Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1988, Qupperneq 41

Hugur og hönd - 01.06.1988, Qupperneq 41
haldið áfram að prjóna kantinn þar til komnar eru 9 lykkjuraðir á hvort borð. Fráogmeð 10. umferðbyrjarmunstrið þar sem litirnir koma til skiptis á ,,réttu" og ,,röngu“. Eftir sem áður eru bláar lykkjur œvinlega prjónaðar með bláu og hvítar lykkjur með hvítu. Rétt er einnig að gera sér grein fyrir því að sömu 4 lykkjur heyra til sama spori (lóðréttri rúðuröð) verkið á enda. Þegar byrjað er að prjóna 10. umferð snýr ,,rangan“ að. Prjónað með bláu, hvít lykkja tekin óprjónuð með bandið fyrir aftan og blá lykkja brugðin 10 sinn- um (5 rúður), hvít lykkja tekin óprjónuð með bandið fyrir framan og blá lykkja prjónuð slétt 24 sinnum (12 rúður), hvít lykkja tekin óprjónuð og blá lykkja brugðin 12 sinnum (6 rúður), hvít lykkja tekin óprjónuð og blá lykkja prjónuð slétt 34 sinnum (17 rúður), hvít lykkja tekin óprjónuð og blá lykkja brugðin 12 sinnum (6 rúður), hvít lykkja tekin óprjónuð og blá lykkja prjónuð slétt 24 sinnum (12 rúður) og síðan hvít tekin óprjónuð og blá lykkja brugðin 10 sinn- um (5 rúður). Þá er prjónað með hvítu, hvít lykkja prjónuð slétt og blá lykkja tekin óprjónuð með bandið fyrir framan 10 sinnum, hvít lykkja brugðin og blá lykkja tekin óprjónuð með bandið fyrir aftan 24 sinnum og þannig áfram 12 slétt- ar, 34 brugðnar, 12 sléttar, 24 brugðnar, og 10 sléttar en bláu lykkjurnar teknar óprjónaðar. 11. og 12. umferð eru prjón- aðar eftir sömu rúðuröð. 11. umferð byrjar þannig: Prjónað með bláu, 10 sléttar, 24 brugðnar, 12 sléttar, 34 brugðnar o.s. frv. og hvítar lykkjur teknar óprjónaðar. 12. umferð er eins og 10. umferð, 13., 14. og 15. umferð eru prjónaðar eftir næstu rúðuröð og þannig er haldið áfram. Eftir síðustu rúðuröð (munstrið speglast um miðju) er fellt af með því að prjóna 2 og 2 lykkjur saman með báðum litum. Teppið er að lokum þvegið úr mildu sápuvatni, vatnið kreist mjög vel úr og látið þorna. Gréta Þ. Pálsdóttir Ljósmyndir: Rut Hallgrímsdóttir. Allt til vefnaðar Heildsölubirgðir ÁRVAL Holma-Helsingbnds AB Vatnagörðum 10 Sími 687950 HUGUR OG HÖND 41

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.