Hugur og hönd - 01.06.1988, Page 29

Hugur og hönd - 01.06.1988, Page 29
4. Samfellubekkur með skatteruðum sól- eyjaruppdrætti Sigurðar málara. Hluti af samfellu sem Guðrún Borgfjörð saumaði sér, en var síðar í eigu Önnu Klemensdótt- ur, bróðurdóttur hennar. í einkaeign. Ljósmynd: Elsa E. Guðjónsson, 1975. 5. Fimm rissmyndir af fjórum mismun- andi hugmyndum að földum, eftir Sigurð málara. Þjms. SG: 03:2, Vasabók 1858—9. 6. Frumdrög að skautbúningi. Treyju- borðar, belti og koffur nákvæmlega upp dregin, en efri hluta faldsins vantar. Treyjuborðarnir eru með einum hinna svonefndu býsönsku uppdrátta Sigurðar málara. Teikning sem Sigurður sendi Ólafi Sigurðssyni í Ási í Hegranesi veturinn 1859. Ljósmynd: Gísli Gestsson, 1974, eftir frummynd, nú í Héraðsskjalasafni Skag- firðinga, Sauðárkróki, þá í eigu Ólafar Guðmundsdóttur á Ríp. 7. Treyja, samfella og möttull. Fyrsti skautbúningur Sigurlaugar Gunnarsdótt- ur í Ási í Hegranesi, unninn af henni eftir fyrirmyndum og fyrirsögnum frá Sigurði málara. Blómstursaumaðir bekkir af svo- nefndri býsanskri gerð eru neðan á sam- fellunni og meðfram brúnum möttulsins. Treyjan og samfellan eru frá vetrinum 1860, möttullinn frá 1861—1862. Búning- urinn kom til Þjóðminjasafns íslands 1916 úr dánarbúi Ingibjargar Guðmundsdótt- ur, konu séra Bjarna Pálssonar í Steinnesi, en hún ólst upp í Ási hjá Sigurlaugu og Ólafi. Þjms. 7232 , 7233 og 7234. Ljós- mynd: Elsa E. Guðjónsson, 1969. 7. Skarðsströnd frá lokum miðalda, nú í Þjóðminjasafni (Hugur og hönd 1987, 9. mynd á bls. 9). Tengist útsaumur þessi Skagafirði þar eð á honum er nafn síð- ustu abbadísar í Reynistaðarklaustri, Solveigar Rafnsdóttur. I bréfinu segir Ólafur um búning konu sinnar að öllum’ hafi þótt „fatasaumurinn af veggtjaldi Solveigar okkar“ fallegur. Verður að telja að hér hafi verið um misminni eða misskilning að ræða hjá Ólafi, því að uppdrátturinn á samfellunni er tvímæla- laust unninn upp úr bekk á altarisklæð- inu frá Reykjahlíð sem áður var getið. Hins vegar ber uppdrátturinn framan á skauttreyju stúlkunnar á fyrrnefndri kynningarmynd, mjög keim af bekkjum efst og neðst á Skarðsklæðinu, og kann Ólafur að hafa ruglað saman uppruna þessara uppdrátta. Viðtökur búningsins Öllum heimildum ber saman um að bún- ingur Sigurðar, oft nefndur nýja skautið, hafi á skömmum tíma náð miklum vin- sældum. Sem dæmi um hve fljótt hann hlaut viðurkenningu sem hátíðabúningur íslenskra kvenna má nefna að á mynd eft- HUGUR OG HÖND 29

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.