Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1995, Blaðsíða 40

Hugur og hönd - 01.06.1995, Blaðsíða 40
VEFJARVISUR Leiöbeiningar frá 17. öld „Vefjarvísur", þetta tólf vísna kvæði var birt í Skýrslu um Forngripasafn Is- lands í Reykjavík II, 1867-1870, sem prentað var í Kaupmannahöfn 1874. í stuttum formála segir: Um „íslenzka vefstaðinn", sbr. Nr. 771' og víðar eft- ir handriti í safni Arna Magn. Nr. 615- G. í 4to, frá síðara hluta 17du aldar; par er höfundurinn nefndur „Jón í Nesi". Samkvæmt því, sem höfundur segir í síðustu vísunni, mun kvæðið ort til að kenna ungri stúlku vefnað, „vífi úngu vefjarment [...] hef' eg svo allvel kennt". Leiðbeiningarnar eiga sýnilega við kljásteinavefstaðinn sem í formálanum er nefndur „íslenzkur vefstaður", enda voru vefstólar ekki komnir til sögunnar á íslandi á 17. öld. I fyrstu fjórum vísunum er sagt fyrir um hvernig gera á fyrir höföld- um á þrjú sköft, efsta, neðsta og mið. Sú lýsing kemur að miklu leyti heim við aðra, skrifaða um 1870, sem seg- ir fyrir um hvernig festa á upp vað- málsvef í kljásteinavefstað.1 2 Orstutt lýsing á kljásteinavefstað getur e.t.v. hjálpað lesendum að glöggva sig betur á vísunum. í kljá- steinavefstöðum er lóðrétt uppistaða strengd með steinum, kljásteinum. Uppistöðunni var skipt í tvennt um lárétta fjöl, skilftöl, og komu til skipt- is tveir þræðir fyrir framan og tveir fyrir aftan. Þræðir fyrir framan skil- fjöl nefndust jyrirpræðir, en bakprœð- ir voru fyrir aftan hana. Til að gera skil í uppistöðuþræðina, þ.e. aðskilja þá til að koma ívafi inn á milli þeirra, voru gerð svokölluð höfóld. Það voru langar þráðarlykkjur tengdar við lá- rétt vefsköft. Inni í hverri hafalds- lykkju voru hafðir einn eða tveir uppistöðuþræðir (fór eftir vefnaðar- gerð) sem drógust fram þegar togað var í vefskaftið. I 1. vísu kemur fyrir orðið varptá. Hún var eins konar skilþráður, brugðið í enda uppistöðunnar um leið og rakið var. Hélt hún þráðun- um þar í réttri röð.31 vísunni er hinu unga vífi sagt að binda „bak og fyrir [...] báða' á efsta skafti", þ.e. bak- þráður og fyrirþráður eiga að koma 1 Hér er vísað til munaskráningar safnsins í skýrslunni. 2 Matthías Þórðarson. "Ýmislegt um gamla vefstaðinn". Árbók hins íslenzka fornleifafélags. Reykjavík 1914. Bls. 17-26. 3 Sama. Bls. 23. 40

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.