Hugur og hönd - 01.06.1988, Qupperneq 40
Tvöfalt prjón
Barnateppi
Tvöfalt prjón er sérstætt að því leyti að það myndar tvær voðir sem bindast sam-
an aðeins þar sem litaskipti eru í munstrinu. Verkið er jafn nothæft báðum meg-
in, hvorki ranga né rétta, en litir gagnstæðir.
Stærð: 63 X 86 cm.
Efni: Safari bómullargarn, blátt og hvítt,
um 300 g af hvorum lit.
Prjónar: 70 cm langur hringprjónn.
Fitjað er upp með báðum litum samtím-
is. Fyrst 1 lykkja með báðum þráðum
(jaðarlykkja), síðan er fitjuð 1 lykkja
hvít og 1 lykkja blá til skiptis. Fitjað er
með húsgangsfit, þannig að hvíti liturinn
er á vísifingri og blár um þumalfingur
þegar fitjuð er hvít lykkja en öfugt þegar
blá lykkja er fitjuð. Þræðirnir eru snúnir
saman um leið (alltaf á sama veg) svo að
voðirnar festast saman að neðan. Fitjað-
ar eru 126 lykkjur með hvorum lit, auk
jaðarlykkja með báðum, samtals 254
lykkjur.
Prjónað er eftir rúðumunstri þar sem
ein rúða táknar 4 lykkjur, 2 bláar á ann-
arri hlið og2 hvítaráhinni. Flverumferð
er tvöföld, prjónuð tvisvar sinnum frá
hægri til vinstri, fyrst með öðrum litnum
og síðan með hinum, alltafí sömu röð,
þ.e. ef fyrsta umferð er prjónuð, fyrst
með bláa litnum og síðan þeim hvíta,
verða allar umferðir að prjónast þannig.
Fyrir hverja rúðuröð í munstrinu eru
prjónaðar 3 tvöfaldar umferðir, þannig
að 3 lykkjuraðir koma á hvort borð, talið
eins og í venjulegu sléttu prjóni.
Byrjað er að prjóna kant sem er blár á
þeirri hlið sem við köllum til hægðar-
auka ,,réttu“ en hvítur á ,,röngu“:
1. umferð: Jaðarlykkjaertekinóprjónuð,
síðan eru allar bláar lykkjur prjónaðar
sléttar með bláu en hvítu lykkjurnar
teknar fram af óprjónaðar með bandið
fyrir framan og jaðarlykkja tekin óprjón-
uð. Þá er prjónað með hvítu frá sömu
hlið, jaðarlykkja tekin óprjónuð, allar
hvítar lykkjur brugðnar en bláu lykkj-
urnar teknar óprjónaðar fram af með
bandið fyrir aftan. Síðasta lykkja, jaðar-
lykkjan, er nú prjónuð með báðum þátt-
um. (Jaðarlykkjur eru alltaf prjónaðar
eins og lýst er hér fyrir framan.)
2. umferð: Prjónað með bláu, bláar
lykkjur brugðnar en þær hvítu teknar
óprjónaðar. Prjónað með hvítu, hvítar
lykkjur sléttar og bláar teknar óprjónað-
ar.
3. umferð er prjónuð eins og 1. umferð.
Nú er búið að prjóna sem svarar einni
rúðuröð í munstrinu.
4. umferð, sem er fyrsta umferð í næstu
rúðuröð, er prjónuð eins og 2. umferð og
5. umferð eins og 1. umferð. Þannig er
40
HUGUR OG HÖND