Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1995, Blaðsíða 7

Hugur og hönd - 01.06.1995, Blaðsíða 7
auk nokkurra gestafyrirlesara og fjöldi nemenda var 16. Fyrsta dag námskeiðsins voru haldnir fyrirlestrar um sögulega þró- un ullarvinnu á Islandi, einkum með tilliti til áhalda og fjallað um mismunandi nýtingu á ullinni. A veggi kennslustofunnar höfðu verið hengdir upp munir og myndir af gömlum textílverkum og myndir sem sýndu íslenska munsturgerð og notkun þeirra. Einnig var með myndum reynt að sýna fram á tengsl lita í íslensku landslagi við litatil- brigði í íslenskum textílum. Næstu tvo daga var nemenda- hópnum skipt í tvennt. Hvor hópur fór einn dag til Áslaugar sem leiddi hann inn í leyndardóma tóskaparins og annan daginn til Fríðar sem sýndi hvernig hægt væri að nýta afganga af værðarvoðum til að sauma smáhluti ýmist í höndum eða vél. Hjá Áslaugu var nemendum skýrt frá hvaða efni og áhöld voru notuð við íslenskan tóskap í aldanna rás, einkum kembingu og spuna með halasnældu. Ullarfyrirtækið Istex hf. í Mosfellsbæ var fengið til að þvo, sérstaklega fyrir námskeiðið, ullar- reyfi sem nemendur fengu í hendur og þeir aðskildu tog og þel, „tóku ofan af‘, hærðu, táðu, kembdu og spunnu á halasnældu. Allir nemendur fengu sína vinnu- bók til að setja inn í sýnishorn af hverju stigi tóskaparins. I vinnubók- inni er einnig texti sem Áslaug hafði tekið saman úr drögum sínum að ritgerð „Um áhöld og verklag í ís- lenskum tóskap einkum á 19. og 20. öld“. Fyrirfram var ljóst að djarft var teflt að ætla nemendum að fara gegnum feril tóskaparins og ná tök- um á að spinna á halasnældu á ein- um degi en áhugi nemenda var mik- ill og í lok dags voru vinnubækurn- ar bólgnar af sýnishornum og sum- um nemendum nægði ekki að kynn- ast halasnældunni en fengu einnig að prófa að spinna á rokk. Síðan er að sjá hvort nemendur námskeiðsins hafi áhuga á að þjálfa þessa grunn- þekkingu sína þannig að þeir verði færir um að flytja hana inn í grunn- skóla landsins. Hjá Fríði var nemendum gefin innsýn í hvernig nýta má aldagamla hefð í að þæfa ullarefni og vinna síð- Taska saumuð úr þœjðum afgöngum af vœrðarvoðfrá Foldu hf. an úr þeim litla muni. Áður fyrr voru ullarvoðir þæfðar til að gera þær þéttari og flíkur sem saumaðar voru úr þeim þar með hlýrri og slitsterkari. Frá ullarfyrirtækinu Foldu hf. á Akureyri voru fengnar ýmsar gerðir ullarefna, einkum af- gangar af værðarvoðum sem seldir eru á hæfilegu verði. Áður fyrr var erfitt verk að þæfa voðir en fyrir námskeiðið nýtti kennarinn sér nú- tímatækni og þæfði ullarvoðirnar með því að þvo þær í þvottavél við 40, 60 eða 90 gráðu hita. Stærsti kostur við að vinna með þæfða ullarvoð í grunnskólum er að efnin rakna ekki þrátt fyrir að þau séu klippt til, tvö lög loða vel saman og eru því auðveld í meðferð fyrir ó- vanar, smáar hendur. Nemendum var sýnt hvernig má nota einfaldar sporgerðir eins og þræðispor, varp- spor og tunguspor til að sauma sam- an hluti úr þæfðri voðinni eða jafn- vel að nota saumavélar. I þessum hluta fengu nemendur einnig vinnubók með vinnulýsingum og texta sem Fríður hafði tekið saman. I vinnubókina settu nemendur sýn- ishorn af efnum og vinnuaðferðum og unnu auk þess nokkur lítil kennslusýnishorn. Fjórða daginn var hópurinn sam- an og Fríður sýndi ýmsa möguleika til að nýta hekl í grunnskólum. Lít- ið hefur borið á hekli síðustu áratugi í grunnskólum landsins en þar sem heklaðir munir og flíkur eru nú í tísku, eins og sagt er, gefst gott tæki- færi til að gera hekl áhugavert fyrir grunnskólanemendur. íslenskt hrá- efni var í fyrirrúmi á námskeiðinu og því eingöngu unnið með ullar- garn frá ístexi hf. Þennan dag var opnuð sýningin Iðir í Perlunni og þangað var haldið í hádeginu. Er aftur var komið í Skipholtið voru mættir gestir frá Heimilisiðnaðarfélaginu og hófust líflegar umræður um stöðu íslensks handverks og m.a. hlutverk grunn- skólanna í þróun þess í framtíðinni. Heklaður pungur úr íslensku garni frá Istexi hf. 7

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.