Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1988, Qupperneq 30

Hugur og hönd - 01.06.1988, Qupperneq 30
8. ir danska málarann H.A.G. Schiott sem hann málaði eftir að hann kom hingað snögga ferð sumarið 1861, er verið að skauta brúði, og er hún í búningi Sigurð- ar. Hin skjóta útbreiðsla búningsins er einnig athyglisverð. Auk þess sem þegar er sagt, sést af bréfum til Sigurðar og frá honum að í september 1860 var einn kominn vestur á Mýrar, sinn búningur- inn í hvora Skaftafellssýslu, einn í Ár- nessýslu og margir í Gullbringusýslu, þar með talinni Reykjavík; verið var að vinna marga í Rangárvallasýslu, og fyrir áramótin var hann kominn „vestur á Vestfjörðu . . . og bráðum í Húnavatns- sýslu“ eins og Sigurður orðar það. Vet- urinn 1860—1861 er búningurinn að breiðast út norður í Skagafirði og um 9. 30 haustið að ryðja burt indælum — svo not- að sé orðalag konunnar sem skrifar — dönskum búningi á bæ á Snæfellsnesi. Vorið 1862 var skautbúningurinn á leið norður í Þingeyjarsýslu, og 1866 er hann brúðarbúningur á Ströndum og einnig er skrifað eftir uppdráttum og sniðum að honum frá Isafirði. í bréfi sem Sigurður ritar Steingrími Thorsteinsson þegar ár- ið 1863, en þá voru aðeins fimm ár liðin frá því hann fluttist heim frá Kaup- mannahöfn, segist hann raunar hafa „lokið verstu baráttunni með búning- inn,“ og í öðru, til Jóns Sigurðssonar for- seta 1865, þar sem hann skrifar að ekki hafi fengist fé til Forngripasafnsins, læt- ur hann þess getið að kvenbúningurinn sé „það einasta sem nokkurn veginn hef- ir miðað áfram enn sem komið er.“ Gleggsta dæmi um hinn tiltölulega mikla fjölda skautbúninga sem upp komst á skömmum tíma er ef til vill að finna í vasabók Sigurðar frá 1866—1868, þar sem hann hefur skrifað hjá sér til minnis eftirfarandi: „24 Nov 67 voru 42 með skautið nýa til altaris,“ þ.e. til altaris í Reykjavík. Er þetta býsna stór hópur miðað við íbúafjölda bæjarins; árið 1868 voru Reykvíkingar nokkuð innan við tvö þúsund, auk þess sem höfuðstaðurinn var á þessum árum talinn hálfdanskur bær! Nýr búningur: kyrtill En Sigurður málari lét ekki við það sitja að breyta hefðbundnum hátíðabúningi kvenna og efla notkun hans, heldur lagði hann einnig til er frá leið að konur tækju upp léttari faldbúning með þjóðlegum blæ. Vorið 1870 skrifar hann Jóni Sig- urðssyni að hann hafi lagt á ráðin um búning, nýjan skautbúning eins og hann orðar það, sem 4—5 stúlkur hafa komið sér upp og ætla „að reyna að hafa sem ballbúning“ á skóladansleik Lærða skól- ans. Segir Sigurður að búningur þessi sé „alhvítur, nema kríngum hálsmálið og ermarnar fremst og hér um bil alveg sá forni kirtill að laginu til, með hálfermum . . . allur víðari og léttilegri en hinn“ og eiga „betur við dans.“ Enn fremur segir hann að við kyrtilinn eigi að hafa „alt sama silfur“ og við skautbúninginn og „eins möttul,“ og einnig að við hann megi bera „men og armhrínga.“ Undir lok júlímánaðar sama ár skrifar Sigurður Jóni forseta að vel hafi gengið með „kvenbúninginn nýjasta,“ en það hafði raunar þegar komið fram í grein í Þjóð- ólfi rúmum mánuði áður þar sem getið var um þetta starf Sigurðar og búningn- um svo lýst að hann væri ,,úr hvítu smá- líni með leggingum, til að hafa ásamt nýja skautinu og sprotabelti til dans- leikja." Við búning þennan festist fljót- lega heitið kyrtilbúningur eða kyrtill og hefur haldist síðan. Kyrtillinn er ýmist heill eða tekinn sundur um mittið, með nokkuð flegnu hálsmáli, ferhyrndu, og hálfsíðum erm- um sem víkka fram. Eins og fram hefur komið var honum fyrst og fremst ætlað að vera dansbúningur, en jafnframt hugsaði Sigurður sér að konur gætu not- að hann „sem brúðarbúning og ef til vill sem fermíngarbúníng, en enganvegin sem kirkjubúníng eða hátíðabúníng að öðru leyti,“ eins og segir í athugagrein eftir hann, prentaðri að honum látnum. Þá er þess getið' að Sigurður hafi viljað koma því á að íslenskar konur og stúlku- börn tækju upp hversdagsföt með kyrtil- sniði, en eina tilraunin til þess sem um er vitað mistókst. Þótt Sigurður hafi ætlað að kyrtillinn væri hvítur, mun ekki hafa liðið á löngu þar til farið var að hafa hann með öðrum litum, þó helst svörtum og dökkbláum. Auk smálérefts var haft í hann silki, flauel og þunnt ullarefni, og útsaumur eftir uppdráttum Sigurðar eða leggingar voru kringum hálsmál, framan á ermum og neðan á pilsi. Þjóðlegur karlmannsbúningur I grein sinni um kvenbúninga 1857 skrif- aði Sigurður um íslenska karlmannsbún- inginn, að hann skammaðist sín af því að hann væri íslendingur og einn af karl- mönnunum að ljósta upp þeim óhróðri að hann væri ekki „umtals verður sem þjóðbúníngur.“ Beindist enda starfsemi hans að búningamálum í fyrstu að kven- búningum einvörðungu, en 1871, þegar þeir voru komnir í höfn, sneri hann sér að því að koma á þjóðlegum búningi fyr- ir karlmenn. 10. HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.