Hugur og hönd - 01.06.1988, Síða 14
Islenskt víravirki
Víravirki er gömul handiðn sem tilheyrir
gull- og silfursmíði. Islenskt víravirki
hefur nær eingöngu verið unnið úr silfri.
í það eru notaðir silfurþræðir (vír). Al-
gengast er að nota sívalan vír, 1 mm í
þvermál, í uppistöður sem eru kallaðar
höfuðbeygjur eða aðalbeygjur. Fyrst er
vírinn valsaður flatur og síðan beygður í
lauf eða önnur ytri form, eftir því hvað á
að búa til.
Fyrir upphlutsmillur, doppur, nælur
o.fl. eru búin til ákveðin lauf. Til þess að
þau verði alltaf eins er búið til mát, oftast
teinar, reknir í kubb sem fer vel í hendi.
Milli þessara teina er lengd þeirra laufa
sem á að búa til og er vírinn þræddur á
milli og beygður um teinana. Síðan er
grindin jöfnuð til með flatri töng (flat-
kjöftu) og kveikt saman. Þá eru laufin
jöfnuð. Innan í er fyllt upp með beygjum
sem unnar eru úr fínni vír. Notaður er sí-
valur vír, 0,7 mm í þvermál. Vírinn er
fyrst valsaður flatur, síðan skrúfaður,
þ.e. dreginn í gegnum skrúflöð sem snýst
og myndar rillur á brúnir vírsins (gerir
hann eins og tenntan). Að lokum er vír-
inn dreginn í draglöð til að jafna hann.
Þá er hann tilbúinn til að búa til úr hon-
um innanbeygjur. Að vísu þarf að eld-
bera vírinn öðru hverju, því að við að
valsa hann og draga stælist hann og verð-
ur harður og stífur og vill þá gjarnan
hrökkva sundur. Þess vegna þarf að eld-
bera vírinn, þ.e. að hita hann með gas-
loga til að mýkja hann. Þegar vírinn er
tilbúinn er notuð töng með sívölum odd-
um, s.k. beygjutöng, til að beygja rúllur
og lauf sem síðan er raðað innan í og fyllt
upp eftir ákveðnu munstri. Þegar búið er
að fylla þannig upp í öll laufin eða uppi-
stöðurnar þarf að festa þetta saman með
kveikingu. Borið er lóðvatn á allan hlut-
inn og stráð yfir slaglóði sem hefur verið
sorftð niður í duft og blandað með bór-
axdufti. Þetta er hitað með gasloga þar til
slaglóðið bráðnar og kveikir þannig alla
þræðina saman.
Á þessu stigi er hver hlutur alveg flat-
ur, þannig var eldra víravirkið. Það er
sorfið með fínni þjöl að ofan og farið yfir
með búffli sem er tréþjöl, klædd með
fínum sandpappír. Einnig er sorfið að
neðan. Nútíma víravirki er beygt til svo
að það verður á lofti, stundum nefnt loft-
víravirki. Kann það að draga nafn af
öðru handverki í þessari iðn sem kallað
var loftverk en er mjög sjaldséð núorðið.
Algengast er að slá hlutinn aðeins niður
í miðju og beygja síðan endana aðeins
niður líka. Allir innri vafningar eru með
gati í miðju. Notaður er bor til að snara
úr og jafna götin (gera holu).
Þá eru búin til korn og rósettur. í korn-
in er notaður silfurvír sem er klipptur
niður í jafnar stærðir, raðað á tréfjöl og
partarnir hitaðir með gasloga þar til þeir
skreppa saman í korn. Hverju korni er
dýft í lóðvatn og síðan í slaglóðsduftið og
sett á sinn stað (í sína holu). Ef rósetta á
að vera (oftast höfð í miðju) er hún höfð
til. Rósettan er búin til úr enn fínni vír,
0,4 mm. Vírinn er vafinn þétt utan um
tein og verður eins og gormur. Með vasa-
hníf eða líku áhaldi er farið á milli þráð-
anna í gorminum, venjulega 2 og 2 þráða
saman (auðveldar talningu á hringun-
um). Síðan eru klipptir niður t.d. 6 eða
8 hringir saman, eftir því hve rósettan á
að vera stór, jafnað í hring, dýft í lóðvatn
og slaglóðsduft og sett á sinn stað og
stærra korn í miðju. Þá er hitað með gas-
loga til að kveikja öll kornin föst.
Eftir hverja kveikingu er eldhúð á
hlutunum, þeir eru því settir í sýru sem
nefnist kokk (og er brennisteinssýra í
vatni) og hituð. Þegar silfrið er orðið vel
hvítt eru hlutirnir burstaðir upp úr
hreinsilegi sem er búinn til úr kwillaia-
14
HUGUR OG HÖND