Hugur og hönd - 01.06.1975, Blaðsíða 28
{***»»«
Handbragð við sigurlykkju
Þórður Tómasson:
SigurLykkja og SLgurknútur
Ekki er fjarska langt til þess að rekja, að margir hér-
lendir menn kunnu góð skil á því, hvað bjó að baki orð-
unum sigurlykkja og sigurhnútur, en nú mun sú fræði að
mestu í fyrnsku fallin. Hvergi minnist ég þess að hafa séð
til fullrar hlýtar lýsingu á þessum bandhnútum eða hversu
með skyldi fara. Uppruna þeirra er vafalaust að leita aftur
í grárri forneskju. Hér verður reynt að draga saman flest-
ar tiltækar heimildir um þess gömlu töfrabrögð alþýðu-
lækninga.
A verksviði kvenna var að efna til sigurlykkju og sig-
urhnúts. Heimildir gefa til kynna, að notkun þeirra til
lækninga hafi verið þekkt um allt land. Vænta mætti, að
meðferð þeirra hefði fallið undir þau töfrabrögð, sem ráð-
ist var gegn í galdraofsókn 17. aldar. Um það skortir
heimildii', þótt Olafur Davíðsson heimfæri raunar sigur-
lykkju undir signingabann í konungsbréfi gegn galdri eða
kukli frá tíð Kristjáns IV.
I Ferðabók Eggert Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, sem
út kom í Sórey 1772, getur um sigurlykkju sem læknisráð
við þeirri búfjárveiki, sem þar er nefnd „at hlaupa under“
og alþekkt var undir nafninu undirflog: „Þeir sem álíta
þessa veiki yfirnáttúrlega, nota jafn vanhugsuð ráð gegn
henni, sem sé, bera sérkennilegan hnút (eins og krampa-
hnúta), nefndan sigurlykkju, í kross yfir malirnar".1) Hér
er rétt að nema staðar við tilvitnaða krampahnúta. í hinni
miklu dönsku orðabók, sem kennd er við Dahlerup, segir
um krampahnúta; „Snúra, band með hnútum, sem bundið
er um lim, sem haldinn er krampa eða gigt og álitið geta
læknað þjáninguna.“ Vísað er til danska fræðimannsins
ísrael Levin (1810—1883), sem taldi þetta „mjög algengt
út um byggðirnar og hér í Kaupmannahöfn.“ Þetta læknis-
ráð var einnig vel þekkt í Svíþjóð.
Varla mun svo, að Ferðabókin eigi við það, að sigur-
lykkja sé sama og krampahnútur, heldur mun vísað til
þessa til að tengja hana alþekktri danskri hnútalækningu.
Hér væri þá ekki alveg úr vegi að minna á lukkuhnútinn,
sem stundum kom óvart á saumþráð eða band hjá kon-
um, og var því aðeins lukkuhnútur, að hann raknaði sjálf-
krafa, er í var tekið.
Ólafur Davíðsson greinir frá sigurhnút og sigurlykkju
í riti sínu íslenskar skemmtanir (Khöfn, 1888-92, bls. 351)
og vitnar þar í Jón Ólafss. Grunnvíking úr Orðabók hans:
„J. Ól. segir líka, að unglingar skemmti sér með því að
leysa og binda sigurhnúta og sigurlykkjur, sem hann held-
1) Útg. 1772, I. bls. 211-12 — Þýðing mín Þ. T.
28
HUGUR OG HÖND