Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1995, Blaðsíða 9

Hugur og hönd - 01.06.1995, Blaðsíða 9
HRAEFNIÐ LIGGUR ALLS STAÐAR FYRIR FÓTUM OKKAR Þeir feðgar Halldór Sigurðsson og Hlynur stofnuðu EIK 1972 og voru svo til eingöngu í að framleiða út- skorna muni eftir pöntun. Má þar nefna lampa, gestabækur og fleira fyrir einstaklinga. Þeir hlutir eru oft- ast gerðir fyrir sérstakt tilefni og hannaðir í samráði við gefandann. Einnig smíðuðu þeir fjölmarga kirkjugripi, svo sem skírnarfonta og altaristöflur. Stærsta verk þeirra feðga er þó ef til vill endurgerð á út- skurði Ríkharðs Jónssonar í stofu iðnaðarmanna í Reykjavík, sem eyðilagðist í bruna. 1989 kom Edda Björnsdóttir, kona Hlyns, til fullrar vinnu í fyrir- tækinu og þá breyttist framleiðslan, því þá hóf hún að framleiða smá- hluti úr tré, beini og horni. Reynd- ar má segja að ekkert fái að vera í friði fyrir henni. Hún gerir nýtileg- Á Miðhúsum rétt við Egils- staði reka hjónin Hlynur Hall- dórsson og Edda Björnsdóttir vinnustofuna EIKþar sem þau framleiða margvíslega hluti úr ótrúlega ffólbreyttu hráefni. Reyndar vefstfyrir gesti hvort þetta á að kallast handverk eða listiðnaður. Eftil vill eru mörk- in þarna á milli svolítið óljós. Eitt er víst. Þau skortir ekki hugmyndaflug. Allt sem þau framleiða er eftir þeirra eigin hugmynd, hannað á staðnum. Stærri útskurðarverk þó oft gerð eftir óskum kaupenda. an hlut úr hverju því efni sem hún hirðir upp af götu sinni. FJÖLBREYTT HRÁEFNI Hráefnið liggur alls staðar fyrir fót- um okkar. Við þurfum bara að hafa augun opin, segir Edda. Það blund- aði alltaf í mér að gaman væri að vinna úr horni og beini. Mér fannst alltaf merkilegt að hægt væri að búa til t.d. tóbakspontur úr hornum. Þegar ég byrjaði að fikta við þetta urðu hreindýrshornin fyrst fyrir mér. Þau eru til á hverjum bæ hér um slóðir. Edda og Hlynur hafa nánast orð- ið að fikra sig áfram ein og sjálf. Þó kom danskur maður hingað fyrir tveim árum til að leiðbeina um smíði úr horni og beini og lærðu þau nýja og betri tækni. Daninn var 9

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.