Hugur og hönd - 01.06.1988, Qupperneq 23
unda samkvæmt höfundalögum. Höf-
undarnir njóta því verndar laganna, ef
þeir geta sýnt fram á rétt sinn, en sé deilt
um hann, er eina leiðin til úrlausnar að
fá úrskurð dómstóla um viðkomandi
deilumál.
Aðstaða mynsturhöfunda er mjög til
þess fallin að valda óþarfa deilum og
óvissu um lagavernd. I samkeppnisþjóð-
félagi nútímans eru sífellt gerðar meiri
kröfur til alls kyns hönnunar og búnaðar
á iðnaðarvörum og nytjamunum. Má þar
nefna vörur eins og fatnað, húsgögn,
búsáhöld og skrautmuni ýmiss konar,
auk alls kyns umbúða um vörur. Liggur
því beint við að spyrja, hvaða breytingu
sérstök mynsturlöggjöf hefði í för með
sér fyrir höfunda.
Yfirleitt eru ekki gerðar jafnstrangar
kröfur um „listrænt yfirbragð" á
mynstri samkvæmt mynsturlögum og
gert er samkvæmt höfundalögum. Þó
verður verkið að sýna vissan frumleika
til þess að geta notið verndar mynstur-
laga, þ.e. að vera frábrugðið því, sem
fyrir er á markaðnum.
Þar sem mynstur merkir yfirleitt fyrir-
mynd að útliti vöru eða skreytingu henn-
ar, er aðallega gert ráð fyrir, að þau séu
notuð í atvinnuskyni. Mynsturvernd
veitir þá rétthafa einkarétt til þess að nýta
sér mynstrið við framleiðslu og sölu á
vörurn þeim, sem mynstrið tengist.
Einkarétturinn er alltaf tímabundinn.
Yfirleitt er miðað við 10—15 ár, sem oft-
ast skiptast í 2—3 tímabil, t.d. þrjú 5-ára
tímabil. Þarf þá að endurnýja skráning-
una reglulega og greiða íyrir, ef ætlunin
er að halda einkaréttinum.
Einkarétturinn fæst við skráningu og
getur sá orðið rétthafi, sem hannaði
mynstrið eða sá, sem fær það framselt.
Ef hönnuður framselur mynsturrétt til
framleiðanda vöru, er mjög æskilegt að
gerður sé skriflegur samningur milli að-
ila um hvernig með mynstrið skuli fara.
Þar þarf að koma frarn hvor skuli vera
skráður rétthafi, til hve langs tíma
mynstur er framselt, hvaða vörum eða
vöruflokkum mynstrið á að tengjast,
hver skuli sjá um endurskráningu o.s.frv.
Mynsturskráning gerir allan rétt höf-
undar miklu skýrari og veitir í flestum
tilfellum fyllri vernd en höfundalög gera
nú. Að vísu er verndartíminn alltaf
miklu styttri samkvæmt mynsturlögum
en höfundalögum, en þess er þá að gæta,
að mynsturlög munu veita miklu fleiri
aðilum vernd en höfundalög gera. Einn-
ig mun vernd höfundalaga væntanlega
haldast þeim til handa, sem uppfylla
skilyrði þeirra laga um listrænt yfir-
bragð. Þannig gæti mynsturhöfundur t.d.
látið skrá mynstur sitt í allt að 15 ár sam-
kvæmt mynsturlögum og eftir það látið
reyna á vernd höfundalaga. Og jafnvel
þótt mynstur, sem nota á við fjöldafram-
leiðslu á vöru, beri augljóslega með sér
listrænt yfirbragð og njóti því verndar
höfundalaga, þá er miklu einfaldara að
láta skrá það og fá vernd mynsturlaga
strax fremur en að láta þá fyrst reyna á
höfundalagavernd, þegar einhver annar
,,stelur“ mynstrinu.
Niðurstaða þessara hugleiðinga um
mynsturvernd er sú, að því fyrr sem sér-
stök mynsturlög verða sett hér á landi,
því betra. Núverandi vernd er ýmist
ófullnægjandi eða alls engin.
Sólveig Ólafsdóttir
lögfræðingur
Handunnir skartgrip
með íslenskum steinum
JeHJ (juíjónAAcn
gullsmiður
Pósthússtræti 13, S. 12392
Suðurveri S. 36778
Kringlan S. 686730
1. Silfurskál, smíðuð af Leifi Kaldal.
2. Kría á steini, gerð úr höfuðbeinum úr
þorski. Höf. Ágústa Snæland.
3. Lambhúshetta úr lopa. Höf. Helga
Egilson.
4. Leirskálar. Höf. Jónína Guðnadóttir.
5. Taflmenn úr málmi eftir Jón Gunnar
Árnason.
Ljósmyndir: Imynd o.fl.
HUGUR OG HÖND
23