Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1995, Blaðsíða 47

Hugur og hönd - 01.06.1995, Blaðsíða 47
heimilisiðnaður hefur átt samstarf við um árabil. Slíkar sýningar hafa, að sögn Gerðar Hjörleifsdóttur verslunarstjóra, verið drjúgur þáttur í starfseminni í áranna rás. Með þeim hefur verið leitast við að kynna listafólk, vekja athygli á verkum þess og hvetja það til dáða. Tvær sýningar hafa verið haldnar á vegum verslunarinnar nú á haust- dögum. Sýningin „Kristallar í textíl- verkum“ var haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur dagana 22. september - 4. október. Að henni stóðu, auk Islensks heimilisiðnaðar, þýska sendiráðið, Goethe-Institut og félagið Germania. XX - TEX nefnist hópurinn sem þarna sýndi verk sín, og sækir hann sér íyrirmyndir í kristalla í náttúrunni. Um er að ræða hóp þýsks áhugafólks. Undirstaða verka þessara eru rann- sóknir í kristallafræði, sem er mikil- væg rannsóknaraðferð til greiningar á ýmsum föstum efnum. Talsmaður hópsins setti sig í samband við Gerði Hjörleifsdóttur og sá hún um alla framkvæmd sýningarinnar. Dagana 20. október - 4. nóvem- ber var síðan haldin sýning í versl- uninni á peysum Ásdísar Birgis- dóttur textílhönnuðar. Ásdís hefur lokið námi í textílhönnun frá Myndlista- og handíðaskóla Islands. Handprjónaðar peysur Ásdísar hafa birst á ýmsum vettvangi á undanförnum árum. Fyrir verslun- ina Islenskan heimilisiðnað hefur hún einnig hannað peysuuppskriftir sem aðeins eru til sölu þar. Hún sækir fyrirmyndir sínar í þjóðlegar hefðir. Búningar miðalda, klömbru- hleðslur og litbrigði landsins verða henni kveikja að nýjum verkum í hefðbundið efni, íslensku ullina. Það hefur verið ómetanlegt fyrir handverksfólk og hönnuði að fá tækifæri til þess að koma verkum sínum þannig á framfæri, að stutt sé við bakið á þeim og að framleiðsla þeirra sé kynnt í aðlaðandi um- hverfi. Asdís er lesendum Hugar og handar að góðu kunn, en upp- skriftir hennar birtust í blaðinu árið 1987, í fyrra og einnig nú í ár. Gréta E. Pálsdóttir Tvœr afpeysum Ásdísar Birgisdóttur á sýningunni. Frá sýningu XX-Tex hópsins í Rafhúsi Reykjavíkur. 47

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.