Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1995, Blaðsíða 4

Hugur og hönd - 01.06.1995, Blaðsíða 4
TEXTÍLVERK KRISTÍNAR SCHMIDTHAUSER Kristín Schnidthanser Kristín er menntaður hannyrða- kennari og hefur lengi kennt við skóla í Reykjavík og á námskeiðum fyrir handmenntarkennara. Fyrir mörgum árum fór hún sérstaklega að fást við útsaum og knipl. Hún hefur haldið sýningar á verkum sín- um, þau hafa hlotið góða dóma og vakið athygli bæði fyrir falleg vinnu- brögð og frumleika. Fyrir nokkrum árum varð breyt- ing á högum Kristínar. Þá flutti hún og fjölskylda hennar til Sviss. Þar hafði eiginmanni hennar boðist gott starf, en hann er verkfræðingur og Kristín Schmidthauser er nú búsett í Sviss. Hún var stödd hér á landi vorið 1995. Notaði þá greinarhöfundur tœkifærið og ræddi við hana um það sem hún er nú að fást við og fékk að skoða nýjustu textílverk hennar. tölvufræðingur. Kristín vildi þá einnig gjarnan fá sér starf utan heimilis og var svo heppin að fá vinnu við bókhaldstölvur hjá stóru ljósmyndafyrirtæki í Zúrich. Það var þægilegt starf og vel launað. Þeg- ar hún hafði unnið þar í eitt ár fór hún alvarlega að hugleiða hvort hún ætti að halda áfram í tölvuvinnunni, sem henni fannst næsta einhæf til lengdar, eða freista þess að hasla sér aftur völl á því sviði sem hún hafði menntað sig til, hafði lengst unnið við og hafði mestan áhuga á, þ.e. á sviði listrænnar skapandi textíl- vinnu. Hún ákvað að nýta sér áfram þá menntun og reynslu sem hún hafði aflað sér sem textíllistakona og freista þess að ná lengra á því sviði. Kristín sagði upp tölvustarfinu og sótti um inngöngu í hönnunardeild Kunstgewerbeschule, sem er mynd- og handmenntarskóli í Zúrich. Hún var kölluð í viðtal í skólann. Þar sýndi hún prófgögn sín og sýnis- horn af textílverkum sínum. Pró- fessorinn sem ræddi við hana og skoðaði verk hennar taldi að hún hefði lítið í þennan skóla að sækja en sagði henni jafnframt frá hópi 12-14 starfandi textíllistakvenna sem hefðu aðstöðu þar í skólanum. Margar þeirra eru þekktar textíllista- konur í Sviss eða tengjast skapandi textíliðju sem hönnuðir, við kennslu eða á annan hátt. Þær halda reglu- lega sýningar á verkum sínum. Þeim finnst uppbyggjandi og jákvætt að hittast, ræða viðfangsefni sín og starfa saman að ýmiss konar þema- vinnu í textíl undir handleiðslu eins prófessorsins við skólann. Prófessorinn kom með þá hug- mynd að Kristín sækti um inngöngu í þennan hóp. Það gerði hún og var tekin í hópinn, er þar eini útlend- ingurinn. Hún segir konurnar hafa tekið sér 4

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.