Hugur og hönd - 01.06.1988, Side 42
Heimilisiðnaðarskólinn
Heimilisiðnaðarskólinn er merk og þörf
stofnun sem allt of fáir vita um. Hann
hefur starfað undanfarin 10 ár að Laufás-
vegi 2, húsi á virðulegum aldri í hjarta
borgarinnar og er það við hæfi. Heimil-
isiðnaðarfélagið rekur skólann og þar
eru haldin kvöldnámskeið á veturna frá
september til maíloka. Skólinn bauð upp
á 20 námsgreinar sl. vetur á 43 nám-
skeiðum og voru þau mjög misvel sótt.
Skólinn hefur á að skipa úrvals kennur-
um sem allir eru sérfræðingar í þeim
greinum sem þeir kenna. Lögð er áhersla
á þjóðlega mennt og að tengja þá hefð,
sem fyrir er, nútíma aðstæðum.
Meðal kennslugreina má nefna tó-
vinnu og jurtalilun. F.kki er úr vegi að
benda myndvefurum og áhugasömum
um prjónaskap á þau námskeið, því per-
sónulegri sköpun en eigin þráðagerð í
verk er varla hægt að hugsa sér. Að auki
er þráðagerð mjög andlega holl og gef-
andi vinna.
Onnur er sú grein sem skólinn kennir
og er ekki einungis þjóðleg og skemmti-
leg, heldur yrði það óbætanlegt menn-
ingarlegt slys ef sú kunnátta og færni
glataðist. Það er spjaldvefnaður. Islend-
ingar eiga einstaka hefð í þeirri grein.
Þótt ókunnugum finnist þessi kúnst
göldrum líkust, þá er hún ekki eins flók-
in og dularfull þegar af stað er komið og
virðist við fyrstu sýn. Ekki ætti tækja-
kostur að hindra neinn í að spreyta sig,
því spjöldin má búa til úr gömlum spil-
um.
Sérstakt áhugamál félagsins og skól-
ans hefur einnig verið þjóðbúningagerð.
Samstæð námskeið eru í boði fyrir þá
sem vilja gera eigin búninga að öllu leyti
sjálfir. Fyrst er að nefna baldýringu, síð-
an kniplnámskeið og loks þjóðbúninga-
saum. Er reiknað með að nemandi nái að
sauma einn búning á námskeiðinu.
Svuntuna mætti svo vefa seinna, því
skólinn er með námskeið í uppsetningu
vejja í stól og svo almennan vefnað. Þá
hefur skólinn verið með sérhæfðari nám-
skeið svo sem í íslenskum glitvefimði.
Prjóntœkni nefnist námskeið sem var
mjög vel sótt og er mjög ítarlegt. Veitir
ekki af þar sem handmenntakennsla
grunnskólanna hefur verið þynnt út, þeg-
ar hressa átti upp á jafnréttismálin í
handmennt pilta og stúlkna og hvort
tveggja var skorið niður um helming. Er
leitt til þess að vita að svo góður ásetn-
ingur gerði illt verra.
Þegar jafnrétti er nefnt eru útskurðar-
námskeiðin gott fordæmi. Þau sækja
jafnt karlar og konur, ungir og gamlir, af
miklu kappi svo spónailmurinn fyllir
húsið. Og skólinn annar hvergi eftir-
spurn.
í framhaldi af því er ekki úr vegi að
benda jafnréttissinnum á nýrri náms-
greinar skólans: leðursmíði og körfu-
gerð. Á þeim námskeiðum var margur
góður gripur gerður í vetur.
Myndvefnaður í ramma og tauþrykk
eru í boði íyrir þá sem kjósa að spreyta
sig á formum og litum.
Bótasaumur og tuskubrúðugerð eiga
tryggan áhugahóp. Þar má þroska form-
skyn jafnhliða vandvirkni.
Skólinn bauð einnig upp áfatasaum og
saumagínugerð við litlar undirtektir af
einhverjum ástæðum, sömuleiðis dúka-
prjón.
Skólinn er rekinn fyrir gjöld nemenda
fyrir námskeiðin og verðinu stillt í hóf,
því er ekki mikið afgangs í auglýsinga-
hítina. Væntanlegum nemendum er bent
á að útvega sér bækling skólans í verslun
félagsins í Hafnarstræti eða skrifstofu
skólans strax að hausti.
Ónefnd eru námskeið fyrir leiðbein-
endur aldraðra, en fjögur slík voru í vet-
ur. Stóðu þau samfellt í viku hvert, og
voru tvær námsgreinar í boði í senn. Stíl-
að var upp á að landsbyggðarfólk væri
því sem næst í sömu aðstöðu og höfuð-
borgarbúar til þess að sækja þau.
Undanfarin ár hefur verið lægð í hand-
menntum af ýmsum ástæðum og bitnar
það á skólaaðsókn. Margir hafa brotið
heilann um orsakir þessa. Mín skoðun er
sú að þjóðfélagslegar aðstæður, s.s.
vinnuálag fólks, neysluhugarfar og ofur-
áhersla á tæknimenningu séu m.a. völd
að því. Samkeppnin um frítíma fólks
(þann sem eftir er í lífsgæðakapphlaup-
inu) er hörð, og lágvær rödd drukknar í
auglýsingaflóðinu, þar sem sípepsíkóka-
kóla glymur á fjórum rásum og við vöð-
um umbúðir og auglýsingasnepla í hné,
sjáum ekki út úr gíróseðlunum og happa-
lapparnir virðast eina lausnin.
Ólíkt margri annarri starfsemi, hefur
skólinn ekki lagt upp laupana í mold-
viðrinu en heldur starfi sínu áfram og
hefur með því komið í veg fyrir, að ein-
hverju marki, að tengsl fólks við upp-
runa sinn og þjóðlegar handmenntir
rofni og það verði fátækara í ríkidæmi
neysluþjóðfélagsins.
Nú liggur í loftinu viðhorfsbreyting,
menn finna að einhliða neysla skapar
einungis tóm, og má með bjartsýnina og
þrautseigjuna í veganesti vonast eftir
betri tíð, og þá verður skólinn vonandi í
stakk búinn til að mæta henni.
Elísabet Þorsteinsdóttir, skólastjóri
Skrifstofa Heimilisiðnaðarskólans að
Laufásvegi 2 er opin mánudag til föstu-
dags frá kl. 16.15—19, síminn er 17800.
42
HUGUR OG HÖND