Hugur og hönd - 01.06.1995, Blaðsíða 23
5. Guðrún Vigfúsdóttir ásamt Gunnari Sigurjónssyni,
sóknarpresti í Digraneskirkju í Kópavogi.
Gísla S. Kristjánssyni, heimsækir
verkstæði og skóla aðallega til að
kynna sér nýjungar í vefnaðar-
kennslu, vefjarefnaframleiðslu og
munsturgerð. Ferðin byrjaði í Osló,
þar sótti hún tíma í Den kvinnelige
Industriskole, þaðan lá leiðin til Sví-
þjóðar í Nyckelviksskolan og Hand-
arbetets vánners vávskola, síðan til
Finnlands og að lokum til Kerte-
minde á Fjóni í Danmörku. Guð-
rún taldi sig hafa mikið gagn af þess-
ari ferð og notfærði sér ýmsar hug-
myndir í skólastarfinu.
STOFNUÐ VEFSTOFA
Þó að Guðrún hafi haft mikla á-
nægju af kennslunni blundaði alltaf
með henni löngun til að fá aðstöðu
til að vefa sjálf, fá útrás íyrir eigin
hugmyndir og gera tilraunir. Ekki er
ólíklegt að orlofsferðin langa og út-
sýni til þess sem var að gerast úti í
heimi hafi eflt þessa löngun. Hún
leigði sér herbergi úti í bæ, kom sér
upp athvarfi fyrir sig og vefstólinn
og notaði frítímann til að vefa og
gera ýmsar tilraunir með íslenska
ull. Svo kom í ljós að konuna í hús-
inu langaði til að vefa, þá komu þær
öðrum vefstól fyrir í stofunni og
Guðrún fékk henni það verkefni að
vefa trefla úr íslensku bandi. Trefl-
arnir voru sendir í ýfingu til Akur-
eyrar, síðan boðnir til sölu, aðallega
í Reykjavík. Salan gekk vel og þegar
það vitnaðist komu fleiri og óskuðu
eftir að fá vinnu. Þar kom að ekki
var hægt að troða fleiri vefstólum
inn í stofuna en sala og eftirspurn
jókst og framleiðslan var orðin fjöl-
breyttari.
Þá reið á að leysa húsnæðis-
vandann. Fjölskylda Guðrúnar festi
kaup á húsnæði fyrir vefstofuna og
þangað voru vefstólarnir fluttir og
keyptir fleiri. Konunum sem höfðu
verið að vefa var boðið að gerast
hluthafar. Þannig var athvarfið
hennar Guðrúnar orðið að dálitlu
fyrirtæki sem formlega var stofnað
1962 og hlaut nafnið Vefstofa GuS-
rúnar Vigfúsdóttur h.f.
Vefstofuna rak Guðrún til hliðar
við kennslustarfið, sem var alla tíð
hennar aðalstarf. Vefurum fjölgaði
smátt og smátt, en flestir voru að-
eins í hlutastarfi. Reynt var að hag-
ræða vinnunni sem best, t.d. með
því að sérhæfa starfsliðið svo að það
næði meiri þjálfun og hraða. Aðal-
lega unnu konur á vefstofunni, þó
bar við að karlar væru þar í vinnu.
Guðrún var framkvæmda- og fram-
leiðslustjóri fyrirtækisins og sá um
alla verkstjórn, auk þess hannaði
hún sjálf nær allt sem framleitt var.
Það er óhætt að segja að henni hafi
ekki verið fisjað saman. En Guðrún
leggur áherslu á að þakka megi frá-
bæru samstarfsfólki að allt gekk
upp, það vann af áhuga og mikilli
samviskusemi og var margt afar vel
verki farið. Góður starfsandi hafi
einnig haft mikið að segja.
A vefstofunni var framleiddur
margs konar varningur, mest úr ís-
lenskri ull, t.d. værðarvoðir, sjöl og
treflar (allt ýft á Akureyri þar til ýf-
ingarvélin var send til ísafjarðar),
borð- og veggrenningar, púðar,
vesti, úlpur, stakkar, herrabindi,
(saumuð á vefstofunni) og ýmiss
konar listvefnaður, m.a. eftir teikn-
ingum annarra. Enn er ótalið það
sem reikna má með að borið hafi
hróður vefstofunnar hæst. Það voru
kjólarnir, ofnir úr eingirni, oftast
víðir og efnismiklir en þó fisléttir,
smekklegir að lit og sniði og klæði-
legir flestum. Þetta voru sannkallað-
ir samkvæmiskjólar, sparikjólar sem
hæfa þóttu við hátíðleg tækifæri,
enda voru engar konur með konum
(sbr. menn með mönnum) sem um
þessar mundir áttu ekki handofmn
kjól eða kjóla frá Guðrúnu Vigfús-
dóttur að skarta í.
Rekja má upphaf kjóla- og fata-
framleiðslunnar til þess að vefstofan
tók að sér verkefni fyrir Sigríði
Bjarnadóttur kjólameistara. Ofm
voru fyrir hana efni sem hún hannaði
sjálf úr ull, hör og bómull og saum-
aði fatnað úr. Kjólaframleiðsla vef-
stofunnar hófst stuttu eftir að þessu
verkefni lauk. Guðrún fékk Agnesi
Aspelund, starfsstúlku vefstofunnar,
til liðs við sig að sauma nokkra kjóla
til prufu úr ullareinskeftudúk. Það
féll allt í ljúfa löð, „enda leikur allt í
höndunum á Agnesi vinkonu
minni", segir Guðrún. Kjólarnir
flugu út og nú var ofið og saumað af
krafti. Þetta mun hafa verið í kring-
um 1970. Islenskur heimilisiðnaður í
Reykjavík sá um sölu kjólanna.
Árið 1976 var haldin eftirminni-
leg tískusýning á kjólum Guðrúnar
á Hótel Sögu í Reykjavík. Margir
kjólar voru ofnir og saumaðir á vef-
stofunni af þessu tilefni, með það
markmið í huga að gera glæsilega
23