Hugur og hönd - 01.06.1988, Side 35
munandi grófleika var hægt að nota með
efnum í sömu litum. Grófleiki vefgarns-
ins var mismunandi allt eftir því til hvers
átti að nota það og hafði þetta í för með
sér óendanlega möguleika til að raða ein-
stökum hlutum saman.
Framleiðsla á efnum hætti í lok sjö-
unda áratugarins, vegna lítillar eftir-
spurnar, en garnframleiðslan hélt áfram
þar sem hinar mismunandi garntegundir
verksmiðjunnar hentuðu vel til að prjóna
úr bæði í höndum og vélum.
Vefararnir
Efnin frá Kotivilla voru ofin sem heimil-
isiðnaður. “Arts and Crafts“-hreyfmgin,
sem átti upptök sín í Englandi, hafði bor-
ist til Finnlands um aldamótin. Að enskri
fyrirmynd reyndu Renqvisthjónin að
sporna við fólksfækkun úti á landsbyggð-
inni með því að útvega konum í nágrenni
spunaverksmiðjunnar vinnu sem þær
gátu unnið heima.
Þegar vefararnir byrjuðu að vinna fyrir
Kotivilla voru þeir flestir ófaglærðir.
Maria Boije tók annaðhvort við vefnaði
þeirra eða hafnaði honum og þannig
lærðu þeir af sínum eigin mistökum að
vinna verk sem stóðust gæðakröfur
Mariu Boijes. Þegar mest var ofið störf-
uðu um það bil 30 heimilisvefarar hjá
fyrirtækinu.
Sala og útflutningur
Hugmyndin að baki Kotivilla var alltaf
fremur menningarleg en viðskiptaleg.
Af þeirri ástæðu var fyrirtækið alltaf
frekar lítið. Maria Boije var til dæmis
þeirrar skoðunar að það ætti ekki að búa
til liti eftir einhverjum tískusveiflum,
heldur ættu þeir að klæða notandann
óháð ári og árstíma. Efnið átti að draga
fram eiginleika hörundsins og vera í
samræmi við háralit og augna. Maria
Boije hefði helst viljað hjálpa hverjum
viðskiptavini persónulega að velja liti.
Þar sem þetta var ekki framkvæmanlegt
seldi hún framleiðslu sína bara til listiðn-
aðar og til verslana sem hún treysti til að
aðstoða fólk við litaval.
Einn af áköfustu stuðningsmönnum
Kotivilla var í Svíþjóð. Það var eiginkona
landshöfðingjans í Bohusléni, Emma
Jacobsen, sem kom á fót heimilisiðnaði
til að minnka atvinnuleysi í Bohusléni.
Það hafði verið erfitt að útvega efni í
nógu háum gæðaflokki. Hún sá þá garn
frá Kotivilla á sýningu í Gautaborg og
varð mjög hrifin þar sem það reyndist
vera í samræmi við óskir hennar. Þannig
hófst hin margra ára samvinna Kotivilla
og Bohus Stickning sem Emma Jacobsen
hafði stofnað.
Hönnuðir
Ábyrgð á hönnuninni var lengi vel í
höndum textíllistakvennanna Mariu
Boije og Uhra Simberg-Ehrström. Sam-
vinna þessara tveggja listamanna var svo
náin að það er oft ómögulegt að segja
hvor þeirra hefur hannað einhverja
ákveðna vörutegund. Að öllu jöfnu voru
ljós efni verk Mariu Boijes, meðan efni
í dökkum, djúpum jarðlitum urðu til eftir
skissum Uhra Simberg-Ehrström.
Árið 1966 var Lena Rytkonen, sem
hafði numið við textíldeildina í Borás,
ráðin að fyrirtækinu. Þegar Maria Boije
lét af störfum var Lena ráðin sem tækni-
legur stjórnandi spunaverksmiðjunnar.
Sýningar og viðurkenningar
í byrjun var erfitt að komast inn á finnska
markaðinn. Það gerðist á vissan hátt
gegnum Svíþjóð. Árið 1939 voru vörur
frá Kotivilla sýndar á Röhsska Listiðn-
aðarsafninu í Gautaborg. Þar vöktu
teppi, treflar, áklæði og garn mikla at-
hygli. Má líta á þessa sýningu sem stökk-
pall fyrir alla starfsemi fyrirtækisins,
vegna þess að það var héðan sem orðstír
Kotivilla fyrir notkun á fyrsta flokks hrá-
efni breiddist út.
Sýningin fékk góða dóma og var góð
sölusýning og þetta varð einnig til þess
að fmnskir kaupendur tóku við sér. Vör-
urnar á sýningunni sönnuðu að það hafði
heppnast að þróa réttu aðferðirnar til að
lita, kemba og spinna finnska ull.
Kotivilla OY tók þátt í óteljandi sýn-
ingum og samkeppnum með vörur sínar,
bæði heima og erlendis, og fékk meðal
annars þrisvar sinnum Triennialverðlaun
í Mflanó.
Leena Korpola-Sannikka og
Marja Salmijárvi
Elín Rögnvaldsdóttir þýddi
HUGUR OG HÖND
35