Hugur og hönd - 01.06.1988, Page 6
Bókatíðindi
Hugur og hönd hefur haft spurnir af
eða borist í hendur eftirfarandi bækur.
Kynningareintök frá útgefendum eru
varðveitt í bókasafni Heimilisiðnaðarfé-
lags Islands í Heimilisiðnaðarskólanum
að Laufásvegi 2.
FÖT FYRIR KRAKKA 7—12 ÁRA.
Höf. Sigrún Guðmundsdóttir. Mál og
menning, Reykjavík, 1988. 159 blaðsíð-
ur. Þetta er þriðja bók Sigrúnar um fata-
saum. Leiðbeiningar eru um snið og
saum á ýmsum fatnaði fyrir börn á aldr-
inum 7—12 ára með fjölmörgum vinnu-
teikningum og litmynd af hverri flík.
Auk þess fylgja bókinni tvær sniðarkir.
Verð 2490 krónur.
DEN KULTIVERADE NATUREN.
Nordiska museets och Skansens árbok,
Fataburen, 1987, Uddevalla, 1988. 260
blaðsíður. I bókinni eru greinar eftir
marga höfunda sem tengjast á einhvern
hátt ræktun. Sýnd eru dæmi frá ýmsum
tímum um það hvernig maðurinn hefúr
reynt að rækta og bæta náttúruna í kring-
um sig.
ULL. Hemligheter — Möjligheter —
Fárdigheter. Studiebok. Höf. Kerstin
Gustafsson og Alan Waller. LTs förlag,
Stokkhólmi, 1987. 208 blaðsíður. Bókin
fjallar um hina margvíslegu eiginleika
ullar, fjárstofna, meðferð á ull frá því
hún vex á sauðkindinni þar til hún er
komin í flík. Stór hluti bókarinnar er um
handspuna með ýmsum aðferðum og
áhöldum. Verð um 300 sænskar krónur.
FÁRG för ULL, SILKE, BOMULL,
LIN. Höf. Margrét Kállberg. LTs förlag,
Stokkhólmi, 1987. 94 blaðsíður. í bók-
inni eru leiðbeiningar um kemiska litun
á ull, silki, bómull og hör, ágrip af vefj-
arefnafræði og litafræði, auk nokkurra
uppskrifta fyrir prjón og vef. Verð um
175 sænskar krónur.
RIPS. Fakta och tips om varprips. Höf.
Catharina Carlstedt og Ylva Kongbáck.
LTs förlag, Stokkhólmi, 1987. 105 blað-
síður. Þetta er vefnaðarbók um þá vefn-
aðargerð sem á íslensku hefur verið
nefnd þráðabrekán. Fyrri hluti bókar-
innar er m.a. um efni, uppsetningu og
tækni. I síðari hluta eru 18 vefjaupp-
skriftir. Verð um 190 sænskar krónur.
SVENSK SLÖJD HISTORIA. Höf.
Gertrud Grenander Nyberg. LTs förlag,
Stokkhólmi, 1988. 205 blaðsíður. Þetta
er saga sænsks heimilisiðnaðar. Tekið er
á ýmsum þáttum, svo sem um tækni,
verkfæri, alþýðulist, fatahefð o.fl. Einn-
ig er kafli um heimilisiðnaðarhreyfing-
una í Svíþjóð. Verð um 270 sænskar
krónur.
TÁLJA MED KNIV OCH YXA. Höf.
Wille Sundqvist. LTs förlag, Stokk-
hólmi, 1988. 141 blaðsíða. Bókin er
kennslubók í að telgja og forma smáhluti
úr tré. Fjallað er um hvernig á að brýna
bitjárn, forðast óhöpp, leiðbeint um mis-
munandi verkfæri, tækni o.fl. Verð um
235 sænskar krónur.
Komin er út bókin
ÞRÍHYRNUR OG LANGSJÖL
Heimilisiðnaðarfélag íslands gefur bókina út í tilefni 75 ára afmælis
síns. Megininntak bókarinnar er fyrirsagnir um prjón á þríhyrnum og
langsjölum. Sigríður Halldórsdóttir vann uppskriftirnar aðallega eftir
gömlum fyrirmyndum og samdi einnig nokkrar nýjar. Þær eru teikn-
aðar á rúðupappír og úrvinnsla því mjög aðgengileg. ítarlegur leiðar-
vísir fylgir uppskriftunum úr hlaði.
Fallegar ljósmyndir tók Rut Hallgrímsdóttir.
Bókin fæst hjá íslenskum Heimilisiðnaði, Hafnarstræti 3, Reykja-
vík. Verð kr. 1875.
STICKAT FRÁN NORDEN. Höf.
Susanne Pagoldh. Anfang förlag AB,
Stokkhólmi 1987. 120 blaðsíður. Höf-
undur hefur ferðast um öll Norðurlönd
og skrifað kafla um hefðbundið prjón í
eftirfarandi löndum: Danmörku, Fær-
eyjum, Grænlandi, íslandi, Noregi, Sví-
þjóð, Álandseyjum og Finnlandi. Fjöldi
litmynda er í bókinni og prjónaupp-
skriftir frá öllum löndunum. Verð 200
sænskar krónur.
SY I SAUESKINN. Höf. Ragnhild
Huse. Landbruksforlaget, Osló, 1986.
68 blaðsíður. I bókinni eru ieiðbeiningar
um hvernig ýmiss konar fatnaður er
sniðinn og handsaumaður úr gæru-
skinni. Ljósmyndir og skýringarteikn-
ingar eru með saumaleiðbeiningum, auk
þess fylgir bókinni sniðörk. Verð 105
norskar krónur.
STRIKKING I NORGE. Höf. Anne
Kjellberg, Ingebjörg Gravjord, Gerd
Aarsland Rosander og Anne-Lise Svend-
sen. Landbruksforlaget, Osló, 1987. 160
blaðsíður. Bókin er gefin út af Land-
bruksforlaget í samvinnu við Norges
Husflidslag og er byggð á farandsýning-
unni „Strikking för og ná“ sem send var
um allan Noreg. Hún varpar ljósi á
norska prjónhefð og sögu, veitir innsýn
í mikilvægan þátt kvennamenningar og
almennrar menningarsögu. I bókinni er
fjöldi mynda af hefðbundnu norsku
prjónlesi, að hluta í lit. Verð 220 norskar
krónur.
SiGRlÐUR HAIiÞÓRSDÖTTlR
ÞRÍHYRNUR
OG LANGSJÖL
HEIMILISIÐNAÐARFÉLAG fSLANDS
6
HUGUROG HÖND