Hugur og hönd - 01.06.1988, Page 8
Alltaf sat amma Theó við glugga.
Stóllinn hennar og saumaborðið voru á
palli, naut hún þá birtunnar, sá betur út
og hafði góða yfirsýn yfir steinana sína,
sem fylltu gluggakistuna ásamt öðrum
hlutum sérkennilegum úr ríki náttúrunn-
ar.
Glugginn minn er geislahýr
geymir margt í leyni.
I urðinni minni álfur býr
inni í hverjum steini.
Þegar angur að mér fer
og eymsl í fornu meini
léttir þraut að leika sér
við lítinn álf í steini.
bauka þetta eða ígrunda raulaði hún jafn-
an fyrir munni sér ókennilegt stef, þekkt-
ist ekki úr því nein laglína, og sögðu
börn hennar það með ólíkindum, að hún
hefði í æsku verið forsöngvari í Breiða-
bólstaðarkirkju.
Þau Katrín og Guðmundur höfðu efni
á og tækifæri til að mennta börn sín.
Dæturnar voru sendar í Kvennaskólann í
Reykjavík en Olafur í Lærða skólann og
varð hann síðar læknir. — Ég tel, að á
þessum árum hafi amma verið meira fyr-
ir bókina en formfastar hannyrðir, en hitt
er víst að síðar á lífsleiðinni þegar hún
var laus við stagl og stag, sem alltaf er
hlutskipti húsmóður á barnmörgu heim-
ili, notfærði hún sér það, sem hún lærði
til verka í æsku.
Ég man best eftir ömmu sitjandi við
gluggann með kaffibolla og sígarettu og
eitthvað milli handanna. Væri hún að
prjóna lá opin bók á borðinu. Gat það
verið enskur reyfari, sígilt verk á norður-
landamálum, íslenskar bókmenntir eða
alþýðufróðleikur.
Hún prjónaði margvíslega muni, dúka
og púða, trefla og teppi, en aldrei man ég
eftir henni heklandi nema þá við frá-
gang. Þó kunni hún vel til þeirra verka,
því bæði á ég smádúk, þar sem hún hekl-
ar utan um snæri, og svo sagði mér Helga
Laufey, tengdadóttir hennar, listahekl-
ari, að amma Theó hefði kennt sér list-
ina. Ekki var hún mikið í vettlinga- og
hosuprjóni, þó gerði hún háleista á
kornabörn, sem voru með svo góðu lagi,
2- ber ég móður mína fyrir því, að erfitt var
fyrir barnið að sparka þeim af sér. Á
þessum árum prjónaði hún þó nokkra
trefla og gaf vildarvinum. Þá prjónaði
hún á lengdina á hringprjón úr íslensku
eingirni og gátu verið í hverjum trefli allt
3.
Mitt var starfið hér í heim
heita og kalda daga
að skeina krakka og kemba þeirn
og keppast við að staga.
Ég þráði að leika lausu við
sem lamb um græna haga
en þeim eru ekki gefin grið
sem götin eiga að staga.
8
HUGUR OG HÖND