Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1995, Page 5

Hugur og hönd - 01.06.1995, Page 5
mjög vel, þær hafi fjölbreytta list- menntun og mikla reynslu og það sé bæði menntandi og uppörvandi að starfa með þeim. A samstarfsfund- unum eru tekin fyrir ákveðin við- fangsefni sem þær vinna svo allar að. Einbeita þær sér þá stundum að á- kveðinni huglægri upplifun og hug- hrifum og tengja þau litum, form- um og uppbyggingu teikninga og mynda sem þær síðan hagnýta sér í textílverkum sínum. Stundum skoða þær til dæmis nákvæmlega form náttúrunnar og fá þannig ó- teljandi hugmyndir, með því að gaumgæfa og grandskoða liti henn- ar, form og áferð. í skapandi starfi felst ákveðið hugsanaferli sem byggist á mörgum þáttum og er oft lengi að þróast áður en að efnislegu verki er komið. Það veit þessi hópur og gefur sér því þann tíma sem til þarf áður en byrj- að er á hinni eiginlegu textílvinnu. Mikla þolinmæði og úthald þarf til að ná góðum árangri þegar þannig er unnið, en sum viðfangsefnin hafa jafnvel tekið um 20 vikur. A samstarfið má einnig líta sem eins konar hópefli. Listakonurnar koma með verk sín til að fá hrein- skilna gagnrýni, ábendingar og upp- örvun. Þess er gætt að gagnrýnin sé alltaf rökstudd og ábendingar þannig fram settar að þær séu já- kvæðar, uppörvandi og leiðbein- andi. Kristín telur sig hafa lært mjög mikið í samstarfi sínu við þessar konur. Þær vinna bæði eftir hefð- bundnum útsaumsaðferðum og í út- saumi þar sem sköpunarkrafturinn fær fullkomlega að njóta sín frjáls. Þar er ímyndunaraflinu gefinn laus taumurinn og fjölbreytni í efnisvali og samsetningu er næstum óendan- legur. Kristín tekur náttúruna sjálfa sem samlíkingu þegar við ræðum breyt- ingar á verkum hennar og nokkurt fráhvarf frá hefðbundnum útsaumi. Náttúran endurnýjar sig sjálf ef hún fær að vera óáreitt, stundum gengur þessi endurnýjun hægt og þess vegna finnst sumum margt í henni næst- um óumbreytanlegt. En stundum verða miklar breytingar á örskömm- um tíma, umbylting og náttúru- hamfarir. Eins er með allar listgrein- ar, oft verður þar mjög hæg þróun, næstum kyrrstaða, en stundum kemur fyrir að allt í einu losnar um gamlar hefðir, nýjar aðstæður skap- ast, ný hugsun hjá listamanni eða listamönnum, og hefðbundnum aldagömlum gildum og tjáningarað- ferðum er kastað fyrir róða, þeir skapa sér nýjar reglur og gildi fyrir listsköpun sína og hefja uppbygg- ingu á nýjum forsendum. Það þýðir þó ekki að þeir haldi ekki áfram að virða og viðurkenna ágæti þess sem áður hefur verið vel gert. En þeir vita að allt hefur sinn tíma og ekkert er óumbreytanlegt. Kristín segir að oft sé litið á út- saum sem bundna og fasta vinnuað- ferð, fasttengda ákveðnum, hefð- bundnum saumsporum, mynstri og myndbyggingu. Elún álítur að út- saumur geti verið eins frjáls miðill tjáningar og hugsast getur, það sé al- veg eins hægt að tjá hugmyndir sín- ar með nál og þræði og með pensl- um og blýanti. Og þannig vinnur Kristín nú í dag eins og sjá má af nokkrum myndum af verkum henn- ar sem birtar eru með þessari grein. Texti: Þórir Sigurðsson Ljósmyndir: Guðmundur Ingólfsson, Imynd 5

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.