Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1995, Blaðsíða 43

Hugur og hönd - 01.06.1995, Blaðsíða 43
Að morgni 29. júní var svo hin formlega þingsetning og síðan voru fyrirlestrar fram eftir degi. Þar var aðallega fjallað um endurvinnslu í margvíslegum myndum en þema þingsins var einmitt „Heimilisiðn- aður frá vistvænu sjónarhorni". Meðal efnis erinda má nefna: Húsbyggingar með endurnýtingu að leiðarljósi. Heimilisiðnaður þar sem allt er notað og nýtt. Nýting úrgangsefna við gerð nýrra hráefna. Markaðssetning á „grænum“ vör- um. Vinnsla á roði og söguleg saman- tekt á skinnnotkun frá steinöld til okkar daga. Þá var sagt frá hugmyndinni og uppbyggingunni á bak við fyrirtæk- ið OLEANA, sem er nýleg prjóna- verksmiðja, þar sem framleiðslan er umhverfisvæn og norsk mynstur eru höfð að leiðarljósi. Verkstæði voru í gangi frá hádegi 29. júní til kvölds 30. júní, þar gat fólk unnið við ýmislegt sem tengdist gömlu norsku handverki. Föstudaginn 30. júní héldu fyrir- lestrar áfram fram eftir degi en síðan var farið í heimsókn á verkstæðin og skoðað hvað þar hafði verið starfað. Laugardagurinn 1. júlí var notað- ur til skipulagðra skoðunarferða um Lillehammer og nágrenni. Þá var einnig annar fundur með formönnum félaganna þar sem rædd var m.a. aðildarumsókn Eistlend- inga að Norrænu heimilisiðnaðar- samtökunum. Ekki er eining um þessa aðild. Danir eru mótfallnir henni, nema að því tilskildu að Eist- lendingar verði meðlimir í Norður- landaráði. Eistlendingar voru teknir inn í Norrænu heimilisiðnaðarsamtökin 1934 í Finnlandi og tóku þátt í þinginu sem haldið var í Svíþjóð 1937. 6. norræna heimilisiðnaðarþingið átti að vera í Tallin 1940, en vegna seinni heimsstyrjaldarinnar varð ekkert af því og framhaldið fyrir Eistlendinga þekkja allir. Um kvöldið var síðan haldin við- Karfa úr víðigreinum. Trévinna. hafnarmikil kveðjuveisla. Þar voru fluttar góðar ræður, skipst á gjöfum og Danir tóku við formennsku í samtökunum, en næsta þing verður haldið árið 1998 í Danmörku. í tengslum við þingið var sett upp sýning í Lillehammer 15. júní. Sýn- ing þessi vísar í þema þingsins og ber yfirskriftina „NATURligvis“ og er farandsýning. Heimilisiðnaðarfélögin, hvert í sínu landi, völdu verk og sendu til Noregs, þar sem sýningarnefnd valdi síðan endanleg verk á sýninguna. Sýningunni er skipt upp í flokka eftir því hvaðan hráefnið er fengið, t.d. úr hafinu, skóginum, af dýrum og fleira. Einnig eru margvíslegir munir úr endurunnu efni. Sýning þessi verður væntanlega sett upp í Norræna húsinu í mars eða apríl 1996. Anna Margrét Björnsdóttir Ljósmyndir: Guðrún Einarsdóttir 43

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.