Hugur og hönd - 01.06.1995, Blaðsíða 31
HANDGERÐUR PAPPÍR
Auðveldasta leið til að afla hráefnis
til pappírsgerðar er að tæma papp-
írskörfuna eða taka til handargagns
pappír sem annars lenti þar og end-
urvinna. Reyndar má nota flestallan
pappír. Þó skal forðast þann sem
hefur mikinn gljáa. Ljósritunar-
pappír (handhægast er að fá hann úr
tætara), dagblöð, umslög, miðar,
póstkort, plaköt, lottómiðar, eggja-
bakkar og umbúðir henta vel.
Allur pappír er rifinn í smásnifsi á
stærð við frímerki (ca 2 x 2 sm). Síð-
an er hann lagður í bleyti í nokkra
tíma eða yfir nótt.
Áhöld til pappírsgerðar:
- Tveir trérammar (annar með
neti).
- Bali eða kar sem þarf að vera
nokkuð stærri (víðari) en ramminn.
- Heitt og kalt vatn.
- Borðklútar úr gerviefni eða
klútar rifnir t.d. úr gömlum lökum
til að leggja á milli blautra pappírs-
arka. Athugið að þeir þurfa að vera
nokkuð stærri en örkin.
- Rafmagnskvörn eða svokallað-
ur töfrasproti.
- Svampur.
- Plastdúkur.
- Plastsvunta.
- Gúmmíhanskar.
- Sigti.
- Snúra og klemmur.
- Pappírspressa (tvær tréplötur og
þvingur).
ENDURUNNINN PAPPÍR
Hvernig útbúa á pappírskvoðu:
Taktu hnefafylli af pappírssnifsum
sem legið hafa í bleyti og settu þau í
rafmagnskvörnina. Bættu vatni út í
og láttu kvörnina ganga stuttan tíma
í senn, 10-15 sek. tvisvar til fimm
sinnum. Ekki má fylla kvörnina
nema að u.þ.b. 2/3. A móti 2-3 hnef-
um af pappír þarf einn lítra af vatni.
Þegar massinn í kvörninni lítur
út eins og þunnur grautur (hér eftir
kallaður kvoða) er honum hellt í
fötu og farið eins að aftur. Kvoðan
má ekki vera kekkjótt.
Settu vatn í balann eða karið.
Fylltu til hálfs. Settu að minnsta
kosti fjórar hnefafyllir af kvoðunni
út í. Þunnar pappírsarkir fást með
því að hafa mikið vatn og lítið af
kvoðu. Þykkar arkir fást ef höfð er
mikil kvoða í vatninu.
Nú er hægt að setja lit og alls
konar skraut út í vatnsbaðið. Oft er
gott að setja það í kvörnina með
kvoðunni. Til dæmis er hægt að
nota:
- Þurrkaða plöntuhluta (blöð,
blóm eða rósir).
- Rifin, bleytt gömul póstkort.
- Miða, servíettur.
- Strá, fræ, krydd.
- Þræði, svo sem tvinna og jafnvel
fínt prjónagarn.
- Laukhýði, grænmeti, ávexti.
- Hringina sem koma úr gataran-
um.
Möguleikarnir eru óteljandi.
Notaðu ímyndunaraflið.
Taktu nú rammann með netinu
(nethliðin á að snúa upp) og leggðu
netlausa rammann ofan á. Ramm-
anum er nú difið ofan í balann með
pappírskvoðunni á þann hátt sem
myndirnar sýna:
2
3
Láttu mesta vatnið renna af. Efri
ramminn er nú tekinn af (hann er til
þess að fá betur formaða kanta) og
rammanum með pappírsörkinni er
hvolft á klút sem hafður er nokkuð
stærri en örkin, t.d. 2-3 sm á kant.
Undir klútnum er gott að hafa efni
sem dregur vel í sig vatn, svo sem
dagblaðabunka. "Dúppið" með
svampi ofan á rammann til að losa
um örkina. Rammanum er þessu
næst lyft af, annar klútur lagður
ofan á, síðan ný pappírsörk, þá klút-
ur og þannig koll af kolli.
Vatn vill gjarnan sullast á borð og
gólf. Vinnið því í herbergi sem hef-
ur gólfefni sem þolir slíkt, svo sem
steingólf, flísar eða gólfdúk. Gott er
að vinna úti í garði á góðviðrisdög-
um á sumrin.
Þegar kominn er dágóður bunki
af pappír þarf að pressa mesta vatn-
ið úr. Auðvelt er að útbúa pressu úr
tveimur vatnsþolnum tréplötum og
þvingum.
31