Hugur og hönd - 01.06.1988, Qupperneq 4
Arnheiður Jónsdóttir
Arnheiður Jónsdóttir, formaður Heimil-
isiðnaðarfélags Islands í 19 ár, lést há-’
öldruð í Hveragerði 15. des. 1987. Hún
fæddist að Hæringsstöðum í Stokkseyr-
arhreppi 10. jan. 1894.
Arnheiður mun snemma hafa sýnt
hæfileika og áhuga fyrir allri handa-
vinnu. Hún sigldi til Kaupmannahafnar
til þess að afla sér menntunar á því sviði,
sat listiðnaðarskóla 1921—22. 12 árum
síðar fór hún á ný til Danmerkur og tók
þá handavinnukennarapróf. Eftir það var
hún í mörg ár handavinnukennari við
Kennaraskóla Islands og námsstjóri í
handavinnu við barna- og gagnfræða-
skóla Reykjavíkur var hún 1954—68.
Auk þess starfaði Arnheiður mikið að fé-
lagsmálum, hafði áhuga á uppeldis-
heilsuræktar- og heimilisiðnaðarmálum
og mörgum fleirum og var jafnan kjörin
í forustulið þeirra félaga sem hún starf-
aði í. Hlaut hún fyrir þau störf sín marg-
háttaða virðingu og þökk sem dæmin
sanna. Hún var gerð að heiðursfélaga í
Náttúrulækningafélagi Islands, Norræna
félaginu, Barnavinafélaginu Sumargjöf
og Heimilisiðnaðarfélagi Islands (1974),
en þar var hún formaður 1949—68 og
varaformaður næstu 10 ár á eftir. Árin
sem hún var varaformaður var hún einn-
ig stjórnarformaður í verslun félagsins,
Islenskum heimilisiðnaði, en hún bar
jafnan hag hennar mjög fyrir brjósti.
Arnheiður tók við HI á erfiðleikatím-
um eftirstríðsáranna. Starfsemi félagsins
hafði fallið í lægð á stríðsárunum meðan
óeðlilega örar breytingar urðu á íslensku
þjóðfélagi. Hvers konar gömlum heimil-
isiðnaði var kastað á glæ, bæði sjálfu
handverkinu og heimagerðum hlutum og
þeim sem vinna vildu háði skömmtun
eða alger efnisskortur. Síðar flæddu lit-
sterk og gljáandi gerviefni inn í landið og
allt heimafengið féll í skuggann, þótti
hversdagslegt og ófínt.
Þrátt fyrir þetta missti hópur kvenna
aldrei trúna á framtíð íslensks heimilis-
iðnaðar, þekkti vel undirstöðu hans, ís-
lensku ullina, og vann ötullega að viður-
kenningu hennar og breyttu verðmæta-
mati. Segja má að störf þessara kvenna
hafi borið ávöxt á 6. áratugnum þegar
lopapeysan með hringúrtökunni kom
fram. Hún varð fljótt mjög eftirsótt
verslunarvara, skapaði fjölda heima-
vinnandi kvenna atvinnu í misstórum
stfl, varð ímynd íslensks heimilisiðnað-
ar. Velgengni lopapeysunnar hygg ég að
liggi að baki hinni miklu ullar- og
prjónavöruframleiðslu sem enn er stund-
uð í landinu, þó að höllum fæti standi
hún nú.
Árið 1948 var haldið í Reykjavík Nor-
rænt heimilisiðnaðarþing, hið 6. í röð-
inni og hið 1. á íslandi. Ef til vill hefur
það haft örvandi áhrif á íslenskan heimil-
isiðnað. En um þetta leyti fer starfsemi
Heimilisiðnaðarfélagsins að vaxa fiskur
um hrygg. Eins og áður er getið tekur
Arnheiður við formennsku í félaginu
1949 og skulu hér nefndir helstu þættir
starfseminnar í hennar tíð. Árið 1951
gekk HÍ til samstarfs við Ferðaskrifstofu
ríkisins um rekstur heildsölu og smá-
sölu. 1957 yfirtekur HI verslunina Is-
lenskan heimilisiðnað og hefur rekið
hana fram á þennan dag, 1959—83 að
Laufásvegi 2 og síðan 1969 einnig í
Hafnarstræti 3, þar sem hún er nú. 1962
var haldið mjög fjölmennt norrænt heim-
ilisiðnaðarþing í hinum nýbyggða Iðn-
skóla í Reykjavík með afar fallegri sýn-
ingu sem mörgum er í fersku minni. Árið
1966 kom út í fyrsta sinn ársrit félagsins
Hugur og hönd sem kemur nú út í 22.
sinn og 1967 hófst reglulegur nám-
skeiðarekstur sem síðar (1979) varð að
Heimilisiðnaðarskólanum á Laufásvegi
2. Má nærri geta að ýmislegt hefur lagst
á herðar Arnheiði íyrir þessar fram-
kvæmdir.
Á þessum uppgangsárum félagsins
hafði Arnheiður með sér í stjórn mjög
fórnfúsa og samhenta samstarfsmenn
þar sem voru Helga Kristjánsdóttir, Sig-
rún Stefánsdóttir og Ingibjörg Eyfells.
Einnig var Stefán Jónsson, formaður HÍ
1968—81, farinn að starfa íyrir félagið.
Allt þetta góða fólk var síðar gert að
heiðursfélögum.
Árið 1927 gekk HÍ í Heimilisiðnaðar-
samband Norðurlanda og hefur síðan
tekið þátt í þingum þess og sýningum
sem haldin eru á þriggja ára fresti, þó ís-
lenski hópurinn hafi jafnan verið fálið-
aður. Kom jafnvel fyrir að Arnheiður
færi ein á þessi þing, lagði á sig löng og
erfið ferðalög með sýningarefni í farteski
sínu. Arnheiður sýndi norræna sam-
starfinu sérstakan áhuga og eignaðist
marga góða vini gegnum þá vinnu. Á
norrænu heimilisiðnaðarþingi sem hald-
ið var í Reykjavík 1977 veitti finnska
heimilisiðnaðarsambandið henni æðsta
heiðursmerki sitt úr gulli fyrir forystu-
hlutverk.
Arnheiði Jónsdóttur vottum við virð-
ingu og þökk fyrir áratuga störf í þágu
Heimilisiðnaðarfélags Islands.
Sigríður Halldórsdóttir
4
HUGUROG HÖND