enn í dag þarf ekki að fara orðum að, hversu ómetanlegt hefur verið að hafa ullarjafann í mörgum litbrigðum, jafnþráða og fallegan. Otaldar eru hendur þeirra nemenda, er saumað hafa sín fyrstu saum- spor í jafann frá Karólínu. Á námsárum sínum ytra lærði Karólína einnig að knippla. Var sú listiðn mikið í tísku og í stíl við fatnað og heimilisskraut þeirra tíma og mjög svo stunduð af konum í frístundum. Knipplingar Karólínu frá þessum árum eru sérlega margbreytilegir og sýna mjög sérstætt handverk. Eftir heimkomuna kenndi hún knippl um ára- bil. Eitt sinn kom hún auga á óvenjulega blúndu í versl- unarglugga í Kaupmannahöfn, hafði hún strax áhuga á að ná upp munstri blúndunnar. Hafði hún það ráð að leggja leið sína hjá glugganum, er hún kom því við. setja sér á minni smá hluta blúndunnar hverju sinni, og að lokum hafði hún náð marki sínu. Að gefast upp eða hopa voru óþekkt hugtök í lífi Karólínu Guðmunds- dóttur. Óneitanlega verður nútíma konan nokkuð undr- andi, þegar Karólína dregur fram blúndur sínar, utan með vasaklútum, milliverk í sængurfatnað og ymislegt skraut, allt með smáum og fínum handknippluðum blúnd- um. Hún kunni flestum betur að nota stundirnar, sem gáfust frá erilssömu starfi sínu á vefstofunni, barnauppeldi og störfum við fjölmennt heimili sjómannskonunnar. Nú hefur Karólína, sökum veikinda lagt niður störf sín á vefstofunni á sínu 78. aldursári, en við henni hefur tekið frænka hennar, Elín Björnsdóttir, er unnið hefur við vefn- að um 30 ár. Með henni starfar einnig mjög hæfur vefari, sem ætíð vann á vefstofunni, Hulda Gunnlaugsdóttir. Reka þær enn vefstofuna á sama grundvelli og áður. H. Á.

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.