Hugur og hönd - 01.06.1988, Síða 38

Hugur og hönd - 01.06.1988, Síða 38
Dverghagur Svarfdælingur Margt næstum óþekkt hagleiks- og hand- listafólk er að störfum hér á landi. Stundum koma fram einstaklingar sem gæddir eru ótrúlegum hæfileikum sem koma snemma skýrt í ljós, jafnvel þó all- ar aðstæður séu afar erfiðar til hand- verksþjálfunar og sköpunar muna og myndverka. Einn slíkur handlistamaður býr á Dal- vík við Eyjafjörð. Hann er að vísu ekki óþekktur, orðspor af hagleik hans hefur farið víða, ótrúlegur hæfileiki hans til að hanna og smíða hina margvíslegustu hluti hefur orðið efni í hálfgerðar þjóð- sögur. Þetta er Svarfdælingurinn Jón Björnsson. Hann er fæddur árið 1907 í Göngustaðakoti í Svarfaðardal. Jón hef- ur lifað langa og viðburðaríka ævi og vinnur enn að því að smíða hagleiksgripi bæði úr tré og járni. Þegar rifjuð er upp saga Jóns kemur ósjálfrátt upp í hugann máltækið „Snemma beygist krókurinn..Jón seg- ir svo sjálfur frá að hann hafi alltaf verið smíðandi, eiginlega látlaust frá því að hann fyrst man eftir sér. Hann byrjaði að smíða úr tré og tálguhnífur var eina verk- færið sem hann hafði aðgang að. Hann fór ekki alltaf troðnar slóðir í vali við- fangsefna. Sem dæmi má nefna að þegar hann var 8—10 ára gamall sat hann yfir ánum og hafði ætíð vasahníf með sér. í hjásetunni smíðaði hann til dæmis smá- hjól úr kvistum. Hann tálgaði spaða og setti í hjólin, bjó til gat í miðju þeirra og setti þar í öxul. Þessi hjól setti hann svo í læki og þar snerust þau og snerust, oft mörg í einu. Á unglingsárunum fór hann einnig að smíða úr málmum, í fyrstu millur og annað smálegt, síðar bjó hann til fjöl- marga skeiðahnífa. Hann hafði silfur í hólkunum og skeiðunum að framan og kveikti þetta þannig að hann bjó til pönnu sem hann rak inn í eldinn í eldavélinni. Það gekk ágætlega. Hnífasköftin hafði hann úr kýrhorni. Þessir gripir voru eft- irsóttir. Suma seldi hann og kostuðu þeir þá sjö krónur stykkið en flesta gaf hann. “Þeir hurfu allir úr höndunum á mér“, segir Jón. Ur messing bjó Jón til marga bolla- bakka og myndaramma, þá seldi hann. Fleiri viðfangsefni frá þessum árum verða ekki nefnd hér, en þau voru mörg. Sem ungur maður fór Jón að vinna við húsasmíðar á Dalvík og víðar, fyrst al- gerlega réttindalaus í greininni, en vann sér snemma full réttindi sem húsasmíða- meistari. Þá var hann einn af fyrstu bíl- stjórum á Dalvík og vann þar jöfnum höndum í mörg ár við smíðar og akstur. Brauðstritið tók mestan tíma hans og oft átti hann fáar stundir til að sinna hugðarefnum sínum, oftast vann hann þó að einhverjum smíðaverkefnum. Sveins- stykki Jóns var stofuskápur. Hann smíð- aði síðar fleiri slíka af ýmsu tagi. Fiðlu smíðaði hann eitt sinn sem hann grípur enn í. Skilningur Jóns á gangverki og eðli véla er einstakur. Eitt sinn tók hann sér það fyrir hendur að smíða rafknúna þvottavél fýrir heimili sitt. Ekki hafði hann aðra fyrirmynd en þvottavél ná- grannans en samt sem áður tókst honum að smíða þvottavél sem dugði heimilinu vel í mörg ár. Á viðreisnarárunum þegar erfitt var að fá ýmsa hluti og flestar vörur 2. 38 HUGUR OG HÓND

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.